Category: Manhattan

Hestasendiferðavagn með ískubba #1Hestasendiferðavagn með ískubba #1

0 Comments

Konurnar á myndinni flytja stóra ískubba í hús til Manhattan. Fólk notaði ísinn til að kæla matvöru, eldaða eða óeldaða. Eftir því sem kæliskápar og frystir urðu algengari dó þessi þjónusta smám saman út.

Margt íssendiferðafólksins átti uppruna sinn á Suður-Ítalíu. Innflytjendur til BNA voru margir með litla menntun og/eða viðskiptakunnáttu. Margir fóru þá að vinna við sína kunnáttu sem var ísheimsendingarþjónustan í New York. Borgarlífið hafði þessa þjónustu í nokkra áratugi frá miðri nítjándu öld til um 1950. Á nítjándu öldinni var ísinn unninn úr tjörnum og vötnum og geymdur í íshúsum fyrir flutning til borgarinnar.

Eftir að bíla tíminn hélt innreið sína fækkaði hestvögnum smá saman í þessari þjónustu. Stór fyrirtæki keyptu upp þjónustu hestvagna ís flutninga á níunda og tíunda áratug nítjándu aldar auk ísvéla fyrir veitingastaði og bari. Verkfæri ís flutninga mannsins voru vírar, krókar, töng og ís pinnar. Vírinn var til að binda fyrir ís kökurnar; en það voru minni ísmolar saman í pokum til að halda kulda á stóru ísmolunum í flutningi.

Vinnudagur ísflutningsfólks byrjaði klukkan fjögur og endaði ekki fyrr en síðla kvölds, allt eftir árstíð eða vikudegi. Ísflutningafólk vann sjö daga vikunnar án fría. Arthur Miller rifjar upp í ævisögu sinni: Ísmenn voru í leðurvestum með blautan sekk yfir hægri öxlina. Þegar þeir höfðu rennt ísnum í kassann biðu þeir með vatnsdreypandi sekkinn og biðu eftir greiðslunni sinni. Tilvitnunin endar. Ísþjónustan lifði lengur í gegnum Amish-samfélögin, þar sem ís er venjulega afhentur í nútímanum með vörubílum til að kæla mat og annað viðkvæmt.

Heimild: https://en.wikipedia.org/wiki/Iceman_(occupation)
Meira um þetta efni á ,,Ice trade” og ,,Ice cutting” Wikipedia.org

Bækur um efnið: Joseph C. Jones, J.R.: America’s Icemen: An Illustrative History of the United States Natural Ice Industry 1665-1925. Humble, TX: Jobeco Books 1984

Þýddi og skrásetti: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is