Hestvagnasetrið.org uncategorized Brougham Shofle #7

Brougham Shofle #7

0 Comments 10:01

Lýsing á Brougham Shofle í The English Coach Builders Sýningarskránni, heimssýningunni 1862

Þegar ég vaknaði í morgun vissi ég ekki að Brougham hefði líka komið í svona formi, því verð ég að pósta þessu og þetta er stór frétt fyrir mig. Ég treysti mér ekki til að þýða seinna nafn þessa Broughams en læt bara enska heitið halda sér en það gæti verið þýtt sem skóflan. Svo lærði ég líka að Brougham er borið fram „Brom“: Vefsíðueigandi

http://www.handverkfridriks.com/brougham-shofle/brougham-shofle-2/

Ef hugmyndin er að auglýsa þægindi Brougham samfara léttleika yfirbyggingarinnar, hneigjumst við að því að geta ekki sagt sannar frá. Hugmyndin er að vissu leyti reynd, kannski ekki alveg orginal. Líkindi meðal vagna. Ef okkur skjátlast ekki þá var sýndur svipaður vagn á sýningunni 1851 og síðan hafa verið gerðar margar tilraunir svipaðar þessari. Nokkrir vagnar voru líka sameinaðir í hugmyndinni. Fram á sjónarsviðið komu bæði almennings- og prívatfarartæki en hurfu á stuttum tíma í limbói vannýttra og síðan eyðingar. Shofle-formið á vagninum varð vinsælt upp á síðkastið meðal aðalsmanna. Sama hvaðan vagninn fær líkindin. En í þessu tilviki þróaðist vagninn lengra samfara notadrýgri. Hann er líklegri til að ná vinsældum núna en áður fyrr vegna þess að tískan er ekki þröskuldur núna sem áður fyrr. Bremsur eru ekki sjáanlegar.

Heimildir: The English Coach Builders 1887 bls 19-20
Yfirlestur: malfridur.is

Þýddi og tók saman Friðrik Kjartansson