Vel smíðaður og snyrtilegur vagn með handmáluðum röndum og mjög gömlum lömpum!
Stanhope-Pæton. Rauðbrúnn með svörtum rákum sem eru handmálaðar.
Bólstruð með rauðbrúnu (maroon) efni, fornir lampar.
Framleiðandi og ár smíðaður óþekktur.
Vagninn er í góðu ástandi, er staðsettur í Centreville, Maryland, USA. 3.000 dollarar þegar þetta er skrifað. Takið eftir hversu snyrtilegur hann er og litlu gluggarnir á hlið og aftan á blæjunni/húddinu setja punktinn yfir i-ð
Heimild: Faith Ron í hópnum; Maryland, NJ,VA, WVA, PA, Del. Horse Swap. Facebook
Þreyttur Omini bus eða strætó. Engar upplýsingar um smíðaár eða neitt viðkomandi vagninum. Hann er staðsettur á Spáni. Sjaldan maður sér Omini bus með húddi/skerm/blæju yfir Kúsikinum. Það er mikil vinna að ná þessum til baka í gott ástand!
Sagan sem fylgir vagninum: Friðrik settist aldrei upp í þennan vagn enda góður reiðmaður og vildi ekkert með vagninn hafa að gera.
Konungur reið gjarnan fremstur í flokki, því að hann vildi heilsa fólki fyrstur og taka því tali ef honum sýndist svo.
Vagninn eftirlét hann Carl Locher, sem var málari í fylgdarliði hans og var orðinn nokkuð aldraður og þungfær.
Eitt sinn var vagninn dreginn tómur og var þá konungi sagt að Carl væri sjálfur ríðandi.
Reið konungur þá Carl uppi til að spyrja hann hvernig hann hefði komist á bak! Ástæðuna má sjá ef smellt er á hlekkinn að nafni málarans hér ofar í textanum!
Athuga skal að þessi frásögn eru munnmæli ekki staðreindir!
Vagninn er á gúmmíhjólum, það er að segja sérstök gúmmípulsa sem er með einum eða tveimur vírum inn í til að strekkja gúmmíið utan um hjólið og ofan í u-skúffuna sem er úr járni og virkar eins og felgur nútímans.
Reyndar er þessi lausn fyrstu felgurnar, eftir því sem vefsíðueigandi best veit. Gúmmíhjólin komu til skjalanna eftir 1855 eða þar um bil.
Charles Goodyear fann upp aðferð til að efnabreyta gúmmíinu til að nota það í dekk undir ökutæki af slysni.
Goodyear fór í skuldafangelsi og dó öreigi meðan aðrir stórgræddu á uppfinningu hans.
Bogann er búið að spengja í þessum Phaeton. Þessi eða svipaður bogi finnst líka í „Viktoriu“-vagninum og fleiri gerðum vagna.
Fremra sætið vísar farþegum aftur (snúa aftur). Var svoleiðis í Vis a Vis og/eða Social-vögnum.
En hafa ber í huga að Phæton kom í mjög mörgum útgáfum og stundum er svolítið erfitt að skilgreina hverrar gerðar þeir eru.
Kúskurinn eða ökumaðurinn sat að öllum líkindum til vinstri héðan megin séð með taumana en það gæti líka verið að kúskurinn sæti bara á hestinum og æki vagninum þannig; það var vel þekkt, þó aðallega hjá aðlinum og kóngafólki.
Setan eða sessan undir kúskinn var oftast hærri að aftan og myndaði þannig halla fram, líklega til að gefa betri líkamsstöðu til akstursins.
Járnverkið í armhvílunni á sætinu bendir til að sætið sé upprunalegt eða smíðað með vagninum.
Litlu napparnir beggja megin á handriðunum gætu verið vísbending um það, en þeir eru til að krækja hlífðarteppi eða dýrahúð yfir farþega.
Uppstig eru mjög mikilvæg, gerðu mögulegt að byggja vagnana hærra og hærra frá jörðu og komu sér vel þegar stóru og háu póstvagnarnir komu til sögunnar en það var snemma eða á 16. öldinni.
Sagt er frá í sumum lýsingum á vögnum að þeir væru hengdir1lágt til að eldra fólk og konur ættu auðveldara með umgang.
Uppstig á vögnum með yfirbyggingu sem var með hurðum var oft þannig að hlíf var látin koma yfir þrepið/uppstigið. Þegar hurðinni/unum var lokað var hlíf yfir uppstiginu fest undir hurðina/hurðirnar sem hjálpaði til við að halda frá því miklum óhreinindum.
Lögunin á sætinu og brettinu er nokkuð einkennandi fyrir Phæton.
Oft var fellanleg húdd/hlíf2 úr leðri eða öðrum efnum yfir sætinu og kallaðist (Hood) á ensku.
Einnig var Victorían með svipuðu lagi á afturhlutanum.
Nafngiftin Viktoría er í höfði Viktoríu drottningar Stóra Bretlands.
Við erum að horfa á fimmta hjólið, ( the fifth wheel ) með miðjubolta eða ( King pin ) á ensku.
Þetta er, eins og þið sjáið, töluvert járnvirki. Það voru dæmi um að vagnarnir væru liðstýrðir, svona eins og búkollur nútímans eða Pileloader (vélskóflu), sem sagt tengipinni/bolti í miðju farartækis eða framarlega og þá þyrfti ekki fimmta hjólið.
En sú lausn náði ekki vinsældum. Sjá næstu mynd.
Tveir miðjuboltar rétt fyrir framan miðju jafni Phæton, samhverfur Phæton eða miðju Phæton
Fimmta hjóls járnverkið séð framan á.
Þegar síðast var vitað um þennan vagn var hann kominn í uppgerð á Íslandi.
Samantekt af Friðrik Kjartansson Með innilegum þökkum til Þorkells Hjaltasonar fyrir lánið á myndunum.