Tag: grind

Coupé Berlin 1740 #3Coupé Berlin 1740 #3

0 Comments

Elísabet Petrovna keisaraynja hafði vagninn til afnota

Vagninn er tveggja sæta. Yfirbyggingin mjókkar niður á við og neðri hluti afturhliðarinnar er sveigður. Fimm gluggarammar og efri helmingur hurðanna með myndskreytingu og plötugleri. Hurðarþröskuldurinn er lágur og auðvelt að stíga upp í vagninn.

Listræn meðhöndlun vagnsins endurspeglar greinilega smekk fyrir fágun og léttleika sem einkennir rókókóstílinn.

Þetta er sérstaklega áberandi í hinum ríkulegu og fjölbreyttu skrauttréútskurði. Gylltur skurður, gerður bæði í háum og lágum upphleypingum, er ríkulegur á kransalistanum, veggjasamskeytum, gluggaumgjörðum og dyrakörmum.

Skreytingin samanstendur af kerabum1, fuglum, skjaldarmerkjum, skrautrenningum og laufmynstrum sem mynda fínleg og glæsileg mynstur, auk vinsælasta skrautmótífs rókókóstílsins, nánar tiltekið stíliseraðu skeljarinnar eða „rocaille“ sem gaf stílnum nafn sitt.

Útskornu skrautverkin eru nokkuð yfirlestuð og meðferð skrautmyndanna örlítið dönnuð.

Samsetningin inniheldur höggmyndamótív sem virðast vaxa út úr skringilega samfléttuðu grasi eða breytast í akanthuslauf2 og sniglana efst á súlum (volutes)3.

Fágun vagnsins er undirstrikuð með málningu í pastelljósum bláum og bleikum tónum sem einkenna rókókóstílinn.

Hver spjaldhluti minnir á mikið skreytta fulningasamstæðu (dessus-de-porte)4, í útskornum römmum. Þeir sýna goðsögulegar senur, flestar tengdar Apolló.

Listræn meðhöndlun vagnsins felur í sér bronsskraut sem er unnið af mikilli nákvæmni.

Bronsplöturnar sem hylja fjaðrirnar eru svo listilega útskornar að sjá má fínt samspil ljóss og skugga á upphleyptu yfirborðinu.

Skrautið úr stórum og litlum nöglum á þakinu fellur vel að heildarútlitinu.

Fram- og afturhluti undirvagnsins er þétt þakinn gylltum tréskurði í formi handritauppvafninga (scrolls) og rókókóstíls í smágerðu mynstri.

Undir kúsksætinu á vagngrindinni (rocker) er áhrifarík kringlótt höggmynd í formi vandlega mótaðra táknrænna karlkyns fígúra.

Hjólin eru máluð bleik og að hluta til þakin útskornum gyllingunum í lágmynd. Innri bólstrunin og skjaldarmerkið á kúsksætinu eru úr aðlaðandi appelsínugulu flaueli með upphleyptu mynstri.

Litur þess fellur vel að heildarútliti vagnins.

Vængirnir á skjaldarmerkinu eru listilega útsaumaðir með gullþræði og skreyttir blómum, skeljaformum og frjálslega bugðóttum stofni í miðjunni.

Vagninn er búinn endurbættu beygjukerfi og fjöðrun, og eðli skreytinganna bendir til þess að hann sé upprunninn í Berlín.

Í 18. aldar færslubók frá skrifstofu hirðar hesthúsanna eru upplýsingar um að vagninn hafi verið smíðaður í Berlín árið 1740 fyrir Elísabetu Petrovna keisaraynju og fluttur til Rússlands í gegnum verslunarumboðsmann.

Vagninn var einnig notaður eftir 1740 í fjölmargar ferðir Elísabetar keisaraynju á valdatíma hennar, eins og sjá má á koparstungum frá þeim tíma.

  1. ↩︎
  2. ↩︎
  3. ↩︎
  4. ↩︎

Heimild: /www.kreml.ru/en

Skráning og þýðing: Friðrik Kjartansson og erlendur.is

Yfirlestur: malfridur.is

Cutter uppgerður eftir minni #6Cutter uppgerður eftir minni #6

0 Comments

Paul DeLongpre

Ég bjargaði hlutunum úr harðviðar-hestasleðanum mínum er geymslustaðurinn hans var seldur. Meðfylgjandi er mynd af bílakerru með hlutum sem ég bjargaði. Meiðunum virðist fylgja nóg af járnhlutum og fyrri viðum til að komast að því hvernig hann leit út. Þegar kemur að yfirbyggingunni hef ég mun minna tiltækt til að nota fyrirmynd. Ég held að ég sé með aðalharðviðinn réttan úr járnverkingu og harðviðarleifar sem eftir voru en ég get ekki fundið út hvernig fuglafígúran, sem er líka með lítið ryðgaðan járnbút sem hangir við, samlagast aðalgrindinni.

Ég er líka ekki viss um hvernig gólfið er skipulagt og smíðað. Allar myndir sem ég finn eru ekki nógu góðar til að gefa mér hugmyndir ásamt því að ég er ekki viss um gerðina/heiti sleðans þar sem ég hef ekki séð hann í 40 ár. Ég gaf samt út myndina af því sem mér finnst komast næst upprunanum. Allar hugmyndir, eða betri myndir af smáatriðunum eða jafnvel uppflettibók, væri frábær hjálp!

Með fyrir fram þökk. Paul.

Ekki minnst á smíðaár eða tímabil.



Teikning úr bókinni „Horse Drawn Sleighs“, eftir Susan Green. Önnur útgáfa 2003: Teikning af Cutter sem kemst hvað næst á þessum myndunum. Sést fuglahöfuðið (ornimentið), hvernig gengið er frá því, og hvar það er staðsett.




