Tag: hansom

Vagnaumferðin og hrossamykjuvandamál #1Vagnaumferðin og hrossamykjuvandamál #1

0 Comments

Mikla vagnaumferðin og hrossamykjuvandamálið 1894. Á 18. öld voru jafnvel smábæir eins og Kingston, Twickenham og jafnvel Richmond að vakna upp við frekar ósmekklegt borgarvandamál – hrossaskít um götur. Þetta var þó sem ekkert miðað við vandamálið sem byrjaði að koma upp í stórum bæjum og borgum. Í lok 1800 voru bæir og borgir um allt land að „drukkna í hrossataði“ vegna þess að í auknum mæli urðu íbúarnir háðir hestum til að flytja bæði fólk og vörur. Til að setja það í samhengi má benda á að á 19. öld voru yfir 11.000 Hansom-leiguvagnar á götum London einum saman. Það voru líka nokkur þúsund hestavagnar, sem hver þurfti 12 hesta á dag, sem gerir samtals yfir 50.000 hesta sem flytja fólk um borgina á hverjum degi.


Því til viðbótar voru enn fleiri hestvagnar og þungaflutningavagnar um stræti borgar sem þá var stærsta borg í heimi. Jafnvel í smærri bæjum eins og Richmond þar sem tiltölulega fáir hestar voru til samanburðar skapaði það samt vandamál. Helsta áhyggjuefnið var auðvitað mykjumagnið sem skilið var eftir á götunum. Að meðaltali mun hestur framleiða á milli tæp 7 til tæp 16 kíló af mykju á dag, svo lesandinn getur ímyndað sér hversu stórt vandamálið er. Hver hestur framleiddi líka um 2 lítra af þvagi á dag og til að gera illt verra voru meðallífslíkur vinnuhests aðeins um 3 ár. Því þurfti einnig að fjarlægja hestahræ af götum bæja og borga. Hræin voru oft látin rotna svo auðveldara væri að saga líkin í sundur til að fjarlægja þau.


Málið kom af krafti í umræðuna þegar The Times 1894 spáði … „Eftir 50 ár munu allar götur í London verða grafnar undir rúmlega 90 sentímetra af mykju“ Þetta varð þekkt sem „stóra hestaskítskreppan 1894“. Hins vegar þegar vandamálið var verst var björgunin í formi uppfinningarinnar eða bílsins. Sem betur fer byrjaði Henry Ford að smíða bíla á viðráðanlegu verði. Rafmagnssporvagnar og vélknúnir almenningsvagnar birtust einnig á götunum í stað hestavagnanna. Árið 1912 hafði það sem áður virtist óyfirstíganlegt vandamál verið leyst og vélknúin farartæki urðu aðaluppspretta flutninga.


Heimild: Bill Taylor á Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Hansom á tímamótum #2Hansom á tímamótum #2

0 Comments

1905 var New York borg á mörkum útblástursfarartækja og tilkoma leigubílsins markaði verulega breytingu í borgarsamgöngum. Hinn táknræni guli leigubíll sem við þekkjum í dag átti enn eftir að koma á fót en hestdregnu leiguvagnarnir og fyrstu vélknúnu farartækin voru farin að ráða yfir götunum. Þessi umbreyting endurspeglaði öran vöxt borgarinnar og aukna eftirspurn eftir hagkvæmum samgöngumöguleikum þar sem íbúafjöldi hennar jókst og iðandi borgarumhverfi þróaðist. Leigubílainnréttingar frá 1905 voru oft með áberandi hönnun, með rúmgóðri til að hýsa farþega og eigur þeirra. Þessir fyrstu leigubílar voru venjulega málaðir í líflegum litum, skreyttir koparfestingum og tjaldhimnum til að verja farþega frá veðuröflunum.

Farartækin voru tákn framfara og veittu New York-búum nýfengið frelsi til að ferðast auðveldara um borgina. Þessi samgöngumáti varð samheiti við hraðskreiðan lífsstíl borgarbúa, sem gerði þeim kleift að fara yfir fjölfarnar leiðir borgarinnar og falin húsasund. Þegar leigubíllinn náði vinsældum varð hann nauðsynlegur þáttur í sjálfsmynd New York borgar. Um 1910 myndu nýjungar í bílatækni og uppgangur leigubílafyrirtækja umbylta samgöngum í þéttbýli enn frekar. Guli leigubíllinn, sem er undirstaða landslags borgarinnar, myndi brátt koma fram og treysta stöðu leigubílsins sem helgimyndatákn New York. Þessi þróun mótaði ekki aðeins hvernig New York-búar hreyfðu sig heldur setti einnig grunninn að hinu flókna og kraftmikla samgöngukerfi sem er í borginni í dag.


Heimild: Fengið að láni frá History pictures Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Hansom 4 hjóla leiguvagninn #1Hansom 4 hjóla leiguvagninn #1

0 Comments

Horfinn í gleymskunnar dá nema þær eftirgerðir sem smíðaðar hafa verið!


