Tag: kanada

Útfararvagnar í móttöku látinna úr Titanic #8Útfararvagnar í móttöku látinna úr Titanic #8

0 Comments

Titanic sökk nóttina 14. apríl – 15. apríl 1912

Útfararvagnar raðaðir upp við höfnina í Halifax Nova Scotia, til að flytja lík frá Titanic, 6. maí 1912.

Grein úr Smitsonian magasin 14 april 2025. Eftir: Greg Daugherty – Sagnfræðilegan fréttaritaritara

Hin langa og undarlega ferð fórnarlamba Titanic sem fundust hundruðum kílómetra frá slysstað, vikum eftir að skipið sökk

Björgunarsveitir náðu aðeins að endurheimta lík 337 af þeim rúmlega 1.500 farþegum og áhöfn sem létust í slysinu. Um þriðjungur látinna fékk vota gröf.

Þegar RMS Titanic sökk aðfaranótt 14.-15. apríl 1912 létu um 1.500 karlar, konur og börn lífið.

Myndband Caitlin Doughty

Fréttir greindu frá fórnarlömbum sem „sukku með skipinu“ eða enduðu í „votri gröf“.

Hins vegar höfðu hundruð farþega og áhafnarmeðlima yfirgefið skipið áður en það brotnaði í tvennt, hvarf undir öldurnar og settist á botn Atlantshafsins, tveimur og hálfum kílómetra niðri.

Þessir einstaklingar flutu í sjónum, studdir af björgunarvestum fylltum með korki, þar til ískalda vatnið dró lífið og hita úr líkömum þeirra.

Þó að opinber dánarorsök hafi oft verið skráð sem drukknun er talið að flest fórnarlömbin hafi látist af völdum ofkælingar og tengdra orsaka.

Á komandi dögum og vikum báru straumar líkin yfir gríðarstórt svæði.

Sum fundust ekki fyrr en mánuði síðar eða jafnvel seinna. Önnur fundust aldrei. Í dag er enn ekki vitað um afdrif tæplega 1.200 fórnarlamba Titanic í heildina.

Gufuskipið Carpathia, sem hraðaði sér á staðinn þar sem slysið átti sér stað, bjargaði rúmlega 700 lifandi úr of fáum og illa nýttum björgunarbátum Titanic.

Með skip sitt nú hlaðið langt umfram burðargetu, hafði skipstjóri Carpathia ekki áhyggjur af líkum hinna látnu heldur stefndi þess í stað á New York.

Um borð á Carpathia og í síðari frásögnum sögðu eftirlifendur hræðilegar sögur af því að sjá samferðamenn berjast í vatninu í kringum þá.

Þeir minntust þess að heyra stunur og köll á hjálp sem smám saman dvínuðu þegar fórnarlömbin gáfust upp fyrir kuldanum, eitt af öðru.

„Hjá fullorðnum er ofkæling ekki hraðvirkt ferli, oft tekur það 30 til 40 mínútur að ofsafengnum skjálfta, vöðvasamdrátt, rugl og að lokum líffærabilun,“ segir Caitlin Doughty, útfararstjóri og höfundur bóka á borð við,,Will My Cat Eat My Eyeballs? And Other Questions About Dead Bodies“.

Doughty vinnur um þessar mundir að bók um hina látnu frá Titanic, sem áætlað er að komi út árið 2026.

Það féll í hlut annarra skipa að bjarga líkamsleifunum.

Eigandi Titanic, White Star Line, leigði Mackay-Bennett, gufuskip sem venjulega var notað til að gera við sæsímakapla yfir Atlantshafið, til að endurheimta eins mörg lík og mögulegt var.

Hlaðið viðarkistum og nokkrum tonnum af ís lagði skipið af stað frá Halifax í Nova Scotia þann 17. apríl.

Það féll í hlut annarra skipa að bjarga líkamsleifunum. Eigandi Titanic, White Star Line, leigði Mackay-Bennett, gufuskip sem venjulega var notað til að gera við sæsímakapla yfir Atlantshafið, til að endurheimta eins mörg lík og mögulegt var.

Hlaðið viðarkistum og nokkrum tonnum af ís lagði skipið af stað frá Halifax í Nova Scotia þann 17. apríl.

Einn úr áhöfn Mackay-Bennett lýsti því hvernig skipið kom að samfljótandi hundrað líkum á öðrum degi leitarinnar.

„Jafnvel þegar við komum beint að þeim gátum við enn ekki trúað þessu,“ sagði hann við St. Louis Post-Dispatch.

