Pæton Irvings garðsins #20Pæton Irvings garðsins #20
Irving´s Park Pæton
Þessi glæsilega hönnun var send okkur af Bridgeport-fréttaritara okkar, Joseph Irving. Við teljum vagninn sérstaklega fínan. Hlið aftursætsins er mynduð úr reyrverki. Fram- og afturstuðningsjárnin standa á glæsilegu fimmta hjóls braketi að framan og á fallegu grunnskrauti að aftan.
Aftari panilinn er með laufútskurð sem endurtekur sig á barnasætinu á minna fremra þilinu. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta ein besta hönnun sem við höfum hingað til myndskreytt. Framlag Sec Brown í járndeildinni.
Heimild: The Coach Makers Magazine á Internet Archive 1857.
Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is