Tag: leður

Vagn Péturs III og Önnu dóttir hansVagn Péturs III og Önnu dóttir hans

0 Comments

Stór fjögurra sæta yfirbyggingin með örlítið bogadregnum fram- og bakhlið er útfærður snemma á 18. öld í Frakklandi og hefur fallega skuggamynd og fullkomin hlutföll.

Efri hluti fram- og hliðarveggja og hurða er í þykkt hágæðagler í gluggum (plate glass). Hann er búinn fjöðrun, snúningsás/fimmt hjól, vagnsæti, þjónssæti og fótabretti fyrir þjón, sem er fest inni í yfirbyggingunni.

Innréttingarnar voru undir sterkum áhrifum frá nýjum fagurfræðilegum straumum sem kristalluðust í Regency-stílnum sem einkenndist af frönskum búningum þess tíma1.

Útskorin gyllt þakbrúnarskreyting yfirbyggingarinnar, hliðapanelsamskeiti, gluggar og hurðarkarmar2.

Vagninn einkennist af raunsærri meðhöndlun einstakra mótífa ásamt undarlegum, frábærum formum og einnig af samhverfu og reglulegu fyrirkomulagi skrautsins.

Andstæða beinna og bogadreginna lína og frjáls meðferð einstakra fígúra gerir það að verkum að innréttingarnar virðast léttar og hreyfanlegar.

Skrautið í anda hergagna: blómakransar, grímur, skeljar og laufgreinar. Lausaskraut sem mynda blúndumynstur eru áberandi meðal skreytingarmyndanna.

Málaralistin á goðsagnafræðileg efnistök svo sem cerúbum skiptir einnig miklu máli í skreytingum vagnsins.

Myndir af cerúbum með lúðra og ketiltrommur eru sýndar á hliðunum. Á hurðunum og framhlið eru gyðjurnar Clio, gyðja skáldskapar, Thalia, gyðja gamanleiksins, og Euterpe, en óspjallaðar þokkagyðjur á bakhlið.

Málverkið er aðallega unnið í gylltum, grænum og rauðum litum og sýnir örugga teikningu og tilfinningu fyrir litum, auk mikils hugvits í fylgihlutunum.

Útskurðurinn á vagninum er ýktur með gylltu bronsi. Þakið er prýtt átta fallegum bronskerjum. Áklæðinu er haldið á sínum stað með bronsnöglum, höfuð styttunnar aftan mynda stoð og gegna skrauthlutverki.

Handföng hurðanna eru stórar sylgjur og spennur úr bronsi.

Bogadregnir burðir í undirvaninum eru gylltir bronsi sem er blandað kvikasilfri og púðri, en þar ofar stendur tignarleg kvengyðja sýnd á meðal skrautlega bogadreginna burðarboganna.

Mótívin eru steypt í nokkuð djúpri þrívídd. Allt ber þetta vitni um reynslu, kunnáttu og vönduð vinnubrögð meistarans.

Fremri hluti undirvagnsins er skreyttur viðarskúlptúr í formi apstraktískra kvenfígúrutívra sem raðað er upp í yfirveguðum og öguðum takti3.

Bólstrunin að innan fylgir krefjandi línum heildarinnréttingarinnar, eins og krúna ítölska flauelsins með blíðri, fölblárri glæsilegri hönnun.

Í langri sögu sinni átti vagninn nokkra eigendur.

1721 kom Karl Friedrich prins af Holstein til Sankti Pétursborgar sem unnusti Anne, dóttur Péturs mikla.

Í sérfræðibókmenntum var þessi vagn ranglega tengdur honum í langan tíma.

Rannsóknir á skjalasafni Armory hafa gert okkur kleift að staðfesta að vagninn hafi verið pantaður í Frakklandi af Pétri mikla.

Síðar var það brúðkaupsgjöf keisarans til dóttur hans, Anne, sem ók í burtu til Holsteins með eiginmanni sínum Carl Friedrich.

1742 kom Pétur III, nýr eigandi vagnsins, til Rússlands í honum. Vagninn var notaður til hátíðargöngu í Holstein. Á fjórða áratugnum var það endurtekið í garði hesthússanna í Sankti Pétursborg.


  1. Vagninn var smíðaður 1721. Sem er nokkrum áratugum fyrir Regency tímabilið eftir því sem næst verður komist. Hef ekki skýringu á þessu misræmi! ↩︎
  2. Helstu einkenni Regency-tímabilsins voru: Ríkisvaldið skartaði einfaldri tísku, rómantískri list og bókmennta og vinsældum skáldsögunnar. Tímabilið er einnig þekkt fyrir stranga félagslega uppbyggingu. ↩︎
  3. Þjóðir voru sýndar sem kvenpersónur. Kvenformið sem valið var til að persónugera þjóðina stóð ekki fyrir neina ákveðna konu í raunveruleikanum heldur var reynt að gefa óhlutbundna hugmynd um þjóð á áþreifanlegan hátt, það er að segja að kvenpersónan varð myndlíking þjóðarinnar. ↩︎

Heimild: Moscow Kremlin Museums: – CARRIAGE. FRANCE, EARLY 18TH C.

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Vagn Alexey sonar Péturs I #5Vagn Alexey sonar Péturs I #5

0 Comments

Sumar og skemmtivagn keisarasonarins!

Samkvæmt nýlegum rannsóknum var sumar-„skemmtunar“ tveggja sæta vagninn smíðaður í Prikaz-verkstæði hesthúsanna á árunum 1690-1692 fyrir tveggja ára gamlan Alexey Tsarevich, son Péturs I.