Fjögra hjóla Hansom

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/06/Fjogra-hjola-Hansom-2.jpg
Þetta eintak er smíðað í Belgíu ásamt fjölda annarra gerða hjá topp vagnasmið. Hér er hlekkurinn: https://carriages-schroven.com/carriages/

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/06/Fjogra-hjola-Hansom-1-scaled.jpgFrá eiganda vefsíðunnar og áhugamanni: Þetta finnst mér stór -merkilegt. Ég vissi þetta ekki þegar ég vaknaði í morgun að Hansom hefði komið með aðra gerð af vagni, en svona er það, lesa meira og meira og maður lærir meira og meira; einfalt ekki satt. Ekki finn ég mynd af þessum vagni svo ég sé viss um að um rétta mynd sé að ræða, en haldi áfram að leita og setji hér inn ef ég rekst á hana.

Clark an Aberdeen vagnasmiður hannaði 1885 fjögra hjóla Hansom. Þessi vagn hafði ákveðna yfirburði: Yfirbyggingin var í laginu eins og venjulegur Hansom með kúsk- sætið fest aftan á vagninn en var snúið við á undirvagninum, svo kúskurinn sat yfir hestunum á meðan farþegarnir snéru aftur. Þessi Hansom gat verið notaður opinn eða lokaður. Yfirbyggingunni gat verið snúið við til að uppfylla það. Aðeins fáein farartæki af þessari gerð rúlluðu London á stuttu tímabili en almenningi líkaði víst ekki þess konar farartæki og síðan hafa þeir horfið gjörsamlega.

Heimildir: Modern Carriages 1905 bls 3
Þýddi og tók saman Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: Yfirlestur.is


Hansom leiguvagninn ágrip af þróunHansom leiguvagninn ágrip af þróun

0 Comments

Hansom leiguvagninn er hannaður og prófaður hjá Hinckley sem fékk líka einkaleyfi fyrir honum 1834 af Joseph Hansom, arkitekt frá York. Þessi
Hansom stundaði þróun vagnsins í Hincley, í Leicesterskíri á Englandi. Upphaflega var vagninn kallaður Hansom öruggi taxinn. Hann var hannaður með hraða og öryggi í huga, lágur þyngdarpunktur svo hann væri öruggari í beygjum og fyrir horn og jafnvægi milli hests og vagns. Hansom orginal hönnunin var endurbætt af John Chapman verkfræðing (1801-1854) en vagninn hélt þó nafni fyrsta skapara síns.

Þróun heitisins leiguvagn

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/06/Cabriolet.jpgEnska orðið Cab er stytting af Cabriolet sem endurspeglar hönnun vagnsins. Tók við af Hackney Carriage þróaðist svo í farartæki
til leigu, með tilkomu mælisins taximeters sem mældi ferðirnar, sem varð svo enn aftur fyrir breytingu og varð taxicab leiguvagn/bifreið.

Útbreyðsla

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/06/London-taxabilstjorar-Hansom-232x300-1.jpgHansom leiguvagnarnir nutu vaxandi vinsælda vegna hversu fljótir þeir voru í förum og nógu léttir til að vera dregnir af einum hesti sem gerði
túrinn ódýrari en á fjögra hjóla vagni. Hansom ók auðveldlega í gegn um umferðarteppur hestvagna nítjándu aldar. Þegar Hansom var sem vinsælastur voru um 7,500 eintök í notkun og vinsældir þeirra dreifðu sér um borg og bæi Stóra Bretlands og líka til Írlands, Dublinar t.d. svo eining um Evrópu sérstaklega til Parísar, Berlínar og St Pétursborgar. Svo voru Hansom vagnarnir líka kynntir í USA á nítjándu öld en enduðu með að vera vinsælastir í New York City.

Hönnunin

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/06/Hansom-i-ferd-300x275-1.jpgLeiguvagn sem var kallaður flugan the fly, rúmaði tvo farþega (þrjá ef troðið var) og kúskurinn (vagnstjórinn) sat í fjaðrandi sæti aftan á farartækinu. Farþegarnir gátu kallað skipanir til kúsksins gegnum lúgu á þakinu aftanverðu; svo gátu þeir borgað fargjaldið líka í gegnum sömu lúgu, sem svo læsti hurðum framan á vagninum með útbúnaði. Á sumum Hansom-vögnunum gátu kúskarnir stjórnað með sérstökum búnaði jafnvægi vagnsins til að minnka álag á hestana. Farþegarnir voru náttúrulega í skjóli gagnvart veðrum og vindi í vagnhúsinu, en fætur ásamt fötum gátu verið varin gegn drulluskvettum með litlum hliðarfeldum hurðum sem gáfu þeim skjól. Seinni útgáfur Hansom-vagnanna voru útbúnar með gluggum ofarlega og yfir dyrunum. Svo var bretti/hlíf (Dashboard) til varnar farþegunum vegna grjótkasts frá hófum hestanna.

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/06/Hansom-cab-300x245-1.jpgHeimsfrægur á Íslandi

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/06/Sherlock-Holmes-og-Hansom.jpgVið Íslendingar þekkjum vel útlit þessara farartækja eftir að við kynntumst Sherlock Holmes á skjánum. Hann og Watson eru stöðugt á ferð og flugi í Hansom hestvagni um London og allar trissur á því svæði í frægum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum, þannig að þessi vagn varð á meðal frægustu hestvagna heims, held ég að megi fullyrða með nokkru öryggi.

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/06/Syn-a-arid-2000-hja-Frokkum-m-Hansom-sem-flugvagn.jpgHeimildir: https://en.wikipedia.org/wiki/Hansom_cab

Tók saman og þýddi: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur/Próförk: malfridur.is