Heimild: Paul DeLongpre Facebook og teiknaðar myndir. Horsed Drawn Sleights, önnur útgáfa; Susan Green.

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Vagninn hans Emils og fjölskyldu í Kattholti?Vagninn hans Emils og fjölskyldu í Kattholti?

0 Comments

Alþýðuvagn smíðaður í Noregi milli 1850–1925. Líkist vagninum hans Emils í Kattholti.

Ekki er til heimild fyrir árgerð þessa eintaks sem alþýðuvagn eða heimilisvagn er smíðaður.

Aldurinn er einhver staðar á bilinu 99 til 174 ára.

Voru vagnarnir smíðaðir í Noregi á því tímabili.

Hér er það sem til er um hann: Kjökkenvogn eða eldhús vagn frá Grimstad.

Heimildin sem fyrri eigandi fræddi mig um. Til Íslands kom hann með Herjólfi sem kom frá Noregi úr slipp 1996.


Heillegur og tilbúinn í dekrið sem mér vonandi veitist að fá að fást við. Ekki hefur þótt ástæða til að „eyða“ í bremsur eða önnur þægindi fyrir alþýðuna.

Holt fyrir okkur að sjá fyrir sér ferðalög á þennan máta.

Takið eftir hvernig hjólbarðinn er samsettur.

Festur saman! Járnvinnan á bekkjaburðarvirkinu er í senn einföld, snjöll og langt umfram amerísku útfærsluna sem er seinleg og flókin í smíði en samt falleg að mínu mati.

Sjást vel á aftara sætinu, armhvílunni og nabbinn sem heldur yfirbreiðslunni fyrir farþega en oftar en ekki var yfirbreiðslan kindagæra.


Blessuð jólin koma einu sinni á ári. Skreytum þennan aldursforseta. Vagninum og skapara hans til heiðurs


Járnverkið eða járngrindin er bara með ágætum í Eldhúsvagninum. Það verður gaman að sandblása og breyta til hins betra.


Myndir af svipuðum eða eins vagni í Noregi


Sést vel hvernig undirhlaupið kemur upp úr gólfinu.

Svo eru dráttarkjálkarnir tengdir beint inn á fimmta hjólið í stað þess að á mínum vagni er tengt í fjaðrirnar að framan.


Til sölu: Ásett verð Ísl kr. 242.000 — (2023)



Í Noregi er svipað loftslag og á Íslandi og því er gamla góða gæran velkomin þegar kalt er.

Sérstakir nabbar eða pinnar eru á armhvílunum á sætunum til að krækja gærunni á svo hún haldist á sínum stað.


Vagn með svipaðri hönnun og yfirbragði er næstum alveg eins.

Þar eru meira að segja bólstraðir bekkir, bara sófi.

Undantekningin er undirhlaupið fyrir framhjólin í beygju, framhjólin því stærri.

Vagnasmiður í Noregi sem heitir/hét Omnia er skrifaður af þessum og fleirum. Er skapari norska vagnsins fundinn?


Fortíðin er heillandi að mér finnst.

Fátæktin var líka mikil.

Ég gæti hugsað mér heim án fátæktar en að öðru leyti eins og á sautjándu, átjándu og nítjándu öldinni. Án fátæktar en með als nægtum án spillingar jarðarinnar okkar.

Bænda vagn eða hey rekki!Bænda vagn eða hey rekki!

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!


Rómverskur hestvagn sautján alda gamall!Rómverskur hestvagn sautján alda gamall!

0 Comments

Steingerðar leifar rómversks tveggja hjóla hestvagns í Króatíu

Vinkovci er bær í Austur-Króatíu og í nágrenninu er lítið þorp, Stari Jankovaca, en svæðið var undir yfirráðum Rómverja 300–400 eftir Krist.

Fornleifafræðingar grófu upp heillega steingervinga af tveggja hjóla vagni, þekktur á latínu sem Cisium = léttur hjólavagn, ásamt steingerðum beinagrindum af hestum.

Hestarnir og vagninn voru saman í rými sem greinilega var nokkurs konar haugur þekktur úr greftrunarsiðum víkinga að leggja til höfðingja í skipum sínum sem eru sjaldgæfir greftrunarsiður meðal Rómverja.

Vel efnuð fjölskylda mun hafa greftrað hesta og vagn með þessum hætti samkvæmt fræðimönnum en auðmenn þessara tíma voru stundum greftraðir með þessari aðferð með hestunum sínum.

Sviðstjórinn Boris Katofil útskýrði fyrir þarlendum fjölmiðlum að sá siður að grafa í kumli (forngrafhaugur) væri óvenjuleg aðferð þarna suður af Pannoinan-vatnasvæðinu.

Boris bætti við: Siðurinn er í tengslum við afar auðugar fjölskyldur sem hafa gegnt áberandi hlutverki í stjórnsýslunni, félagslegu og efnahagslegu í samfélaginu í héraðinu.

Fundurinn er talinn vera frá þriðju öld e.Kr. en teymi vísindamanna vinnur að því að staðfesta aldurinn.

Marko Dizdar sagði þetta einstaka uppgötvun í Króatíu.

Hann sagði: Það næsta sem unnið verður að er langt ferli hreinsunar og varðveislu fundarins samhliða rannsóknum og skilgreiningum.

Við höfum meiri áhuga á hestunum, hvort sem þeir eru ræktaðir hér eða koma frá öðru heimsveldi, sem mun segja okkur meira um hversu mikilvæg og auðug þessi fjölskylda var.

Við finnum út úr því með samvinnu við innlendar stofnanir sem og fjölda evrópskra stofnana.

 

Heimild: Dailymail.co.uk

Þýddi og skrásetti: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is