„Þegar við sáum svo að þetta voru í raun manneskjur þurftum við að segja okkur sjálfum að þær væru dauðar, því þær litu út eins og hópur af sofandi sundmönnum…

Sumir voru með lokuð augu, en flestir voru með þau galopin, starandi beint fram fyrir sig.“

Skipið Mackay-Bennett sneri aftur til hafnar 30. apríl með 190 lík, eftir að hafa jarðsett önnur 116 í sjónum. Tvö önnur skip með bækistöð í Halifax, Minia og Montmagny, fóru einnig í leit að líkum og fundu samtals 21. Þar af voru þrjú jarðsett í sjónum.

Dagblöð greindu frá því að fjölskylda Johns Jacobs Astor IV, ríkasta mannsins um borð í Titanic og eins þess auðugasta í heiminum á þeim tíma, hefði í hyggju að standa fyrir sérstökum leiðangri til að finna lík hans og væri reiðubúin að eyða einni milljón dollara í verkefnið.

Sú áætlun varð þó óþörf þegar Mackay-Bennett sendi þráðlaust skeyti þann 26. apríl þess efnis að lík Astors hefði fundist og verið dregið um borð.

Meðal þeirra hluta sem notaðir voru til að bera kennsl á hann var gullvasaúr með upphafsstöfum hans, sem seldist á tæplega 1,5 milljónir dollara á uppboði í apríl 2024.

Önnur skip sem sigldu um svæðið greindu einnig frá því að hafa séð lík en gerðu enga tilraun til að bjarga þeim.

Þýska farþegaskipið Bremen, sem kom til New York 24. apríl, sigldi inn á svæði þar sem flak var á reiki, þar á meðal þilfarsstólar og viðarbrak.

„Þegar skipið nálgaðist,“ greindi New York Times frá,

„kom í ljós að svörtu hlutirnir sem voru að vagga upp og niður á yfirborði vatnsins og blandast flakinu voru lík fórnarlambanna.“

Flest þeirra voru í björgunarvestum. Að minnsta kosti eitt var bundið við hurð og tvö önnur við þilfarsstóla.

Skipstjórinn áætlaði að yfirmenn hans hefðu séð um 100 lík alls og bætti við að þeir hefðu ekki tekið nein upp úr sjónum þar sem þeir hefðu engar líkkistur um borð og vissu að Mackay-Bennett myndi koma til að sækja líkin.

Næstum mánuði eftir að skipið sökk, þann 13. maí, rakst Oceanic, skip White Star-línunnar á sinni reglulegu vesturleið frá Southampton á Englandi til New York, á björgunarbát frá Titanic um 320 kílómetra frá slysstað.

Báturinn, þekktur sem Collapsible A, hafði skilað lifandi farþegum sínum til Carpathia þann 15. apríl og verið látinn reka með því sem talið var vera þrjú lík.

Æsifréttir í blöðum síðar gáfu í skyn að þrír menn hefðu svelt í hel í bátnum eftir að hafa reynt að borða björgunarvesti sín – kenning sem var fljótlega afsönnuð.

Írski rithöfundurinn Shane Leslie, farþegi um borð í Oceanic, minntist þess þegar björgunarbáturinn fannst, en hann sást fyrst í um það bil tveggja mílna fjarlægð frá stjórnborða skipsins.

„Það sem á eftir fylgdi var hryllilegt,“ skrifaði hann mörgum árum síðar.

„Tveir sjómenn sáust, hár þeirra aflitað af völdum saltvatns og sólar, og þriðja persónan í kvöldklæðnaði lá flöt á bekkjunum. Allir þrír voru látnir.“

Áhöfn Oceanic safnaði saman illa rotnuðum líkunum, vafði þau í segldúk og jarðsetti þau í sjónum. Eiginkona Leslie, sem einnig var vitni, greindi frá því að handleggur eins sjómannsins hefði losnað í ferlinu. Oceanic hífði björgunarbátinn upp á þilfar sitt og flutti hann til New York.

26. maí sendi selaskipið Algerine út útvarpsskilaboð um að það hefði fundið lík James McGrady, þjóns í fyrsta farrými Titanic. Algerine hélt áfram leit en fann engin fleiri lík. Skipið kom til St. John’s á Nýfundnalandi með jarðneskar leifar McGrady þann 8. júní.

Þótt lík McGrady hafi verið það síðasta sem var flutt í land, voru að minnsta kosti tveir aðrir fórnarlambanna að lokum jarðsettir í sjónum.

