Tag: 1860
G. & D. Cook & coG. & D. Cook & co
Kynningargrein frá 1860
Aðstöðuhús okkar eru í dag betri en nokkur önnur aðstaða í heiminum og stöðugar endurbætur. Mikið af vinnunni er gerð í vélum sem er spennandi með það fram yfir að vera nákvæmari sem getur ekki verið leikið eftir af handavinnu. Heildarframleiðsla okkar er ekki aðeins byggð á risastórum skala heldur búin frábæru kerfi, með verkaskiptingu sem aftur er skipt niður fyrir hvern og einn starfsmann sem sinnir aðeins einu verkefni í fyrir fram ákveðnu ferli, sem er nýtt kerfi sem gerir heildarframleiðsluna ódýrari og einfaldari.
Samt sem áður er annað atriði sem framkallar nákvæmari og ódýrari framleiðslu er varahlutaþjónustan; þar sem viðskiptavinurinn fær varahlutinn á innan við sólarhring og ef viðskiptavinurinn vill skyndilega topp á vagninn sem hann keypti topplausan sendum við slíkt samdægurs og hann mun passa frábærlega. Þetta fyrirkomulag er líka hugsað fyrir umboðsmenn okkar þar sem þeir geta alltaf skipt um topp, sæti, yfirbyggingu, bak eða næstum því hvaða hlut sem vera skal. Það eru alltaf til nokkrar gerðir á lager um land allt sem er ábyrgðinni til stuðnings.
Með þessum yfirburðum og mörgum öðrum (sem við getum ekki hætt að minnast á) þykjumst við öruggir með að meirihluti kaupanda gefi okkur góða sögu með öryggi um að enginn framleiðandi í landinu (USA), eða þá heldur í henni veröld, geti keppt við okkur um gæði okkar og stíl og verð.
Vöndum okkur við sendingar vöru ásamt tryggingum til viðskiptavinar. Við höfum komið á fót sendingaþjónustu í New York sjálfir, þar sem vara er ekki einungis keypt af okkur heldur er öllum varningi stýrt þaðan um öll Bandaríkin. Til að sjá smáatriði sjáið blaðsíður 66 og 142 í þessari bók.
Heimildir: G. & D. Cook & co’s Illustrated catalogue of carriages and special business advertiser útgefið 1860
Tók saman og þýddi: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is
Alþjóðlegi hestvagninn #1Alþjóðlegi hestvagninn #1
G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860
Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: Yfirlestur.is
Léttavagn frá 1860 til 1869 #1Léttavagn frá 1860 til 1869 #1
Buggy eins og hún heitir á frummálinu, einstaklega fallegt eintak!
Olmsted Falls geymir þessa gullfallegu léttakerru (Buggy). Stór glæsileg léttakerra smíðuð 1860 til 1869 eða á þeim áratug. Uppgerð í það ástand sem eru gæði fyrir safn fyrir einhverjum árum síðan. Það finnst ekki betra eintak af orginal léttakerru. Alltaf geymd inni við bestu aðstæður, raka og hita. Getur aðeins verið sýnd áhugasömum með fyrir fram pöntun á tíma.
Þýðandi og skráning: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is