Slíkir vagnar voru kallaðir „skemmtivagnar“ og þeir voru notaðir í leikjum og skemmtunum barna en ekki fyrir opinberar athafnir.

17. aldar vagnar eru sjaldgæfir í söfnum heimsins, aðeins fáir hafa varðveist. Þetta pínulitla farartæki gefur okkur hugmynd um lögun, innréttingu og smíði vagna á þessu tímabili.

Yfirbygging tveggja sæta vagnsins, sem er bólstruð með fölbláu leðri, er slétt og mjókkar niður á við og hefur glæsilega öldulaga sveigju í neðri hlutanum.

Þessi litli búnaður hefur áhugaverðar tækninýjungar, svo sem kranaháls og beygjusnúning á milli framhliðanna.

Kremlmeistararnir innleiddu þessa bættu beygjuaðferð þegar á seinni hluta 17. aldar.

Nokkrar aðferðir eru notaðar við skreytingar, þar á meðal litlar koparnar með upphleyptum hringlaga hausum sem eru í nákvæmri línu, í kringum glugga og á hurðir.

Gljásteinnum er haldið á sínum stað í gluggunum með mjóum ræmum úr tini og skreyttum litlum nöglum með flötum hausum.

Áklæðið er gyllt, upphleypt með skýrum línum. Grafíkin er mynduð af laufum í óvenju glæsilegu mynstri sem inniheldur framandi fugla, smádýr og fígúrur af cerúbum. Leðrið er fest með koparnöglum með upphleyptum hringlaga hausum sem gegna hlutverki í innréttingunni.

Þetta ríkulega gyllta mynstur myndar andstæðu við mildan pastellit leðursins og dýpkar áhrif skreytingarinnar í heild ásamt því að gefa honum glæsileika. Leðursamsetningin er fallega útfærð og sýnir hversu góð tök eru á krefjandi „uppröðun“ barokkskrautsins og sýnir að leðuráklæði af þessu tagi, en framleiðsla þess var nýhafin í Kreml í Moskvu, var þegar í háum gæðaflokki.


Heimild: Moscow Kremlin Museums: – SUMMER ‘AMUSEMENT’ CARRIAGE

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Hestasleði barna Ivan keisara #4#8Hestasleði barna Ivan keisara #4#8

0 Comments

Vagnsleði keisaradómsins!

Elstu og útbreiddustu rússnesku farartækin voru sleðar. Allt fram undir lok 17. aldar var algengt að nota sleða í bæjum jafnvel á sumrin.

Í þá daga töldu Rússar að ferðast á sleða væri viskulegra en á hjólum.

Notkun sleða á sumrin voru forréttindi meðlima royalfjölskyldunnar, æðstu kirkjunnar og aðalsmanna í sínu nánasta fylgdarliði.

Vagnsleði þessarar greinar tilheyrði börnum keisarans Ivan Alexeevich. Keypt af Armory Chamber árið 1834 (?) frá Moscow-vagnageymslunni.

Hesthúsaskjöl Prikaz benda á mikla fjölbreytni sleða af rússneskri og erlendri gerð í Kreml Vagnageymslunni á 16. og 17. öld.

Þar voru sérstakir sleðar til gönguferða, hvíldar, herferða, skemmtana og jarðarfara.

Í formi þeirra minntu sleðar á rússneska miðaldabáta með bogadregnum útlínum að framan og aftan.

Sleðavagninn (skemmtarinn) var notaður á veturna í meiri vegalengdir. Þetta var eins og lítið herbergi með pínulitlum gluggum og frekar breiðum hurðum hlutfallslega.

Frumgerð þess var yfirbyggð farartæki (povozka) snemma á miðöldum.

Keisarinn og fjölskylda hans ferðuðust í „heitum“ povozka1, bólstruðum að innan með sable2.

Fylkingin samanstóð af langri lest. „Kross“ povozka innihélt tákn; „sængurföt“ povozka koffortin með rúmfötum keisarans, og „birgðir“ povozka innihélt föt og nærföt keisarans.

Vetrarskemmtarasleðinn var smíðaður af handverksmönnunum í Kreml-smíðaverkstæðinu í Moskvu á árunum 1689-1692. Það er ekkert annað safn í heiminum með vagna eins og þennan í safni sínu.

Sleðinn var kallaður „skemmtarinn“ vegna þess að hann var notaður í leiki og skemmtanir Ekaterinu, ungrar dóttur keisarans Ivan Alexeyevich, bróður og meðstjórnanda Péturs I.

Lokuð tveggja sæta yfirbygging sleðavagnsins er sett á rauðmálaða sleðameiða.

Yfirbyggingin heldur enn sínu hefðbundna miðaldaformi.

Hann hefur formfasta, nákvæma skuggamynd og ferhyrndar útlínur, en það eru líka barokkeinkenni í innréttingunum.

Þrátt fyrir skemmtilega notkunarmöguleika og smæð vagnsins gefur hann hugmynd um hvernig hátíðarvetrarbúningur 17. aldar leit út.

Hliðar og framhlið á lokaðri yfirbyggingunni eru með gljágluggum með þunnum tin-ræmum, gullhúðuðum koparstjörnum og tvíhöfða erni; áklæðið innan í sleðanum er úr austrænu skarlat taffeta3 frá 17. öld og hliðar yfirbyggingarinnar eru bólstraðar með upphleyptu rauðu leðri með koparnöglum.