Þann 6. júní eða þar um bil fann olíuflutningaskipið Ottawa lík William Thomas Kerley, aðstoðarþjóns, fljótandi að sögn 543 mílur frá slysstaðnum.

Þann 8. júní kom flutningaskipið Ilford auga á annan þjón úr fyrsta farrými, William Frederick Cheverton, reka í Norður-Atlantshafi.

Þótt andlitsdrættir hans væru óþekkjanlegir gat áhöfnin borið kennsl á hann út frá skjölum og öðrum hlutum í vösum hans.

Í dauðanum sem í lífinu um borð í Titanic spilaði stétt lykilhlutverk í því hvernig fórnarlömbin voru lögð til hinstu hvílu.

Listi á vefsíðu Nova Scotia-skjalasafnsins yfir þau lík sem hægt var að bera kennsl á og voru tekin upp af ýmsum skipum sýnir að 42 prósent líka farþega í þriðja farrými fengu vota gröf frekar en að vera flutt aftur í land.

Fyrir farþega í öðru farrými var talan aðeins 22 prósent og fyrir farþega í fyrsta farrými var hún einungis 6 prósent. Meðal áhafnarmeðlima voru 30 prósent grafin í sjó.

Skipstjóri Mackay-Bennett gaf nokkurs konar skýringu á þessu á sínum tíma.

„Enginn frægur eða ríkur maður var aftur settur í hafið,“ var haft eftir honum.

„Það virtist best að vera viss um að flytja til lands þá látnu þar sem andlátið gæti vakið upp spurningar um háar tryggingar og arf og allt það málaferli.“

Um áhöfnina bætti hann við:

„Maðurinn sem lifir af sjónum ætti að vera sáttur við vota gröf.

Ég tel það vera besta staðinn. Hvað mig sjálfan varðar, væri ég sáttur við að hverfa í hafið.“

Þegar skipin komu til Halifax voru líkin flutt í útfararvögnum hestdregnum í íshús staðarins curling-klúbbs, sem þjónaði sem bráðabirgðalíkhús.

Þar voru þau lögð fram til að gefa ættingjum tækifæri til að bera kennsl á þau og gera tilkall til þeirra. Vefsíða Skjalasafns Nýja Skotlands telur upp 50 fórnarlömb sem ekki var hægt að bera kennsl á á þeim tíma en voru grafin undir merkjum sem skildu eftir pláss fyrir nöfn þeirra, ef til þess kæmi.

Nokkur þessara fórnarlamba – þekktast þeirra yngsta, 19 mánaða gamall drengur sem var grafinn sem „óþekkt barn“ – hafa verið auðkennd með DNA-prófunum og öðrum aðferðum á síðustu árum.

Að lokum voru alls 59 lík send heim til greftrunar, en önnur 150 voru grafin í Halifax, dreifð á þrjá kirkjugarða.

McGrady, sem kom síðastur til Halifax, var einnig sá síðasti sem var grafinn þar, þann 12. júní, næstum tveimur mánuðum eftir slysið.

Flak Titanic fannst ekki fyrr en árið 1985, og á árunum síðan hefur engin ummerki um mannaleifar fundist á eða nálægt því, líklegast vegna nýtingar náttúrunnar á holdi og beinum.

„Það er ólíklegt að nokkur heill líkami hafi varðveist, sama hversu einangraður og lokaður hluti flaksins er,“ segir höfundurinn Doughty.

„Líklegra er að það séu smáar beinflísar og hár dreift um flaksvæðið, sem eru ekki augljós berum augum eða myndavél kafbátsins.“

Þá er spurningin um hvaða áhrif gríðarlegur vatnsþrýstingur á þessu dýpi hefði á lík sem enn væru í flaki Titanic.

Ekki venjubundin dráttardýr #1Ekki venjubundin dráttardýr #1

0 Comments

Hestar hafa verið aðaldýrategundin til að draga vagna í gegnum aldirnar. Næst á eftir koma uxar, múldýr og asnar. Allir voru þeir nokkuð algengir þegar draga átti farartæki.

Hér eru nokkur minna þekkt dýr sem notuð voru til að draga farartæki í Ameríku og Evrópu á 19. öld. og snemma á 20. öld.

Í Alaska og Kanada voru elgir furðu vinsælir, sérstaklega þar sem erfiðara var að finna hesta eða komast út á þessum einangruðu villtu stöðum.

