Tag: kopar

Fundur 3.070 ára vagna og hesta frá Zhou-ættveldinuFundur 3.070 ára vagna og hesta frá Zhou-ættveldinu

0 Comments

Til er saga um orustu af Muye árið 1046 f.Kr., á milli 50.000 hermanna fornu kínversku Zhou-ættarinnar og 700.000 frá Shang-ættinni. Sagan segir að Shang-hermennirnir hafi verið svo óánægðir með leiðtoga sína að margir hlýddu og börðust en aðrir yfirgáfu Zhou, sem vann orrustuna og sannaði styrk þeirra í norðurhluta Kína.



Fornleifar frá Zhou-ættveldinu sem var langlífasta ætt Kína. Vandaður vagn var losaður úr gröf sinni, skreyttur með dreka, koparbjöllum og jaðri, vagn af konunglegum gæðum. Leifar af tveimur hestum með bronshjálma ásamt leirmunum og steináhöldum. Hver veit nema hermaðurinn, sem var þar, hafi tekið þátt í orrustunni um Muye? Hvort sem hann gerði það eða ekki, var hann greinilega sérstaklega heiðraður af fólki sínu eins og sést af auðlegð grafargripanna.



Mikilvægasta uppgötvunin í þessum uppgreftri var K1-vagninn og hestagryfjan. Gryfjan er rétthyrnd skaftgryfja, 7,1 m löng frá austri til vesturs, 3 m á breidd frá norðri til suðurs og 2,7 m djúp, með veggjum sem eru næstum bein. … Í gryfjunni voru tveir vagnar og bein tveggja hesta hvers vagns. Vagnarnir tveir snéru endum saman, með höfuð hestanna beint í austur. Vagn númer eitt … er hágæða með fallegum skreytingum. Vagninn og hestarnir tveir eru í tiltölulega góðu ástandi. Yfirbygging vagnsins er þakin rauðbrúnu lakki, með íhlutum eins og trébita undir vagninum og hliðarplankarnir skreyttir með rauðlakkaðri afmyndaðri drekahönnun. Krosstré á dráttarskaftinu eru skreytt með klingjandi bronsbjöllum. Bæði nöf öxulsins eru skreyttar með bronshettum. Framan á vagninum og á hvorri hlið yfirbyggingarinnar eru næstum ferköntuð jaðarstykki. Fyrir utan mikið af skreytingum á andlitum hestanna, ásamt mörgum leður- eða línhestakviðbúnaði skreyttum með bronsi, voru líka tveir bronshjálmar á höfði þeirra.“

Fornleifafræðingar fundu mörg ummerki um daglegt líf í grafreitnum, þar á meðal leirmuni, steináhöld, matreiðslupott og öskuholur. „Þetta sýnir að á þessu grafarsvæði var samtímabúseta. Að grafreiturinn og búsetusvæðið hafi annaðhvort verið á sama stað eða í nálægð hvort við annað er kannski afleiðing þess að íbúar hafa aðlagast hásléttunni í langan tíma.“ Greinin hjá Archaeology News Network gaf ekki til kynna hvaða ár grafreiturinn var virkur nema til að segja að hann væri af Zhou-ættveldistímabilinu.



Eftir orrustuna af Muye framdi konungur Shang-fólksins sjálfsmorð með því að loka sig inni í höll og brenna hana umhverfis sig. Leiðtogar Zhou-ættarinnar, sem stóð frá 1046 f.Kr. til 256 f.Kr., réttlættu landvinninga sína með því að segja að Shang hefði brotið gegn umboði himnaríkis eða brotið af sér með þeim guðum sem ráðandi voru. Alfræðiorðabókin Ancient History á netinu segir að hvert síðari kínverska ættarveldi sem tæki við af gömlu myndi réttlæta nýjar reglur með sömu skýringum.



Sumir af mikilvægustu persónum Kína til forna lifðu undir síðari hluta Zhou-ættarinnar, sem var talið tímabil listrænnar og vitsmunalegrar uppljómunar. „Margar af hugmyndunum sem þróaðar voru af persónum eins og Laozi eða Lao-Tsu, Confucius, Mencius og Mozi, sem allir bjuggu á Austur-Zhou tímabilinu, myndu móta eðli kínversks samfélags til dagsins í dag,“ segir í alfræðiorðabókinni.



Málverk sem sýnir fæðingu fornkínverska heimspekingsins Laozi, sem sagði: „Sá sem þjónar höfðingja manna í sátt við Tao mun ekki leggja heimsveldið undir sig með vopnavaldi. Slík hugsjón er vön að hafa hefnd í lestinni.“ (Málverk eftir Nyo/ Wikimedia Commons)

Heimild: https://waydaily.com/

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Bænda vagn eða hey rekki!Bænda vagn eða hey rekki!

