Tag: ból

Glæsivagn frá París 1757 #7Glæsivagn frá París 1757 #7

0 Comments

Þetta glæsiökutæki var gefið Elísabetu Petrovna keisaraynju af Kirill Razumovskíj árið 1754.

Kirill Razumovskíj, bróðir Alexeys Razumovskíj sem var í miklu uppáhaldi hjá keisaraynjunni, naut verndar hennar.

Hann hlaut greifatitil árið 1744, varð síðan forseti Vísindaakademíunnar í Sankti Pétursborg árið 1746 og var skipaður herforingi Úkraínu árið 1750.

Vagninn er fjögurra sæta.

Yfirbyggingin mjókkar niður á við og neðri hluti fram- og afturhliðanna er sveigður.

Það eru fimm gluggar á fram- og afturhliðum. Gluggarnir og efri hluti hurðanna með myndskreyttu efra hlutanum innihalda rúðugler.

Hurðirnar eru lágar og samanbrjótanlega þrepið ganga inn í vagninn.

Glæsilegur og gylltur vagn er eðlilega talinn eitt besta dæmið um farartæki í rókókóstíl, sem stendur enn ósigraður í heiminum.

Hópur viðurkenndra franskra meistara vann að sköpun þessa óvenjulega farartækis.

Hönnun hins stórbrotna forms vagnsins er unnin af franska arkitektinum Nicolas Pineau.

Á grundvelli þess smíðaði meistarinn Drillerosse vagninn og skreytti hann með glæsilegum gylltum útskurði.

Málverk á spjöldum voru gerð af hinum fræga franska listamanni François Boucher.

Við hönnun þessa einstaka vagns leitaðist Nicholas Pineau við að gefa honum ekki aðeins íburð, heldur einnig hátíðlega reisn „sem hæfir keisaraynju víðfeðms ríkis“.

Hann stækkaði vagninn eins mikið og mögulegt var og lagði sérstaka áherslu á áhrifaríka skreytingu þar sem gylltar tréútskurðarskreytingar með óvenjulega ríkulegri mótun eru ráðandi þáttur.

Hönnun hans var framkvæmd af hinum frábæra vagnsmið og skreytingameistara A.

Drillerosse, sem reyndist vera afburðameistari á mörgum sviðum lista.

Stóru ósamhverfu skrautsveigirnir, skeljarnar og blómin, sem sýna óþrjótandi ímyndunarafl meistarans í skreytingunum, lúta heildarsamsetningunni.

Þeirra skringilega sveigðu línur minna á öldutoppa. Taktfast raðaðir skrautsveigirnir, skeljarnar og mjúklega sveigðir blómastilkarnir, sem mynda eina heild, falla vel að útlínum vagnhússins og gefa því fullkomið þrívíddaryfirbragð.

Allir burðarhlutar eru skreyttir með skurðlist: stólparnir á veggjamótunum, gluggaumgjarðirnar og dyrakarmarnir.

Djúpa skurðlistin er gyllt, en grinnri og fínni skurðlistin er varla sjáanleg. Ríkulegasta skurðlistin er á efri hluta vagnhússins, og þökk sé því má njóta háháu skurðlistarinnar frá öllum sjónarhornum.

Víðáttumikið yfirborð fram- og afturhluta undirvagnsins og dráttarskaftsins er skreytt með upphleyptu mynstri af stórum skrautbogum.

Gyllta útskurðurinn á hjólunum sker sig skýrt úr á móti hinum rauða bakgrunni.

Meistarinn valdi hlynvið sem efni í útskorna skrautið og nýtti sér á kænsku mýkt hans til að skapa flókið plastískt mynstur sem virðist nánast mótað.

Hér er kunnátta útskurðarmeistaranna augljós, því hlynviður er erfiður í vinnslu og minnsta mistök í hreyfingum skilja eftir sig för.

Einn útskurðarhlutinn ber merkið „A’Drillerosse“, sem er nafn meistarans sem smíðaði vagninn.

Brons gegnir mikilvægu hlutverki í skreytingunum.

Sérstaklega áhugaverðar eru bronsrelíef plöturnar sem þekja uppspretturnar með myndum af englum að leika sér í bylgjum og blómum.

Englarnir eru mjög líflegir og alls ekki heftir eða hefðbundnir, á meðan blómin eru unnin í mikilli smáatriðavinnu.

Bronsskreytingarnar mynda aðskildar samsetningar og falla vel að heildarútlitinu.