Upphleypt lágmyndamynstur er í gluggarúðunum (Gljásteinsskífunum) af laufmyndum, myndum af tignarlegum cerubum4, framandi dýrum og fuglum er góð andstæða rauðum bakgrunni.

Þak vagnsins er klætt svörtu leðri.

Þar til nýlega var talið að leðrið sem notað var á sleðavagninn hefði komið frá Spáni á 17. öld.

Hins vegar sýndu síðari rannsóknir að leðrið í áklæðinu var framleitt af Moskvu Kreml-meisturum.

  1. ,,Povozka” Sennilegasta niðurstaðan: ↩︎
  2. Feldir af þessu dýri.,,Sabe“ ↩︎
  3. ↩︎
  4. Cerub ↩︎

Heimild: Moscow Kremlin Museums: – ‘AMUSEMENT’ WINTER SLEDGE-COACH

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Hestvagn Boris Godunov keisara #2Hestvagn Boris Godunov keisara #2

0 Comments

Kolymaga eða stór vagn!

Portrett af Boris Godunov keisara. Listamaðurinn óþekktur, á 18. öld. Olía á striga.

Keypt af Armory árið 1840 frá Imperial Arras. Það er hálfportrett af keisaranum Boris Godunov sett í sporöskjulaga umgjörð.

Keisarinn er sýndur í kórónu og bleikum möttli og fylltum marðarfeldi. Undir myndinni er áletrun í rókkókkóstíl: „Boris Godunov“, með titli hans og lýsingu á morði Tsarevich Dimitry.


Opinn langferðavagn af enskum uppruna seint á 16. öld er elsti útbúnaður Armory Chamber og sá eini af slíkri gerð sem lifði af í heiminum.

Vísindamennirnir eru sammála um að þessi forni vagn með búnaði sé eitt af meistaraverkum menningarheimsins.

Stór, næstum ferhyrnd yfirbygging hans er hengd upp á leðurbelti og lokaður með gluggatjöldum.

Hann er samt ekki með beygjusnúningi, kranaháls, fjöðrum, sæti fyrir kúskinn og fótabretti.

Vagninn er skreyttur með útskurði og málun, sum smáatriði eru gerð sem útskorinn skúlptúr.

Listrænt tilheyrir hann seinni endurreisnartímanum.

Máluð í rauðgrænu litasviði sýna fjölmynda listaverkin með háum lágmyndum veiðimyndir og bardaga milli kristinna og múslíma.

Þeir ná yfir neðri hluta vagnsins: hlið hans, bakhlið og framhlið. Útskornu sögurnar endurspegla flókin samskipti Evrópulanda og Tyrklands.

Fyrsta röð yfirbyggingarinnar er skreytt með máluðu landslagi af görðum og byggingum, önnur röð – með veiðisenum.

Hæfileiki meistarans kemur fram í vali á fíngerðu litasviði sem byggir á blöndu af blíðum fölbláum, bleikum og þéttum grænum blómum.

Málverkið er líklega gert af óþekktum ítölskum listamanni seint á 16. öld.

Að innan er keisaravagninn klædd rauðu og gulu, ítölsku mynstruðu flaueli frá seinni hluta 17. aldar. Djúpur, mjúkur hægindastóll á afturhlið yfirbyggingarinnar og breiður bekkur eru bólstraðir með ítölsku flaueli frá 17. öld með ríkjandi ljósbláum tón í skraut.

Fram- og afturhluti undirvagnsins er skreyttur með gylltum lágmyndum og skúlptúrum í formi allegórískra fígúra sem eru áberandi fyrir eligant verk og glæsilegt mynstur blómaskrautsins.

Báðir hlutar undirvagnsins eru með gylltum járnskreytingum. Hjólabúnaðurinn er þakinn með gylltum útskurði sem er frábrugðið öðrum skrauthlutum.

Þetta má skýra með yngri dagsetningu þeirrar smíða – seinni hluta 17. aldar.

Það eru skiptar skoðanir um uppruna langferðavagnsins.

Enskur uppruni þess er án efa staðfestur af fjölmörgum skjölum úr skjalasafni Armory Chamber.

Það er flóknara að skilgreina smíðatímann. Sumir vísindamenn rekja smíðatímann til seint á 16. öld (A.F. Weltman, A.F. Malinovsky, P.I. Savvaitov), aðrir rekja smíðatímann aftur til 1620 (G. Kraisel). Það er líka útgáfa af því að vagninn hafi verið fluttur til Rússlands meðal diplómatískra gjafa aðeins eftir að vinsamlegri samskipti við England höfðu verið tekin upp aftur ekki fyrr en seint á fyrsta fjórðungi 17. aldar.

Smíðatæknileg og listræn fótspor útbúnaðarins tala vel fyrir 16. öldina. Að auki voru samskipti Englands og Rússlands vinsamlegri undir stjórn Boris Godunov frekar en Mikhail Romanov. Tvær gylltar lágmyndir með rússneska skjaldarmerkinu á tímum Godunovs á grind undirvagnsins sanna fyrri uppruna útbúnaðarins.

Tölur á skjaldarmerkinu eru gerðar samkvæmt vestur-evrópskri hefð sem gefur til kynna að vagninn hafi verið ætlaður til útflutnings. Sennilega var það gert sérstaklega sem gjöf fyrir Rússland, mikilvægan viðskiptafélaga. Meðal gjafa sem Sir Thomas Smith kom með árið 1604, frá James I. konungi og Anne Englandsdrottningu, var útbúnaður klæddur flaueli. Það má auðkenna sem vagn frá Armory Chamber. Sterk áberandi táknræn einkenni gjafarinnar sannar að henni var ætlað að vera diplómatísk gjöf.

