Tag: lang

Pæton Irvings garðsins #20Pæton Irvings garðsins #20

0 Comments

Irving´s Park Pæton

Þessi glæsilega hönnun var send okkur af Bridgeport-fréttaritara okkar, Joseph Irving. Við teljum vagninn sérstaklega fínan. Hlið aftursætsins er mynduð úr reyrverki. Fram- og afturstuðningsjárnin standa á glæsilegu fimmta hjóls braketi að framan og á fallegu grunnskrauti að aftan.

Aftari panilinn er með laufútskurð sem endurtekur sig á barnasætinu á minna fremra þilinu. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta ein besta hönnun sem við höfum hingað til myndskreytt. Framlag Sec Brown í járndeildinni.


Heimild: The Coach Makers Magazine á Internet Archive 1857.

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Viktoría lokaður langferðavagn #23Viktoría lokaður langferðavagn #23

0 Comments

 01 06 1857.

Viktoría, lokaður langferðavagn. Herra Saladee: — Ég hef nýlega fengið teikningu frá vini mínum í London. Rétta teikningu af vagninum sem smíðaður var fyrir Viktoríu Englandsdrottningu. Úr henni hef ég gert teikninguna sem ég sendi þér hér fyrir Magazínið.

Sá hluti sem táknar efsta hluta sætis, aftan, er skorinn út og festur á yfirbygginguna; svo líka pílárarnir. Teikningin mun gefa verkamanninum rétta hugmynd um smíði vagnsins. Spara mér þannig vandræðalega vinnu við að segja lesendum þínum með langri og gagnslausri útskýringu.

M. M. T.

Heimild: The Coach Makers Magazine á Internet Archive 1857.

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is