Ástæða er til að ætla að þær hafi verið gerðar í verkstæði hins fræga gyllara og silfursmiðs, Philippe Caffieri, myndhöggvara Loðvíks XV. Frakklandskonungs.

Mjúkur, öldulaga taktur bronsins og tréskurðarins sameinast rókókó-eðli málverksins, sem er eftir François Boucher.

Hvert spjald á hliðum og hurðum minnir á málað spjald í íburðarmiklum rókókó-ramma.

Málverkið með goðsögulegum viðfangsefnum einkennist af ósamhverfum, mjúkum línum, gnægð smáatriða, daðurkenndri yndisþokka í hreyfingum englanna og fínlegum litasamsetningum.

Tjáningarríkar fígúrur englanna virðast geisla af mildu ljósi sem gerir alla samsetninguna hlýja og gleðiríka. Litaskalinn samanstendur aðallega af fölum bláum og bleikum tónum.

Þessir mildu pastellitir gefa vagninum sérstaka fágun. Fallegt upphleypt gullsaumsmynstur prýðir innra rautt flauelsbólstrið og skjaldarmerkið.

Vagninn er búinn nýjustu tæknilausnum, nánar tiltekið fjöðrum, þróuðum öxulliðum og svanshálsi, auk þess sem hann er með sæti fyrir ökumanninn.

Vagninn ber einkenni rókókóstílsins, þótt einkenni nýs stíls, klassíkur, hafi byrjað að birtast í skreytingum Parísarvagna frá þessum tíma.

Form þeirra var rólegra og útskurðurinn fíngerðari.

Hugsanlegt er að vagninn hafi verið skreyttur í rókókóstíl samkvæmt fyrirmælum frá rússneskum viðskiptavini, því þessi stíll var að verða hátískutíska í Rússlandi.


Heimild: https://www.kreml.ru/en-Us/

Þýðendur: Friðrik Kjartansson og erlendur.is

Skáði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Stanhope Pæton #17Stanhope Pæton #17

0 Comments

Vel smíðaður og snyrtilegur vagn með handmáluðum röndum og mjög gömlum lömpum!

Stanhope-Pæton. Rauðbrúnn með svörtum rákum sem eru handmálaðar.

Bólstruð með rauðbrúnu (maroon) efni, fornir lampar.

Framleiðandi og ár smíðaður óþekktur.

Vagninn er í góðu ástandi, er staðsettur í Centreville, Maryland, USA. 3.000 dollarar þegar þetta er skrifað. Takið eftir hversu snyrtilegur hann er og litlu gluggarnir á hlið og aftan á blæjunni/húddinu setja punktinn yfir i-ð









Heimild: Faith Ron í hópnum; Maryland, NJ,VA, WVA, PA, Del. Horse Swap. Facebook

Þýðendur: Friðrik Kjartansson og erlendur.is

Skráning: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is


Garðvagn Keisaraynjunnar Önna LoannovuGarðvagn Keisaraynjunnar Önna Loannovu

0 Comments

Tveggja sæta opinn vagninn fyrir Önnu Loannovnu keisaraynju síðan 1730 í Rússlandi.

Samsetningin, innréttingar og samanburðargreiningar á svipuðum vögnum staðfestir þessa tímagreiningu.

Það er ómögulegt að segja með vissu hvar vagninn var smíðaður.

Verkstæðin á þeim tíma voru til staðar bæði í Sankti, Pétursborg og Moskvu.

Hins vegar sanna skjölin að á árunum 1728-1732 höfðu bestu vagnsmíðameistararnir yfirgefið Sankti Pétursborg og fluttu í kjölfarið keisaraembættið til Moskvu eða annarra höfuðborga Evrópu.

Á sama tíma héldu verkstæðin í Kreml í Moskvu áfram virku starfi sínu.

Á birgðaskrá frá 1770 yfir reiðtygi og hestvagna sem varðveitt er í vagnagarðinum í Kreml er minnst á garðvagninn sem hafði verið yfirfarinn hér snemma á 18.öld sem „fyrirmynd að nýjum svipuðum útbúnaði“.

Samkvæmt þessu og öðrum gögnum frá hallarhesthúsum kanslara, var þessi vagn líklega smíðaður af meisturum Kreml í Moskvu.

Vagninn er opinn fyrir tvo, ekki lokaður né með hurðum.

Farartækið geislar af Barokkoeinkennum og er glæsilegt. Yfirbyggingin er með fínum bogalímum að ofan ásamt neðri hluta yfirbyggingarinnar.

