Tag: gerð

Coupé Vín 1741-1742Coupé Vín 1741-1742

0 Comments

Skreyttur með gylltum tréskurði

Þessi fíni gyllti vagn af upprunninni í Vín er sannarlega meistaraverk í listaarfleið heimsins.

Tæknilegar útfærslur hans og listræn meðhöndlun eru einkennandi fyrir hátíðarvagna frá fimmta áratug 18. aldar.

Vagninn er tveggja sæta.

Yfirbyggingin mjókkar niður á við og neðri hluti afturhliðarinnar sveigist á fallegan hátt.

Það eru þrír gluggar á framan- og hliðum.

Gluggarnir og efri helmingur hurðanna með myndskreyttu efri hlutanum innihalda rúðugler.

Vagninn hefur fallegar útlínur. Hann er skreyttur með gylltum tréskurði í hinum óviðjafnanlega Rókókó-stíl.

Hin órólega og fremur ríkulega útskornu нерфе (gúmíi) gefur yfirbyggingunni sérstakt yfirbragð fágunar og inniheldur nokkrar fíngerðar útskornar skreytingar og flóknar djúpskornar myndir sem stundum innihalda skúlptúra í heild sinni.

Laufmótíf, skrýtnar skrollur (skrolls) og undarlega sveigðar skeljar blandast vel við höggmyndirnar í formi leikandi engla og hálfnakinna karlkyns- og kvenkynstáknmynda. Hinar myndirnar sýna mótíf úr klassískri goðafræði, táknrænar fígúrur og sögulega atburði fortíðarinnar.

Útskurðurinn þekur alla framhlið undirvagnsins óháð gerð hans.

Þéttar raðir af „uppstígandi“ hringsnúnum skrautrollum vefjast um grindina og öxulliðinn.

Táknrænu fígúrurnar í laufmynstrinu hafa göfugt, þótt nokkuð stíft, fágað form og hreinleika í línum. Útskurðarskreytingin á bakhlið undirvagnsins byggir á algjörum skorti á beinum línum í uppbyggingu sinni.

Stóru skrautskriftirnar og englarnir eru frjálslega raðað um alla grindina. Hjól vagnsins eru máluð græn og þakin gylltu upphleyptu skrauti. Mikilvægur þáttur í listrænu útliti vagnsins er bronsskrautið.

Þykkar gylltar og vel útskornar prófílplötur sem hylja fjaðrirnar, og skreyttu vasarnir og naglarnir með kringlóttum mynstruðum höfðum á þakinu.

Nauðsynleg smáatriði, eins og beislið og sylgjurnar og handföngin sem eru mótuð eins og rokókóskraut eða fléttuð með raunverulegum greinum, eru einnig úr gylltum bronsi.

Litasamsetning vagnsins fellur vel að græna flauelinu inni í yfirbyggingunni og á skjaldarmerkinu.

Hið að nokkru óhóflegi skraut og auðgi skreytiformanna, sem venjulega finnast ekki í verkum vagnasmiða frá Vín frá þessu tímabili, má skýra með þeirri staðreynd að vagninn var pantaður fyrir krýningu Elizavetu Petrovnu. 1744 gerði listamaðurinn Grigory Kachalov stungumynd „Keisaraynja kemur inn í Kreml fyrir krýningu“ sem staðfesti að Copé-vagninn hefði tekið þátt í krýningarskrúðgöngunni.


Heimild: https://www.kreml.ru/

Þýðing: Friðrik Kjartansson og erlendur.is

Skráning: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Cutter uppgerður eftir minni #6Cutter uppgerður eftir minni #6

0 Comments

Paul DeLongpre

Ég bjargaði hlutunum úr harðviðar-hestasleðanum mínum er geymslustaðurinn hans var seldur. Meðfylgjandi er mynd af bílakerru með hlutum sem ég bjargaði. Meiðunum virðist fylgja nóg af járnhlutum og fyrri viðum til að komast að því hvernig hann leit út. Þegar kemur að yfirbyggingunni hef ég mun minna tiltækt til að nota fyrirmynd. Ég held að ég sé með aðalharðviðinn réttan úr járnverkingu og harðviðarleifar sem eftir voru en ég get ekki fundið út hvernig fuglafígúran, sem er líka með lítið ryðgaðan járnbút sem hangir við, samlagast aðalgrindinni.