Í 17. aldar úttekt frá Stables Treasury segir að vagninn hafi verið endursmíðaður í Moskvu til að taka á móti pólsku sendiráðsfólki 1678.

Samkvæmt skjalasafninu hafði vagninn verið notaður til loka 17. aldar af keisarunum Mikhail Fyodorovich og Alexey Mikhailovich.

„Kolymaga“ er orð af tyrkneskum uppruna, sem þýðir „stór vagn“.

Til að keyra þennan búnað þarf kúskurinn að hafa gengið fram hjá honum eða riðið bestu hestunum. Mikið pláss þurfti til að snúa kolymaga við og lyfta átti afturhjólunum með handafli.

Af þessum ástæðum tók ferðin of langan tíma.


Heimild: Moscow Kremlin Museums: – TWO-SEATER COACH (*KOLYMAGA)

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Hestvagn Katrínar miklu #1Hestvagn Katrínar miklu #1

0 Comments

Katrín II

Fræg fyrir „ást“ sína á hestum.

Auðvitað er hún fræg fyrir ýmislegt annað líka, en það er aðallega hestaástin sem fólk hefur áhuga á.

Þetta er ljúffengt hneyksli, náttúrulega hefur fólk áhuga á því.

Heimild: Catherine the Great, Horse Girl – An Equestrian Life

Meistaraverk í vagnasmíði, tók þátt í krýningargöngu Katrínar II árið 1762 og síðar í mörgum ríkisathöfnum við rússneska keisaradóminn.

Elsti vagninn í safninu okkar, barokkvagn Katrínar II keisaraynju frá miðri átjándu öld, snýr aftur á sýningu okkar á keisaradómsvögnum eftir þriggja ára gagngera endurnýjunar í nokkrum þrepum.

Hinn glæsilegi 6 х 2,4 х 2,6 m vagn er uppgerður til upprunalegs glæsileika þökk sé sérfræðiþekkingu Phenomenon-endurreisnar- og rannsóknarsamtakanna og fjárhagsaðstoð frá rússneska menningarmálaráðuneytinu.

Svo umfangsmikil endurgerð er gerð á þessum vagni í fyrsta skipti í meira en hundrað ár.

Fjögurra sæta vagnsframleiðandinn Johann Konrad Bukendahl er úr viði, málmi, bronsi, gleri, leðri, flaueli, silki og ull, með tækni eins og útskurði, steypu, smíði, upphleyptu og gyllingu.

Nýlegt kerfi úr stálfjöðrum, búið til af Bukendahl, veitti þessum stórkostlega stóra vagni af Berlínargerð mjög mjúka fjöðrun, sem gerir hreyfingu hans „jafn mjúka og rólega og kláfflugur“.

Vagninn var geymdur í Court Stable Office-byggingunni í Sankti Pétursborg síðan 1860 og var falinn í State Hermitage í seinni heimsstyrjöldinni.

Safnið var fyrst sýnt í Cameron Gallery of Tsarskoe Selo árið 1971 og hefur síðan verið hluti af Duty Stable-sýningunni síðan 1990.

Tsarskoe Selo-safnið af vögnum státar af átta farartækjum frá tíma Katrínar, þar á meðal tíu sæta sleða, tíu sæta phaeton og barnavagni

Hér hafa keisaralegir fætur stigið á flauelið gegnum aldirnar!

Hér gefur að líta tannhjólin sem gegna hlutverki strekkingar á fjöðruninni þegar þörf er á.

Þægindi farþega voru einnig auðveld með mjúkum bólstruðum sætum, með góðu og stuðningsríku baki og armhvílum, fjaðurpúðum, gormgardínum og armpúðum.

Hægra megin neðan við miðju má sjá hluta fjöðrunarinnar sem þótti nýstárleg 1762.

Heimild: https://tzar.ru/en/news/

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Póstvagn í Nipton og Searchlight #3Póstvagn í Nipton og Searchlight #3

0 Comments

Nevada draugabæir og sögustaðir „Searchlight’s Early Roads“:

Saga flutninga og sýslnasamgangna Snemma á 19. öldinni voru ferðalög og vöruflutningar í Mojave-eyðimörkinni hrikalegir en samt nauðsynlegir til að tengja saman gróna bæi eins og Searchlight og Nipton.

Searchlight Stage and Freight Line, stofnað árið 1904, varð hraðari líflína fyrir íbúa og fyrirtæki. Þjónusta þess til Nipton hófst árið 1905, þó að leiðin væri langt frá því að vera auðveld. Upphafleg samkeppni fyrirtækisins við Perew-reksturinn um Barnwell-leiðina sá sinn hlut af áskorunum.

þar á meðal ökutæki með háa miðju á grýttum vegum í fyrstu ferð sinni.

Þrátt fyrir þetta dafnaði Barnwell-leiðin vegna rótgróinna viðskipta og innviða, á meðan Nipton-vegurinn náði gripi síðar með opnun San Pedro, Los Angeles og Salt Lake-járnbrautarinnar árið 1904.

Í mars sama ár státuðu auglýsingar af reglulegum ferðum til Barnwell, Eldorado Canyon og víðar. Fraktlínan tengdi ekki bara bæi – hún varð þráður í stærri samgöngum á milli Los Angeles og Salt Lake City og breytti einangruðum eyðimerkursamfélögum í virka miðstöð verslunar og tenginga.