Í óbyggðum Ameríku voru vísundar og elgur tamdir að vissu marki. Svo áttum við sebrahesta vinsæla meðal yfirstéttarinnar í Evrópu og Bretlandi. Frá 1890 til 1940 var augljóslega einbeitt viðleitni elítunnar til að temja sebrahesta frá Afríku.

Sebrahestar voru þjálfaðir til að draga farartæki og jafnvel til reiðar, allt þó ekki til mikillar velgengni. Um 1940 höfðu flestir aðalsmenn gefist upp á að temja sebrahestinn og létu sér nægja að láta hann eftir villtan og óstýrilátan eins og náttúran ætlaðist til. Við elskum að halda sögunni lifandi!



Pin page

Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson

Heimild: Northwest Carriage Museum á Facebook.

Yfirlestur: malfridur.is

Quentin Tarantino kvikmyndastaff leysti skort á tilvist póstvagns #2Quentin Tarantino kvikmyndastaff leysti skort á tilvist póstvagns #2

0 Comments

Emily Glazer skrifaði í Wall Street Journal um tökur „The Hatful Eight”!


Skrif Emily Glazer í Wall Street Journal




Í komandi kvikmynd Quentin Tarantino,, The Hateful Eight“ kallaði upphafsatriðið á að vagn færi yfir vætusamt Wyoming-landslag. Fyrir kvikmyndagerðarmennina var þetta vandamálið. Hvar kaupir þú póstvagn?



Einn staður er rétt fyrir utan Letcher í S.D., 171 íbúi, þar sem Doug Hansen rekur 13 manna samsetningarlínu, smíðar og gerir við hestvagna.

Hans iðn gæti virst lenda á milli skips og bryggju en í raun er mikill uppgangur í viðskiptum.

Hann ætlar að smíða eða endurgera um 100 hestvagna á þessu ári og starfar við hlið búsins þar sem hann ólst upp. „Ég var forvitinn um týndu listirnar,“ segir Hansen.

Hanson segir að það taki hann að jafnaði um ár að koma sérsniðnum vagninum til skila og þeir séu á kjörverði eins og lúxusbíll. Þessi 56 ára gamli smiður er þekktur meðal áhugamanna um gamla vestrið, hann nýtur þess að panta í bak og fyrir, sem mun halda honum uppteknum langt fram á árið 2016.

Eitt af sköpunarverkum Hansens er að flytja á laugardag á árlegum fundi Berkshire Hathaway í Omaha í Nebraska, þar sem aðdáendur og fjárfestar frá öllum heimshornum munu fagna 50 ára afmæli Berkshire undir stjórn Warren Buffetts. Í sviðsvagninum, sem Wells Fargo & Co., ein stærsta hlutabréfaeign Berkshire, sér um, verða John Stumpf, forstjóri bankans, og Sharon Osberg, brúarfélagi Buffetts. Buffett segist hafa leyst af hólmi sæti sitt í fjórum sætum til að skapa pláss fyrir tvær frænkur sínar sem voru „mjög spenntar“ fyrir tilboðinu.

Hansen er einnig hæstánægður. „Það er mikill heiður að fá að kaupa eitthvað úr verslun frá ökrum Suður-Dakóta,“ segir hann, „og enda í því að vera hápunktur á Wall Street, ef svo má að orði komast.“

Hann segir að Touring Concord-vagn, sem Hansen smíðaði, hafi eitt sinn ferjað Vilhjálm Bretaprins og eiginkonu hans, Kate hertogaynju af Cambridge. Fuji Safari Park í Japan pantaði smáhestavagn sem hægt var að draga með smáhestum til að flytja börn um hluta garðsins með vestrænu þema.



Milli viðskiptavina Hansens má einnig finna milljarðamæringinn Joe Ricketts sem stofnaði miðlunarfyrirtækið TD Ameritrade. Ricketts bað Hansen um að smíða fyrir sig fjólubláan „sýningarvagn“ sem svipaði til póstvagns. Ricketts sendi honum fjólubláa rúðustrikaða skyrtu sem hann var viss um að myndi gera vagninn sinn glæsilegan á Calgary Stampede, árlegu kanadíska ródeómóti.

Hansen var mótfallinn: Fjólublátt farartæki væri ekki sögulega nákvæmt. Ricketts bað litaráðgjafa tískuhússins að skipta sér af og eggaldinliturinn fékk að ráða.

Hansen prófaði sig áfram með liti í marga mánuði. Fjórtán málningarhjúpur gáfu loks viðunandi lit, nálægt eggaldini. „Þetta var konunglegt,“ segir hann. „Þetta var ríkt.“

„The Hateful Eight“ Auglýsingabútur myndband!