Ég er líka ekki viss um hvernig gólfið er skipulagt og smíðað. Allar myndir sem ég finn eru ekki nógu góðar til að gefa mér hugmyndir ásamt því að ég er ekki viss um gerðina/heiti sleðans þar sem ég hef ekki séð hann í 40 ár. Ég gaf samt út myndina af því sem mér finnst komast næst upprunanum. Allar hugmyndir, eða betri myndir af smáatriðunum eða jafnvel uppflettibók, væri frábær hjálp!

Með fyrir fram þökk. Paul.

Ekki minnst á smíðaár eða tímabil.



Teikning úr bókinni „Horse Drawn Sleighs“, eftir Susan Green. Önnur útgáfa 2003: Teikning af Cutter sem kemst hvað næst á þessum myndunum. Sést fuglahöfuðið (ornimentið), hvernig gengið er frá því, og hvar það er staðsett.




Heimild: Paul DeLongpre Facebook og teiknaðar myndir. Horsed Drawn Sleights, önnur útgáfa; Susan Green.

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Mælieiningar Dauðadalsvagnanna!Mælieiningar Dauðadalsvagnanna!

0 Comments

Milli 1883 og 1889 skiptu tuttugu múldýr spennt fyrir vagna sköpum við að flytja borax frá Death Valley til Mojave, Kaliforníu.

Þessi flutningsaðferð var skipulögð með múldýrum. Múldýrin skiluðu af sér 264 kílómetra eða 165 mílur til að komast að þar sem járnbrautarteinarnir enduðu.

Staðreyndir um vagnana


Hlutverk vagnanna var að flytja 10 „stutt“ tonn af borax í ferð. USA þyngdareining. Jafngildir 2.000 lb avoirdupois eða 907,19 kg sem stutt toon (short ton).

Vagnarnir voru með afturhjólum sem stóðu 2.1336 metra (sjö fet) á hæð, með 2,54 sentimetra eða 1 tommu þykkum járngjörðum á hjólum, smíðaðir upp úr gegnheilli eik.

Rýmið um borð var 4.8768 metrar (16 fet) á lengd og 1.8288 metrar (6 fet) á dýpt og hver tómur vagn vó 3.538 kíló (3.53802 tonn).

Vagnlestin, sem spannaði yfir 54.864 metra (180 fet) með múldýr í eftirdragi til vara, samanstóð af þremur vögnum sem urðu að vera til staðar svo hægt væri að fara af stað.

Fremsti vagninn, „Trailer“ og seinast „back action“, og allra síðast var vatnsflutningatankurinn.


Teymisstjórinn var ábyrgðarmaður á stjórn teymisins, notaði langan taum sem kallaður var „Skíthælslína“-1 og langa svartormasvipu.

Hann var venjulega að stjórn við vinstra hjólið og gat teymisstjórinn einnig stjórnað bremsunni frá vagnsætinu niður bratta brekku.

„Skiptirinn“ sem venjulega sat í vagninum stjórnaði bremsunni á mishæðóttu landi.

„Skiptirinn“ var líka með fötu af litlum steinum til að grýta múlhestana til hlýðni. Báðir deildu mennirnir með sér ábyrgð, þar á meðal að undirbúa liðið, sinna þörfum múldýranna og sinna dýralæknis- eða viðgerðarmálum.

Hádegisstopp leyfði að fóðra og vökva múlhestana þótt þeir væru enn beislaðir, og á kvöldin voru múlarnir settir í búr með fóðurkössum.

Ferðalag hvers dags var yfirleitt 10,6 kílómetrar eða nálægt 17 mílum, sem olli því að ferðin aðra leiðina tók um það bil tíu daga. Fyrirtækið sem rak þessa „útgerð“ útvegaði skála á næturstoppum fyrir ökumenn og múldýrin.


Söguleg frásögn Remi Nadeau, „Fraktteymi Nadeau í Mojave“, leggur áherslu á yfirburði múlhestanna til notkunar í eyðimörkinni og undirstrikar mikilvæga hlutverk þeirra í að flytja borax með góðum árangri.

Með því að skilja flutninga, forskriftir og rekstrarstjórnun tuttugu múldýra sem var beitt fyrir vagnana fáum við innsýn í þá ótrúlegu viðleitni sem auðveldaði flutning á borax seint á 19. öld.