Heimild: Nevada Ghost Towns and Historic Sites’s Post Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is


Saga listar í vagnasmíði 2 kafli bls. 3Saga listar í vagnasmíði 2 kafli bls. 3

0 Comments

Næsta skref, hins vegar, í framförum langferðavagnasmíði væri að nota betri yfirbyggingu en aðeins vagn. Þannig var það með hestaburðarrúm.

Mynd 9. Burðarrúm fyrir hesta.

Þau voru löng og mjó — nógu löng til að maður gæti hallað sér í þeim — og ekki breiðari en breidd hestanna milli stanganna sem voru settar hver sínu megin við hestana. Stangirnar voru um 1.21,92 til 1.52,4 metra langar og tveggja til 0,76,2 metrar að ystu breidd, með lágum hliðum og hærri endum. Inngangurinn var í miðjunni, beggja enda, hurðirnar mynduðust stundum með rennispjaldi og stundum einfaldlega með þverslá. Uppstingin voru úr leðri eða járnlykkjum, þær síðarnefndu voru á hjörum til að snúa upp þegar burðarrúmið var sett á jörðina.

Efri hlutinn var myndaður með nokkrum breiðum trébogum, sem voru sameinaðir að ofan í fjórum eða fimm rimlum, og yfir allt var settur tjaldhiminn sem opnaðist í miðjunni, á hliðum og endum, fyrir loft og ljós. Fyrstu skemmtivagnayfirbyggingarnar voru gerðar á svipaðan hátt og burðarrúmin, en frekar lengri og breiðari, með svipuðum hurðum og/eða útgöngum. Þessar yfirbyggingar þróuðust smám saman meira skreyttar með útskurði og trébogarnir skiptust út fyrir stólpa eða lóðréttar stangir, en endar þeirra voru skreyttir málmrósettum eða útskornum dýrahausum og gyllingum. Ég hef ekki fundið neina ákveðna dagsetningu þegar þessar yfirbyggingar voru fyrst hengdar upp á spelkur eða leðurbönd/ólar.

Upphenging hengirúms við burðarstólpa vagns og burðarrúms úr aktygjum hestanna myndi hins vegar benda til þess að þessar endurbættu yfirbyggingar séu hengdar út frá svipuðum burðarstólpum. Ég hef séð á mjög fornu olíumálverki, í Nürnberg, tvo vagna eins og ég hef lýst, með útskornum og gylltum lóðréttum burðarpóstum bæði fyrir framan og aftan yfirbygginguna; efri hluti yfirbygginganna er með útskornum ferningum á miðjum hliðum sem eru gerðir fyrir tilfærslu yfir toppinn, og ökumaðurinn situr fyrir utan vagninn á milli burðarpóstanna/súlanna.

Mynd 10. Giftingarvagn hertogans af Saxony.

Við höfum hins vegar í Coburg, höfuðborg Saxe-Coburg (seinna Edinburgh, Englandi), varðveitt nokkur forn farartæki, sem eru með þeim elstu í Evrópu. Eitt þeirra var smíðað í tilefni brúðkaups kjörforsetans af Saxlandi, John Cassimír hertoga, árið 1584, og Önnu af Saxlandi. Hann er með leðurböndum/borðum/breltum og háum hjólum, sem mæla 1.42,44 metra og afturhjólin 1.52,04 metrar á hæð; fjarlægðin frá miðju til miðju öxlanna er 3,19,32 metrar. Útskornu burðarpóstar/súlur, sem yfirbyggingin hangir í af leðurólunum/beltunum/borðunum, eru greinilega þróaðir út frá almennum stöðlum vagna. Yfirbyggingin er 1,93,04 metra löng, en aðeins 0,91,44 metrar á breidd. Uppstigin eru nú horfin. Hjólin eru með viði en yfir samskeyti hjólbarðans/félaganna eru litlar járnplötur um 25,4 sentimetra langar.

Teikning sögð af Walter Rippon vagni Maríu 1555

Þessi langferðavagn er ekki sá eini. Það er annar, aðeins lengri og stærri, smíðaður fyrir annað hjónaband hertogans, árið 1599, með frú Margaret. Það er líka minni vagn smíðaður fyrir hertogann John Frederick, strax árið 1527, fyrir hjónaband hans og Sybilla frá Cleves. Þessi litli langferðavagn var sýndur í ár (1876) á listasýningunni í München; upprunalegu járnuppstygin eru enn á vagninum.

Það eru líka tvær litlar langferðavagnayfirbyggingar, sem hægt er að sjá í Verona (1877) og eru sýndar í Palace Sarego Allighieri, með frásögn um að þau hafi verið notuð af skáldinu Dante. segir sagan.

Mynd 11. Vagn Dante. Segir sagan.

Gozzadini greifi skrifar um forna vagna og vegna skjaldarmerkjaskjaldar sem enn er á einum vagninum hafi hann fundið út að smíða árið 1549, fyrir hjónaband Ginevra, síðasta af kynþætti Dante Allighieri, við greifann Marc Antonio frá Sarego. Þessi langferðavagn, eins og sést á mynd 11, er fallega lagaður og skreyttur. Báðir eru aðeins beinagrindaryfirbyggingar og þurfti að hylja til að forðast sól eða rigningu, með leðri, klút og silkigardínum. Það eru forvitnileg lög sem Gozzadini greifi vitnar í, sem sett voru á sextándu öld í ýmsum borgum á Ítalíu, gegn óhóflegri notkun silkis, flauels, útsaums og gyllinga í yfirklæði vagna og aukahluti hesta. Árið 1564 hvatti Píus IV. kardínála og biskupa til að nota ekki vagna, eftir tísku hvers tíma, heldur láta konur slíkt eftir og nota sjálfar á hesta. Júlíus hertogi af Brúnsvík gaf út tilskipun árið 1588 um að þegnar hans ættu að hætta að reiða sig á vagna og snúa aftur til hins gagnlega aga að fara um á hestum.

