Áhugaverð myndbönd um vagnana og notkun þeirra eru neðst í póstinum!
Tuttugu múldýr með Borax-vagna og einn vagn með vatni einhvers staðar í Dauðadalnum í Suður-Kaliforníu sirka um 1890. Heimild: Western Mining History Facebook.
Múldýrateymið. Þegar þessar myndir voru teknar 1890 var komið að lokum flutninga Borax. Á næsta ári kemur járnbrautarspor í Borax-námurnar sem ýtir múldýrunum úr starfi, flestum þeirra var sleppt út í náttúruna.
Múldýrin 18 og tvö hross voru fest í 80 feta keðju sem lá alla röðina sem dýrin voru spennt í. Þótt kúskurinn, „MuleSkinner“, hafi svipu með handfangi um sex fet og 22 feta svipu var hans aðalhlutverk að gefa fyrirmæli við að hagræða þessari keðju sem var kölluð bjánalína. Kúskar teymisins sáu um að beisla múlasnana á hverjum morgni. Tveir hestar fóru fyrir hópnum. Þótt hestarnir væru stærri en múlasnarnir og hefðu meiri styrk til að koma vögnunum á hreyfingu hentuðu þeir ekki eins vel inni í eyðimörkinni og múlasnarnir. Mule Skinner hefur unnið sér inn 100 til 120 dali á mánuði, mjög há laun fyrir vinnu sína.
18 múldýr, tveir hestar og 20 manna lið sem þurfti til að knýja Bótox-vagnana. 18 múldýr og tveir hestar sem voru spenntir fyrir stóra vagna sem fluttu Bótox úr Dauðadal í Kaliforníu frá 1883 til 1889. Teymin fóru frá námum yfir Mojave-eyðimörkina að næsta járnbrautarspori sem var í 165 mílna fjarlægð frá Mojave CA.
Myndband um hvernig vagnarnir voru notaðir og hvernig Múldýrunum var stýrt!
Hefð er komin á að aka Borax-vögnunum ásamt fleirum síðan 1967
Dave vagnsmiður frá Montana að skila og prufuaka „nýju“ vögnunum!
Horfið á þjálfaðan vagnasmið til 42 ára vinna krefjandi verk!
Þýðing og skráning: Friðrik Kjartansson
Heimild: OLD WEST LEGENDS, Outlaws, Gunfighters, Lawmen Facebook 3 myndir taldar ofan frá.
Yfirlestur: malfridur.is