Hestvagnasetrið.org Bandaríkin Norður Ameríka,uncategorized Viðhald viðgerð á hjóli og nafi #1

Viðhald viðgerð á hjóli og nafi #1

0 Comments 10:00

Frásögn LeCharron.ch’s


Viðgerðarlýsing. Auðvitað fann ég feiti í olíuöxlaboxunum1. Feiti í stað olíu getur valdið mjög miklu sliti á spindlinum og bronslegum. Ég fann líka plastefni2 í píláratöppunum og í sprungum á nöfunum. Ég fyllti í helstu sprungur með viði. Ástand málningarinnar er skelfilegt, allt í lamasessi vegna lélegs undirbúnings og viðhalds. Viðurinn á pílárum og nöfum er feitur vegna þess að boxþéttingarnar3 eru slitnar og þurrar og hafa lekið. Viðinn þarf að grunna fyrir málningu.






Viðgerðin felst í því að þétta þornuð hjólin án þess að skipta um parta af þeim. Hér eru nokkrar ástæður fyrir því að þessa vinnu ætti að framkvæma af einhverjum sem hefur þekkingu til að ljúka henni með góðum árangri. Eftir að meta ástand hjólsins þarf að fjarlægja gúmmípulsuna. Fjarlægðu allan málm. Finndu út stífleika hjólsins. Gerðu nauðsynlegar umbætur eins og útskýrt er fyrir neðan myndirnar. Mótaðu píláratappana eftir þörfum í hvert móttökugat. Límdu á tappana ef þarf. Búðu til það „hlaup“ sem þarf til að hjólið falli í réttar skorður. Mældu hjólið og færðu það yfir á vinnublað. Reiknaðu frádrátt. Að lokum skal sníða tappa og móttökuholur svo þeir passi saman. Þá er allt tilbúið fyrir samsetningu.

Gúmmíið þrifið!

Tapparnir, sem hér sjást, höfðu þegar verið styttir áður (miðað við flötinn sem tekur dýpra í tréhjólbarðann). Með tímanum og álaginu á hjólið hafa tapparnir þrýsts út. Þá verður að skera slétt við flötinn sem tekinn var dýpra en yfirborðið til að mynda bil á hjólbarðajárngjörðina. Til að tryggja þrýsting píláranna á nafið mega pílárarnir aldrei snerta járngjörðina sem er utan um tréhjólbarðann.

Hér er svo búið að stytta tappana slétt við flöt sem tekinn var við smíði hjólsins!

Mæling á utanmáli tréhjólbarðans!

Járngjörðin mæld til að ákvarða ummálið

Búið að taka ákvörðun um styttingu frá ummálinu frá því fyrir viðgerðina.

Búið að sjóða saman og tilbúið í samsetningu eftir málningarvinnu.


Heimild: The Antique Carriage Collectors Club á Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

  1. Sjá neðanmálsgrein 3 ↩︎
  2. Allt notað til að setja á milli í píláratappana þegar viðurinn rýrnar svo hægt sé að halda áfram að aka ↩︎
  3. Þéttihringir inni í nafinu sem eiga að halda smurfeitinni á ákveðnum stað á spindlinum/öxlinum. ↩︎

Skrifaðu

Your email address will not be published. Required fields are marked *