Notkun vagna í Þýskalandi á sextándu öld var ekki minni en á Ítalíu; verslunarstraumurinn, einkum frá austri, hafði lengi streymt inn í þessi tvö lönd í átt til Hollands og auðgað allar borgir í framgangi þess, og hinir ríku kaupmenn byggðu fín hús og kirkjur og ráðhús og myndu fá sitt. Vagnar voru myndarlega skreyttir sem og húsin þeirra. Macpherson segir í verslunarsögu sinni að Antwerpen hafi átt fimm hundruð vagna árið 1560, á tímum Elísabetar drottningar. Frakkland og England virðast hafa verið á eftir öðrum Evrópu á þessu tímabili.

Skemmtilegt Podcast um ferðalög á Englandi og Evrópu fimmtándu og sextándu aldar

This image has an empty alt attribute; its file name is Vagn-Elisabetar-Englandsdrottningar.jpg
Mynd 12. Smíðaður 1549. Elísabet drottning fékk hann 1560.

Fyrsti langferðavagninn var smíðaður á Englandi 1555 fyrir jarl af Rutland, af Walter Rippon, sem einnig gerði langferðavagn 1556 fyrir Maríu drottningu, og 1564, langferðavagn fyrir ríki Elísabetar drottningar; árið 1580 færði jarl af Arundel langferðavagn frá Þýskalandi. Elísabet drottning vildi hins vegar frekar nota vagn mynd 12 sem William Boonen færði henni frá Hollandi árið 1560 og gerði hann að vagnstjóra sínum.

Vagnasafn Elísabetar 1

PDF skjal

Eiginkona þessa, William Boonen, flutti frá Hollandi listina að stauja föt og var skipuð til að útbúa hina frægu hálskraga drottningar, sem á myndum af henni príða háls hennar. Taylor, sem var kallaður vatnskáldið, segir að Parr gamli hafi gefið honum þessar upplýsingar árið 1605 og bætir við að síðan hafi „langferðavögnum fjölgað með þeirri ógæfu að þurrka út iðn vatnamanna vegna þess að Hackney-vögnum hefur fjölgað meira en nokkru sinni fyrr.” Annar rithöfundur kvartar yfir því að „nú er tekin upp notkun þessara vagna sem fluttir eru frá Þýskalandi, sem hástéttardömur hafi látið smíða fyrir sig til að rúnta um sýslurnar upp og niður við mikla aðdáun allra áhorfenda, og smátt og smátt óx notkun meðal aðalsmanna ásamt öðrum gæðum, svo innan tuttugu ára óx mikil iðn vagnasmíði í Englandi. Birtist í forvitnilegu smáriti eða bæklingi.



Fundur 3.070 ára vagna og hesta frá Zhou-ættveldinuFundur 3.070 ára vagna og hesta frá Zhou-ættveldinu

0 Comments

Til er saga um orustu af Muye árið 1046 f.Kr., á milli 50.000 hermanna fornu kínversku Zhou-ættarinnar og 700.000 frá Shang-ættinni. Sagan segir að Shang-hermennirnir hafi verið svo óánægðir með leiðtoga sína að margir hlýddu og börðust en aðrir yfirgáfu Zhou, sem vann orrustuna og sannaði styrk þeirra í norðurhluta Kína.



Fornleifar frá Zhou-ættveldinu sem var langlífasta ætt Kína. Vandaður vagn var losaður úr gröf sinni, skreyttur með dreka, koparbjöllum og jaðri, vagn af konunglegum gæðum. Leifar af tveimur hestum með bronshjálma ásamt leirmunum og steináhöldum. Hver veit nema hermaðurinn, sem var þar, hafi tekið þátt í orrustunni um Muye? Hvort sem hann gerði það eða ekki, var hann greinilega sérstaklega heiðraður af fólki sínu eins og sést af auðlegð grafargripanna.



Mikilvægasta uppgötvunin í þessum uppgreftri var K1-vagninn og hestagryfjan. Gryfjan er rétthyrnd skaftgryfja, 7,1 m löng frá austri til vesturs, 3 m á breidd frá norðri til suðurs og 2,7 m djúp, með veggjum sem eru næstum bein. … Í gryfjunni voru tveir vagnar og bein tveggja hesta hvers vagns. Vagnarnir tveir snéru endum saman, með höfuð hestanna beint í austur. Vagn númer eitt … er hágæða með fallegum skreytingum. Vagninn og hestarnir tveir eru í tiltölulega góðu ástandi. Yfirbygging vagnsins er þakin rauðbrúnu lakki, með íhlutum eins og trébita undir vagninum og hliðarplankarnir skreyttir með rauðlakkaðri afmyndaðri drekahönnun. Krosstré á dráttarskaftinu eru skreytt með klingjandi bronsbjöllum. Bæði nöf öxulsins eru skreyttar með bronshettum. Framan á vagninum og á hvorri hlið yfirbyggingarinnar eru næstum ferköntuð jaðarstykki. Fyrir utan mikið af skreytingum á andlitum hestanna, ásamt mörgum leður- eða línhestakviðbúnaði skreyttum með bronsi, voru líka tveir bronshjálmar á höfði þeirra.“

Fornleifafræðingar fundu mörg ummerki um daglegt líf í grafreitnum, þar á meðal leirmuni, steináhöld, matreiðslupott og öskuholur. „Þetta sýnir að á þessu grafarsvæði var samtímabúseta. Að grafreiturinn og búsetusvæðið hafi annaðhvort verið á sama stað eða í nálægð hvort við annað er kannski afleiðing þess að íbúar hafa aðlagast hásléttunni í langan tíma.“ Greinin hjá Archaeology News Network gaf ekki til kynna hvaða ár grafreiturinn var virkur nema til að segja að hann væri af Zhou-ættveldistímabilinu.



