Tag: hest

Íslenskir hestvagnarÍslenskir hestvagnar

0 Comments

Listað í stafrófsröð!

Alls Íslands!


Daði Sigurðson fyrrum bóndi segir frá

Grein og myndir!

Inngangur að vagnasögu Íslendinga

Lítil grein og myndir!

Kristinn Jónsson lærði vagnsmíði

Mynd og þrjár greinar af Tímarit.is!

Íslensk myndbönd fortíðar og nútíðar!

Texti og myndbönd!

Myndasyrpa af hestvögnum í Íslenskum veruleika

Gamlar svarthvítar ljósmyndir og texti!

Cutter uppgerður eftir minni #6Cutter uppgerður eftir minni #6

0 Comments

Paul DeLongpre

Ég bjargaði hlutunum úr harðviðar-hestasleðanum mínum er geymslustaðurinn hans var seldur. Meðfylgjandi er mynd af bílakerru með hlutum sem ég bjargaði. Meiðunum virðist fylgja nóg af járnhlutum og fyrri viðum til að komast að því hvernig hann leit út. Þegar kemur að yfirbyggingunni hef ég mun minna tiltækt til að nota fyrirmynd. Ég held að ég sé með aðalharðviðinn réttan úr járnverkingu og harðviðarleifar sem eftir voru en ég get ekki fundið út hvernig fuglafígúran, sem er líka með lítið ryðgaðan járnbút sem hangir við, samlagast aðalgrindinni.

Ég er líka ekki viss um hvernig gólfið er skipulagt og smíðað. Allar myndir sem ég finn eru ekki nógu góðar til að gefa mér hugmyndir ásamt því að ég er ekki viss um gerðina/heiti sleðans þar sem ég hef ekki séð hann í 40 ár. Ég gaf samt út myndina af því sem mér finnst komast næst upprunanum. Allar hugmyndir, eða betri myndir af smáatriðunum eða jafnvel uppflettibók, væri frábær hjálp!

Með fyrir fram þökk. Paul.

Ekki minnst á smíðaár eða tímabil.



Teikning úr bókinni „Horse Drawn Sleighs“, eftir Susan Green. Önnur útgáfa 2003: Teikning af Cutter sem kemst hvað næst á þessum myndunum. Sést fuglahöfuðið (ornimentið), hvernig gengið er frá því, og hvar það er staðsett.




Heimild: Paul DeLongpre Facebook og teiknaðar myndir. Horsed Drawn Sleights, önnur útgáfa; Susan Green.

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Ekki venjubundin dráttardýr #1Ekki venjubundin dráttardýr #1

0 Comments

Hestar hafa verið aðaldýrategundin til að draga vagna í gegnum aldirnar. Næst á eftir koma uxar, múldýr og asnar. Allir voru þeir nokkuð algengir þegar draga átti farartæki.

Hér eru nokkur minna þekkt dýr sem notuð voru til að draga farartæki í Ameríku og Evrópu á 19. öld. og snemma á 20. öld.

Í Alaska og Kanada voru elgir furðu vinsælir, sérstaklega þar sem erfiðara var að finna hesta eða komast út á þessum einangruðu villtu stöðum.

Í óbyggðum Ameríku voru vísundar og elgur tamdir að vissu marki. Svo áttum við sebrahesta vinsæla meðal yfirstéttarinnar í Evrópu og Bretlandi. Frá 1890 til 1940 var augljóslega einbeitt viðleitni elítunnar til að temja sebrahesta frá Afríku.

Sebrahestar voru þjálfaðir til að draga farartæki og jafnvel til reiðar, allt þó ekki til mikillar velgengni. Um 1940 höfðu flestir aðalsmenn gefist upp á að temja sebrahestinn og létu sér nægja að láta hann eftir villtan og óstýrilátan eins og náttúran ætlaðist til. Við elskum að halda sögunni lifandi!



Pin page

Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson

Heimild: Northwest Carriage Museum á Facebook.

Yfirlestur: malfridur.is