Norður-Bandaríkja þyngdareining sem jafngildir 2.000 lb avoirdupois (907,19 kg). nafnorð: stutt tonn


Smelltu á Google Ngram Viewer til að sjá nákvæmari tímalínu og stærri!

Google Ngram Viewer

Heimild: History Shortcut á Facebook

Skráði og þýddi: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Strætis og víðavangsmyndir London Stóra BretlandStrætis og víðavangsmyndir London Stóra Bretland

0 Comments






Alþjóðlegi hestvagninn #1Alþjóðlegi hestvagninn #1

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: Yfirlestur.is

Pæton Brake #2Pæton Brake #2

0 Comments

Í Portúgal, Golega

1901 Pæton Brake heitir brake vegna þess að framhjólin ganga undir bogann undir sætinu. Þessi Pæton tekur að minnsta kosti átta farþega með kúskinum. Þessi ætti því að vera lipur í þröngum aðstæðum. Þetta eintak hefur þörf fyrir heildaruppgerð; ástandið er orðið þannig að aðeins algjörs niðurrifs og uppbyggingar er þörf ásamt málaravinnu. Vagninn er samt vel heillegur og viðráðanlegur í uppgerð.


Öflugt og vel skapað járnverk.


Bremsubúnaðurinn er vel vandaður miðað við sambærilega vagna þessa tíma og gerðar. Uppstigin eru líka sterklega og vönduð til að endast.



Afsakið léleg myndgæði.




Þýðing og skrásetning: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Öxull og Nafið gúmmífóðraðÖxull og Nafið gúmmífóðrað

0 Comments

Einkaleyfi í Bandaríkjunum, Kanada og Evrópu

Er núna framleitt með leyfissamningi af eftirfarandi vel þekktum fyrirtækjum

The Tomlinson Spring Co., Newark, N.J. Messrs. Sheldon & Co., Auburn, N.Y., Ives & Miller, New Haven, Conn. Messrs, S.Rogers & Co., Standfordville, N.Y.”

Teikning sýnir gegnskorinn öxul og naf með gúmmípúða. B, Gúmmípúði; D, Úrtaka fyrir öxulhús/hring (slív); E, Flipi í öxulhúsi (Box)

Hver og ein pöntun frá áðurnefndum framleiðendum getur orðið til mikilla bóta við raunverulega notkun, að undaskildum „þriggja bolta póstinum“ Hafandi veitt umsögn og gagnrýnt formlega kynninguna af „öxulpúðinn“ til vagnamiðlunar- hafa verðleikar vörunnar verð að fullu viðurkenndir af tveggja ára prófunum í 50 farartækjum, léttum og þungum, í stanslausum daglegum notum á holóttum og ósléttum götum New York. Við biðjum um að mega kynna stuttlega mikilvægi þess. Í nafið af venjulegri gerð eða formi er ÍSETNING SVEIGJANLEGS GÚMMÍPÚÐA, faglega á sinn stað í nafinu með okkar einkaleyfisverkfæri, bæði einfalt og afdrifaríkt. Tryggja fyrstir allra í hestvagnaiðnaðinum svipaðar niðurstöður og þegar gúmmípúða er komið fyrir í lestarvögnum.

Öryggi, þægindi og rekstrarlega hagkvæmt

Í notkun öllum farartækjum á hjólum fyrir farþega eða frakt

Gúmmípúðarnir geta ekki aflagast af notkun eða slitnað, þeir eru þéttilega festir á sinn stað til að fyrirbyggja að olía eða smurfeiti komist inn í náið. Innleiðing gúmmípúð- öxlanna á meðal leiðandi hestvagnaframleiðanda í þessari borg og annars staðar, undir stöðugu eftirliti prófana sem hafa verið gerð án kvaða frá eigendum vagnanna sem prófaðir hafa verið. Ábyrgð í boði um gildi hestvagnasamfélagsins eða GÚMMÍPÚÐAÖXLAR ekki sem ótrúverðug tilraun, heldur fullkomin og verðmæt framför.

THE RUBBER CUSHIONED AXLE CO.,

Brodway, sjöundu götu og fertugasta og þriðja stræti,
New York

B.F. Britton, President.
J.B. Sammis, Secretary and Treasurer.
G.W. Hayes, Superintendaent.

The Carriage Monthly Advertiser, Feb 1877
Heimildir: Bókin: Wheelmaking, wooden wheel design and construction með
The Carriage Mothly Advertise, Feb 1877 á bls 205

Þýðing og skráning: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is