Eftir orrustuna af Muye framdi konungur Shang-fólksins sjálfsmorð með því að loka sig inni í höll og brenna hana umhverfis sig. Leiðtogar Zhou-ættarinnar, sem stóð frá 1046 f.Kr. til 256 f.Kr., réttlættu landvinninga sína með því að segja að Shang hefði brotið gegn umboði himnaríkis eða brotið af sér með þeim guðum sem ráðandi voru. Alfræðiorðabókin Ancient History á netinu segir að hvert síðari kínverska ættarveldi sem tæki við af gömlu myndi réttlæta nýjar reglur með sömu skýringum.



Sumir af mikilvægustu persónum Kína til forna lifðu undir síðari hluta Zhou-ættarinnar, sem var talið tímabil listrænnar og vitsmunalegrar uppljómunar. „Margar af hugmyndunum sem þróaðar voru af persónum eins og Laozi eða Lao-Tsu, Confucius, Mencius og Mozi, sem allir bjuggu á Austur-Zhou tímabilinu, myndu móta eðli kínversks samfélags til dagsins í dag,“ segir í alfræðiorðabókinni.



Málverk sem sýnir fæðingu fornkínverska heimspekingsins Laozi, sem sagði: „Sá sem þjónar höfðingja manna í sátt við Tao mun ekki leggja heimsveldið undir sig með vopnavaldi. Slík hugsjón er vön að hafa hefnd í lestinni.“ (Málverk eftir Nyo/ Wikimedia Commons)

Heimild: https://waydaily.com/

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Pæton skemmtivagninn #39Pæton skemmtivagninn #39

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Lækna Pæton #38Lækna Pæton #38

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Bónus topp vagninn #32Bónus topp vagninn #32

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Reyrhliða vagninn #19Reyrhliða vagninn #19

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Waggon frá Kent #1Waggon frá Kent #1

0 Comments

Waggon´s í Bretlandi svipar saman

Vagnana (Waggons) frá Kent má kannski setja í flokka í einfalda, en einfalt hefur sinn sjarma. Þeir voru vel hannaðir með tilliti til notkunargildis og burðarstyrks ásamt endingu í þeim þungu og erfiðu verkefnum sem þeim var ætlað að leysa af hendi.

Yfir allt Bretland var smá mismunur í smáatriðum en gróflega séð var samt föst hefð fyrir hönnuninni. Vagnarnir voru byggðir í mörgum stærðum til að bera frá 30 cwt á 2 tommu hjólum til allt að 5 tonna á 4 1/2 tommu hjólum og þeim stærstu var ætlað að vera dregnir af fjórum hestum fullhlaðnir korni.

Þrátt fyrir að vagnasmiðirnir gerðu ráð fyrir tveimur dráttarsköftum var yfirleitt bara eitt notað tengt við fremri undirvagninn með pinna (splitti).

Hin miðlungsdjúpa yfirbygging/skúffa/miðlungsdjúpi pallur nýttist illa vegna þverbitanna þriggja sem voru lagðir (tappaðir) í hliðarnar. Út frá almennri venju hækkaði efri hluti skjólborðanna fram og aftur í svo að segja beina línu; í flestum vögnum er þetta mjúkur bogi.

Efri mörk skjólborðanna voru ákvörðuð af uppistöðum þeirra og járnramma sem var í laginu eins og N og veitti aukinn stuðning sem var nauðsynlegur. Undantekningalaust voru allir vagnar með eina uppistöðu úr viði í hverju bili á milli járnramma og járnstyrkingar.

Viðaruppistaða fyrir miðju var aldrei hluti af stöðlum/hefðum nema í blönduðum (hybrid) vögnum en spjaldborðin (panel) voru látin halda sér í sömu stöðu að framan.

Skjólborðin voru með 10 – 12 viðaruppistöðum, flötum á hvorri hlið og 3 – 4 að framan. Enginn vagn frá Kent var með lokuðum palli/skúffu að aftan en þó var þverbiti þar aftan á festur með pinnum/dílum úr tré á skjólborðsendunum.

Undir aftasta bitanum var komið fyrir kaðalrúllu svo hægt væri að kasta kaðli yfir og herða vel að með aðstoð hennar.

Allir vagnar voru byggðir með skjólborð sem viðarborðin voru klædd með. Á fulllestuðum vagni var hlassið skorðað með lóðréttum póstum sem komið var fyrir í járnrömmum í hornunum. Til þægindaauka var vagnkassi venjulega settur á fram-borðið en stundum nálægt, rétt fyrir miðju samkvæmt stöðlum.

Allir vagnar höfðu 12 pílára í framhjólum og 14 í afturhjólum. Á meðan meirihluti vagnanna var með fjögurra tommu hjólabreidd, voru næstum jafn margir með 3½ tommu hjól.

Höfundur þessarar bókar hefur engar heimildir um 90 vagna sem skráðir voru hvort væru með breiðari eða mjórri gerð hjóla. Flestir þeirra voru með öxla sem smurðir voru með dýrafitu en Pope of Chiddingstone smíðaði vagna sem smurðir voru með olíu en ekki dýrafitu.

