Tag: píla

Pæton Irvings garðsins #20Pæton Irvings garðsins #20

0 Comments

Irving´s Park Pæton

Þessi glæsilega hönnun var send okkur af Bridgeport-fréttaritara okkar, Joseph Irving. Við teljum vagninn sérstaklega fínan. Hlið aftursætsins er mynduð úr reyrverki. Fram- og afturstuðningsjárnin standa á glæsilegu fimmta hjóls braketi að framan og á fallegu grunnskrauti að aftan.

Aftari panilinn er með laufútskurð sem endurtekur sig á barnasætinu á minna fremra þilinu. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta ein besta hönnun sem við höfum hingað til myndskreytt. Framlag Sec Brown í járndeildinni.


Heimild: The Coach Makers Magazine á Internet Archive 1857.

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Viktoría lokaður langferðavagn #23Viktoría lokaður langferðavagn #23

0 Comments

 01 06 1857.

Viktoría, lokaður langferðavagn. Herra Saladee: — Ég hef nýlega fengið teikningu frá vini mínum í London. Rétta teikningu af vagninum sem smíðaður var fyrir Viktoríu Englandsdrottningu. Úr henni hef ég gert teikninguna sem ég sendi þér hér fyrir Magazínið.

Sá hluti sem táknar efsta hluta sætis, aftan, er skorinn út og festur á yfirbygginguna; svo líka pílárarnir. Teikningin mun gefa verkamanninum rétta hugmynd um smíði vagnsins. Spara mér þannig vandræðalega vinnu við að segja lesendum þínum með langri og gagnslausri útskýringu.

M. M. T.

Heimild: The Coach Makers Magazine á Internet Archive 1857.

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Öxlablogg!Öxlablogg!

0 Comments

Í árdaga hestdreginna vagna og handvagna var öxulinn eingöngu úr harðvið, helst eik. Endi öxulsins, eða nafið, var svipað og stálöxlar eru í dag, en að auki var það tekið niður að ofan og á ská niður í enda nafsins.

Hvað er „diskun“?

Myndin sýnir „diskun“ á vagnhjólinu sem stendur nákvæmlega ljóðrétt á hlutanum sem er fyrir neðan nafið, en fyrir ofan fer það yfir á gráðurnar sem það er diskað í upphafi.


Það er diskað til að fá meiri styrk í það yfirleitt og til að það beri meiri þunga. Þessi diskun er framkvæmd þegar járngjörðin (the tire) er hituð og snöggkældur utan um það. Þá veldur úrtaka í holunum fyrir pílárunum eða þá skásnið á enda pílárunum því að það fellur í þessar gráður eins og diskur; vegna þess að „veggir“ holunnar eða pílárarnir eru (skornir) hoggnir í þá gráðu sem óskað er eftir.

Á myndunum hér má sjá hvernig það lítur út og er tekinn skái aftan úr píláranum í þessu tilviki. Á ensku kallast það ,,Disch the wheel”.

Ég leyfði mér að færa það yfir á íslensku og kalla þetta „diska“ hjólið. Ég veit að þetta er meira en um öxla en það er ekki hægt að skilja þarna á milli vegna þess að þetta er hannað svona í sömu andrá, gráðan á öxlinum og gráðan á pílárunum í hjólinu.

„Diskun“ var umdeild lengi og nýungar eins og „Patent“ komu fram svo sem uppfinningin að járnflansinum ( The Sarven hub var t.d. ein gerðin kom fram 1857 ) sem klæddist utan um nafið og féll upp á pílárana svo sú styrking varð nóg og ekki þurfti lengur að „diska“ hjólið. T.d. notuðu bílaframleiðendur þennan flans lengi fram eftir 20. öldinni. Smurt er með dýrafitu.


Heimildir: Carriage and Wagon axles bók, útgefin af Safn Ameríku

Þýðandi og skrásetning Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is