Innréttingin er úr gullhúðuðum og sniðnum bylgjuskífum, útskornum léttarskeljum, laufblöðum og einnig málverki.

Á úthliðunum er merki rússneska ríkisins og kvenfígúra í ramma af bókrollum og kertum á grænum bakgrunni. Af táknmyndinni að dæma er myndin Anna keisaraynja.

Sjá má tilraun í málverkinu til að miðla líkingu við fyrirmyndina. Andlitsmyndir fóru að birtast í vagnasmíði á fyrsta fjórðungi 18. aldar.

Vagninn er ekkert sérstaklega íburðarmikill og innréttingin ekki mjög glæsileg. Þessi dálítið óvenjulega meðferð á umgjörð keisaraveldis skýrist líklega af því að farartækið var aðeins notað til að rúnta um hallargarðinn.

Þetta kemur aftur á móti líka fram í byggingu vagnsins. Hann er lítill og með efnismiklum og breiðum hjólum til að spilla ekki og sökkva í stíga hallargarðsins.

Útfærsla skreytingarinnar kunni að hafa verið ákveðin af þeim sem sá um vagninn.Skjöl í vopnabúrinu staðfesta að vagninn hafi verið gerður fyrir Önnu keisaraynju í Moskvu.

Bólstrunin var endurnýjuð ekki löngu síðar en 1740. Áklæði af grænu ullarefni var skipt út fyrir daufari lit af rauðleitu flaueli.

Þetta er einnig staðfest af eftirlifandi bútum af græna áklæðinu. Vagninn var endurbyggður 1994. Hann hefur nú fengið sína upprunalegu mynd enn og aftur með áherslu á fágun.

Heimild: Moscow Kremlin Museums: – GARDEN OPEN CARRIAGE

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Brougham #6Brougham #6

0 Comments

Smíðaður einhvern tímann á 19. öld í Englandi og uppgerður vandlega 1978


Lítill Brougham tveggja manna smíðaður á Long Acre í London


Falleg og hefðbundin tígul eða -demantamunstur og virkilega hlýlegur( deep button). Gott að vera í með fóthitara á veturna. Hefur verið notaður í giftingum og kvikmyndum í nokkra áratugi.


Kostar aðeins kr: 542.000 ísl. Fyrir flutning. Einstaklega vandaður gripur.


Heimildir: Ben Gray á Facebook. Sem er líka eigandi og seljandi að þessum demanti. Myndir fengnar að láni hjá Ben Gray.

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Nátengt efni!

Brougham Shofle #7Brougham Shofle #7

0 Comments

Lýsing á Brougham Shofle í The English Coach Builders Sýningarskránni, heimssýningunni 1862

Þegar ég vaknaði í morgun vissi ég ekki að Brougham hefði líka komið í svona formi, því verð ég að pósta þessu og þetta er stór frétt fyrir mig. Ég treysti mér ekki til að þýða seinna nafn þessa Broughams en læt bara enska heitið halda sér en það gæti verið þýtt sem skóflan.

Svo lærði ég líka að Brougham er borið fram „Brom“: Vefsíðueigandi

Ef hugmyndin er að auglýsa þægindi Brougham samfara léttleika yfirbyggingarinnar, hneigjumst við að því að geta ekki sagt sannar frá.

Hugmyndin er að vissu leyti reynd, kannski ekki alveg orginal.

Líkindi meðal vagna.

Ef okkur skjátlast ekki þá var sýndur svipaður vagn á sýningunni 1851 og síðan hafa verið gerðar margar tilraunir svipaðar þessari.

Nokkrir vagnar voru líka sameinaðir í hugmyndinni.

Fram á sjónarsviðið komu bæði almennings- og prívatfarartæki en hurfu á stuttum tíma í limbói vannýttra og síðan eyðingar. Shofle-formið á vagninum varð vinsælt upp á síðkastið meðal aðalsmanna.

Sama hvaðan vagninn fær líkindin. En í þessu tilviki þróaðist vagninn lengra samfara notadrýgri.

Hann er líklegri til að ná vinsældum núna en áður fyrr vegna þess að tískan er ekki þröskuldur núna sem áður fyrr.

Bremsur eru ekki sjáanlegar.

Heimildir: The English Coach Builders 1887 bls 19-20
Yfirlestur: malfridur.is

Þýddi og tók saman Friðrik Kjartansson

Nátengt efni!