Þeir öxulendar voru stimplaðir með nafni hans. Fáir, mjög gamlir vagnar voru skrásettir með viðaröxum. Sem dæmi um blendinga má nefna að W. J. Tedham frá Bodiam í Sussex smíðaði vagna sína í samræmi við hönnunina frá Kent, án hefðbundinna staðla.

Þar fyrir utan voru vagnarnir frá Kent og Sussex venjulega málaðir með lit sem einhvers staðar var á milli þess að vera rjómalitaður og gulur eða brúnn, eða út í rauðan, en í raun var liturinn í 25% skráninga sá sami blái og á Sussex-vögnunum.

Allir vagnar voru með rústrauða undirvagna eða örlítið ljósari lit. Öll samskeyti í málningu skorti, bæði á yfirbyggingu og undirvögnum.

Varla var þekkt að á efsta borði væri að finna vörumerkið Heathfield en Ashford gerðu á því undantekningu þegar þeir smíðuðu vagn fyrir J. Henley á Pattenden-býlinu í Goudhurst.

Vagnarnir frá Kent báru aldrei nafn eiganda sinna á svörtu plötunni eins og í flestum öðrum löndum, en allar upplýsingar var að finna á Sans-Serif leturfæti í samfelldri línu á miðjubita eða jafnvel efst á skjólborði.


Þýðandi og skrásetning Friðrik Kjartansson

Heimild: The Farm Waggons of England and Wales, bls. 24 og 25. Útg. John Baker. London.

Yfirlestur: malfridur.is

Brougham á safni lýst #2Brougham á safni lýst #2

0 Comments

 

Hefðbundinn einfaldur Brougham að mestu leyti, með hyrnu (skáhorni) [franska aðferðin].

Ferhyrnt svartlituð ljósker með ávölum hornum. Brougham-ljósker. Ljóskerin eru úr Brassi (kopar); á þeim eru (loftræsting) skorsteinar en eru skrúfaðir fastir á vagninn (á framhornin, súlurnar) hefðbundnar sérstakar vagnaskrúfur.

Kertahaldarahlífarnar eru týndar (vísað til vagnsins á The Carriage Foundation mynd efst á síðunni „Söguágrip Brougham”) og það eru göt á botninum, líklega til að tengja inn rafmagnsvíra. Þessi Brougham (vísað er til vagnsins á The Hálfmána-fjöður. Carriage Foundation mynd efst á síðunni „Söguágrip Brougham”) er byggður á ,,hálfmána” fjöðrun framan og aftan. Þessi Brougham er með opið farangursrými.

Bremsurnar eru viðarblokkir sem passa vel við hjólbogann og bremsuhaldfangið er kopar (brass) slegið. Litaskemað er þannig að þakið, efri panel bodysins, lægri panel og hjólin og undirvagninn eru í bláu með rauðum röndum (lining).

Stíllinn á málningarverkinu sýnir að þessi vagn (vísað til vagnsins á The Carriage Foundation mynd efst á síðunni „söguágrip Brougham“) var síðast málaður af málara sem þekkti meira til verslunarfarartækja en farþegavagna. Hins vegar eru rauðu rendurnar á venjubundnum stöðum á listum og skrautlistum. Blátt ullarklæði er nýlegt á einu sætinu. Kúsk (ökumanns) sætið er dökkblátt með leðurklæði aftan á bakinu, brúnirnar eru dökkbláum breiðum blúndum beggja megin.

Á fótstiginu er ný gúmmímotta. Inni í vagninum (vísað til vagnsins á The Carriage Foundation mynd efst á síðunni „söguágrip Brougham“)

er hann bólstraður með djúphnöppuðu svörtu morocco-leðri.

Samsvarandi ljóst þykkbólstrað í efri hluta hússins í vagninum. Það eru svartir morocco-vasars á báðum hurðunum, festir aðeins að ofan. Á framvegg farþegarýmisins er bólstrað með dökkbláu ofnu ullartweed.

Það er fótahvíla á bak við bogið borð með hillu fyrir ofan í leggjahæð barns, hvílandi á litlu hjarahengdu sæti sem er fest á fremri hlið sætisborðsins.

Hæla- og fótahvílan upp að hillunni er klædd með teppi. Það lítur út fyrir að teppið hafi slitnað á hurðasillunni, sem er núna klætt með leðri. Á gólfinu er ný riffluð gúmmímotta (en hefur upphaflega verið klædd með orginal teppi). Breiðu blúndurnar eru af þremur mismunandi hönnunum. Tvöfaldar lykkjur til handfestu þegar stigið er inn og út og breiður blúndurammi á hurðunum með grísku lyklamynstri og þríhyrningamynstri á brúnum.

Gluggastrengirnir eru með svipuðu munstri en með bylgjumunstri á brúnunum. Ytri gluggastrengurinn á framglugganum er með tvöföldu sik-sak lagi. Innri gluggastrengurinn er horfinn. Smágerðari blúndur passa við breiðu línurnar og dökkbláu ,, taffeta” fjaðradýnurnar sem eru sniðnar fyrir hvern einasta glugga. Það er öskubakki og upphengja fyrir regnhlíf á framveggnum í farþegarýminu.

Áritanir á vagninum: Á öxulhettunum er áletrunin: BAKER & Co CHANDOS ST


Heimildir ásamt myndum fengnar hjá: www.thecarriagefoundation.org.uk

Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is