Vagninn kostaði um 50.000 dollara og virkaði eins og keppnisgripur. Sex hesta keppnisgripurinn vann Calgary Stampede keppnina árin 2010 og 2011.

Ricketts, sem á fjölskylduna Chicago Cubs, segist dreyma um að biðja Hansen um að smíða fyrir sig „matreiðsluvagn“, handhægt eldhús sem kúabændur nota úti á túni, og „hirðavagn“ fyrir gesti næturlangt.

Ricketts, sem á fjölskylduna Chicago Cubs, segist dreyma um að biðja Hansen um að smíða fyrir sig „matreiðsluvagn“, handhægt eldhús sem kúabændur nota úti í auðninni, kúrekavagn (chuckwagon), og „fjárhirðingjavagn“ fyrir gesti næturlangt.

Hansen segir að stundum haldi fólk að hann sé fullur af bulli þegar hann lýsir starfi sínu. Flestir telja að hestvagnaiðnaðurinn hafi horfið af plánetunni fyrir meira en hundrað árum, segir hann.

Það hefði kannski horfið úr Suður-Dakóta ef Hansen hefði ekki lært hestamennsku frá afa sínum, leðursmíði frá móður sinni og hvernig á að nota suðu- og trésmíðaverkfærin á búgarðsverkstæði föður síns. „Auðlindir fyrir skapandi iðnaðarmann voru á puttanum á mér,“ segir Hansen.



Um 1970 deildu gamlir menn fréttum af viðgerðum á hjólum hestvagna. Fljótlega bárust fréttir af því að Hansen gæti gert við hestvagna og nágrannar fóru að koma með verkefni. Hann sótti fornverkfæri á flóamarkaði og bjó önnur til þau eftir þörfum. Í fyrstu sagðist hann hafa rukkað um 10 dollara á tímann.

Verk hans seljast nú á hærra verði en nýr Chevy Silverado með dæmigerðan hámarkshraða um 12 mílur á klukkustund. Hann er meðal fárra vagnsmíðamanna sem stunda starf sem skilar ánægju og skemmtun.

Jimmy Wilson í Paradise í Texas tók við rekstri tengdaföður síns og er nú í samstarfi við Amish „hjólasmið“ í Montgomery í Indiana. Þeir sérhæfa sig í hefðbundna Concord. „ Kadillakks kagga allra vagnanna“ segir Wilson en verðmiðinn er allt niður í lágar sex stafa tölur.

Wells Fargo er einnig viðskiptavinur, segir Wilson. Fyrirtækið í San Francisco, sem er stærsti banki landsins að markaðshlutdeild, eyðir miklum fjármunum í að hampa sögulegri tengingu vörumerkis síns við bandaríska vestrið. Þar eru 24 eftirlíkingar af vagninum, 16 frumgerðir og 14 verktakar sem stjórna póstvagninum í skrúðgöngum og viðburðum fyrirtækja, segir Beverly Smith, yfirmaður söguþjónustu Wells Fargo.

Bankinn vill ekki gefa upp hversu miklu hann eyðir í póstvagnasýningar en í fyrra voru þau yfir 800.

Tarantino er annar viðskiptavinur sem hefur verið mjög hátt skrifaður. Eftir að hafa gert fjölda kvikmynda sem spanna glæpi, hrylling og stríð, sneri leikstjórinn sér að kvikmyndum í vestrænum stíl og byrjaði á kvikmyndinni Django Unchained árið 2012.

FyrirThe Hateful Eight“ skoðuðu Tarantino og starfsmenn hans um 20 sviðsmyndir póstvagnahugmynda og komu sér upp líkani sem hann smíðaði og hefur vísundamálað á hliðina, segir Rusty Hendrickson, yfirhandritshöfundur myndarinnar sem The Weinstein Company gerir ráð fyrir að komi út síðar á þessu ári.



Sumum áhafnarmeðlimum fannst blóðrauði vagninn með gulum afskurði „of fallegur“ en hann stóð af sér margra kílómetra torfæru í Telluride í Colorado. Stjörnuleikarnir Kurt Russell og Samuel L. Jackson léku í kvikmyndinni.

Tarantino hreyfði ekki svip við 90.000 dollara verðmiðanum, segir Hendrickson, og dásamaði póstvagninn.

Þýtt og skráð af Friðrik Kjartansson

Heimild: HANSEN WHEEL AND WAGON SHOP

Yfirlestur: malfridur.is