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!


Vagn til nota á býlinu. Smíðuð úr harðviði sem er vottaður að er hogginn á mesta vaxtar tímanum. Vagninn er með rekka sem nota má sem t.d. heygrind fyrir búfénaði þegar hún er ekki í notkun. Vagninn kemur með einkaleyfisöxlum og 4 tommu hjólum (10,16 cm á breidd). Bremsur ekki sjáanlegar. Engar fjaðrir. Hjólin eru með kopar- koppum til að smyrja og kerran er vel máluð.

Brougham á safni lýst #2Brougham á safni lýst #2

0 Comments

 

Hefðbundinn einfaldur Brougham að mestu leyti, með hyrnu (skáhorni) [franska aðferðin].

Ferhyrnt svartlituð ljósker með ávölum hornum. Brougham-ljósker. Ljóskerin eru úr Brassi (kopar); á þeim eru (loftræsting) skorsteinar en eru skrúfaðir fastir á vagninn (á framhornin, súlurnar) hefðbundnar sérstakar vagnaskrúfur.

Kertahaldarahlífarnar eru týndar (vísað til vagnsins á The Carriage Foundation mynd efst á síðunni „Söguágrip Brougham”) og það eru göt á botninum, líklega til að tengja inn rafmagnsvíra. Þessi Brougham (vísað er til vagnsins á The Hálfmána-fjöður. Carriage Foundation mynd efst á síðunni „Söguágrip Brougham”) er byggður á ,,hálfmána” fjöðrun framan og aftan. Þessi Brougham er með opið farangursrými.

Bremsurnar eru viðarblokkir sem passa vel við hjólbogann og bremsuhaldfangið er kopar (brass) slegið. Litaskemað er þannig að þakið, efri panel bodysins, lægri panel og hjólin og undirvagninn eru í bláu með rauðum röndum (lining).

Stíllinn á málningarverkinu sýnir að þessi vagn (vísað til vagnsins á The Carriage Foundation mynd efst á síðunni „söguágrip Brougham“) var síðast málaður af málara sem þekkti meira til verslunarfarartækja en farþegavagna. Hins vegar eru rauðu rendurnar á venjubundnum stöðum á listum og skrautlistum. Blátt ullarklæði er nýlegt á einu sætinu. Kúsk (ökumanns) sætið er dökkblátt með leðurklæði aftan á bakinu, brúnirnar eru dökkbláum breiðum blúndum beggja megin.

Á fótstiginu er ný gúmmímotta. Inni í vagninum (vísað til vagnsins á The Carriage Foundation mynd efst á síðunni „söguágrip Brougham“)

er hann bólstraður með djúphnöppuðu svörtu morocco-leðri.

Samsvarandi ljóst þykkbólstrað í efri hluta hússins í vagninum. Það eru svartir morocco-vasars á báðum hurðunum, festir aðeins að ofan. Á framvegg farþegarýmisins er bólstrað með dökkbláu ofnu ullartweed.

Það er fótahvíla á bak við bogið borð með hillu fyrir ofan í leggjahæð barns, hvílandi á litlu hjarahengdu sæti sem er fest á fremri hlið sætisborðsins.

Hæla- og fótahvílan upp að hillunni er klædd með teppi. Það lítur út fyrir að teppið hafi slitnað á hurðasillunni, sem er núna klætt með leðri. Á gólfinu er ný riffluð gúmmímotta (en hefur upphaflega verið klædd með orginal teppi). Breiðu blúndurnar eru af þremur mismunandi hönnunum. Tvöfaldar lykkjur til handfestu þegar stigið er inn og út og breiður blúndurammi á hurðunum með grísku lyklamynstri og þríhyrningamynstri á brúnum.

Gluggastrengirnir eru með svipuðu munstri en með bylgjumunstri á brúnunum. Ytri gluggastrengurinn á framglugganum er með tvöföldu sik-sak lagi. Innri gluggastrengurinn er horfinn. Smágerðari blúndur passa við breiðu línurnar og dökkbláu ,, taffeta” fjaðradýnurnar sem eru sniðnar fyrir hvern einasta glugga. Það er öskubakki og upphengja fyrir regnhlíf á framveggnum í farþegarýminu.

Áritanir á vagninum: Á öxulhettunum er áletrunin: BAKER & Co CHANDOS ST


Heimildir ásamt myndum fengnar hjá: www.thecarriagefoundation.org.uk

Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is