Tag: vagnasmiður

G. & D. Cook & coG. & D. Cook & co

0 Comments

Kynningargrein frá 1860

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/07/Eigendur-G.-D.-Cook-co-300x183-1.jpg

Aðstöðuhús okkar eru í dag betri en nokkur önnur aðstaða í heiminum og stöðugar endurbætur. Mikið af vinnunni er gerð í vélum sem er spennandi með það fram yfir að vera nákvæmari sem getur ekki verið leikið eftir af handavinnu. Heildarframleiðsla okkar er ekki aðeins byggð á risastórum skala heldur búin frábæru kerfi, með verkaskiptingu sem aftur er skipt niður fyrir hvern og einn starfsmann sem sinnir aðeins einu verkefni í fyrir fram ákveðnu ferli, sem er nýtt kerfi sem gerir heildarframleiðsluna ódýrari og einfaldari.

 

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/07/Sendingamidstod-300x215-1.jpgSamt sem áður er annað atriði sem framkallar nákvæmari og ódýrari framleiðslu er varahlutaþjónustan; þar sem viðskiptavinurinn fær varahlutinn á innan við sólarhring og ef viðskiptavinurinn vill skyndilega topp á vagninn sem hann keypti topplausan sendum við slíkt samdægurs og hann mun passa frábærlega. Þetta fyrirkomulag er líka hugsað fyrir umboðsmenn okkar þar sem þeir geta alltaf skipt um topp, sæti, yfirbyggingu, bak eða næstum því hvaða hlut sem vera skal. Það eru alltaf til nokkrar gerðir á lager um land allt sem er ábyrgðinni til stuðnings.

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/07/Hestvagna-ihlutir-300x215-1.jpgMeð þessum yfirburðum og mörgum öðrum (sem við getum ekki hætt að minnast á) þykjumst við öruggir með að meirihluti kaupanda gefi okkur góða sögu með öryggi um að enginn framleiðandi í landinu (USA), eða þá heldur í henni veröld, geti keppt við okkur um gæði okkar og stíl og verð.

Vöndum okkur við sendingar vöru ásamt tryggingum til viðskiptavinar. Við höfum komið á fót sendingaþjónustu í New York sjálfir, þar sem vara er ekki einungis keypt af okkur heldur er öllum varningi stýrt þaðan um öll Bandaríkin. Til að sjá smáatriði sjáið blaðsíður 66 og 142 í þessari bók.

Heimildir: G. & D. Cook & co’s Illustrated catalogue of carriages and special business advertiser útgefið 1860

Tók saman og þýddi: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Landau ágrip, uppruni og lýsingarLandau ágrip, uppruni og lýsingar

0 Comments

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/07/Landau.jpgLandau var skapaður fyrir 1757 sem hægt var að neita þegar Landau var vagn sem hægt var að hafa opinn þegar óskað var. Nákvæmlega hvenær Pæton var fyrst smíðaður, get ég ekki vitað en eins og Landau sem er ranglega ályktað að hafi verið smíðaður 1757 er minnst á 1747 í kvæði við enda þessa kafla. Þetta kvæði var vinsælt meðal sérstaks hóps fólks en það sést best í kvæði/ljóði:,,The Pæton and the one Horse Chair”, sem var fyrst útgefið í fyrirmannaritinu,, Gentleman´s Magazine” desember
1759.

Heimild: Carriages and coaches: their history and their evolution bls. 174

Réttast er að segja frá þeirri hliðstæðu að Berliner and Landau, tveir vagnar sem tóku nafn bæjanna sem þeir voru fyrst smíðaðir í ungverska bænum Kotzee. Eins skal það látið í ljósi að Spánn, Ítalía og Frakkland hafa eignað sér uppfinninguna, sem er byggð á hversu líkir vagnarnir eru þeirra vögnum svo sem vagni sem þeir kalla Charettes.
Heimild: Carriages and coaches: their history and their evolution bls 62

 

Nútíma (State carriages) ríkis- vagnar halda öllum sínum fyrri glæsileika með lítið af gömlu og umfangsmiklu skrauti. Eitt besta dæmið um þetta er ríkis- vagninn sem Landau smíðaði fyrir Edward konung og notaður var við krýningarathöfnina. Þetta stórkostlega dæmi vagnasmíðalistarinnar, segir Sir Walter Gibley, er yfir 18 fet á lengd (5,49 metrar). Liturinn kallar fram ánægjulega tilfinningu. Grænn er með óteljandi blæbrigði, með uppruna gulllit ólífu og fer smá dökknandi þangað til liturinn greinist varla frá svörtu. Eplagrænn, grasgrænn, sjávargrænn, né heldur uppruna í grænan bláan getur verið notaður í vagnamálningu með góðum árangri. Í sumum tegundum af ljósri vagnmálningu nást fram áhrif af sumri með því að herma ýmis grös.

Heimild: Carriages and coaches: their history and their evolution bls. 259

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/07/carriagescoaches00strauoft_0309-3.jpg
Takið eftir að þessi vagn er með 8 fjaðrir!

Á krýningarhátíð drottningar 1838 gátu Lundúnabúar notað tækifærið til að bera augum skrautvagna sem fóru um Birdcage Walk strætið. Flestir þessara skrautvagna tilheyrðu sendiherrum ýmissa þjóða. Einn þessara vagna sem olli mestum æsingi var Marshall Soult smíðaður í Frakklandi aðeins fyrir konungsfjölskylduna. Thrupp lýsir vagninum: Yfirbygging var með glugga efst, með elegant silfurskreytta þakbrún; Það voru fjórir lampar með stóra kórónu á topplampa, við hvert horn yfirbyggingarinnar nálægt hornunum efst. Liturinn var elskulega blár, eins og kallað er Adelaid blue. Bridges Adams hafði skemmtilega sýn á liti. Hann hafði sínar eigin hugmyndir um bestu liti á vagna. „Fyrir bjarta sumardaga“ segir hann að strá eða sulphur gulur sé frábærasti og fallegasti liturinn; en fyrir þokukennt haustið er djúpur appelsínugulur.
Heimildir:
Carriages and coaches: their history and their evolution bls. 258

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

 

Hansom 4 hjóla leiguvagninn #1Hansom 4 hjóla leiguvagninn #1

0 Comments

Horfinn í gleymskunnar dá nema þær eftirgerðir sem smíðaðar hafa verið!


Fjögra hjóla Hansom

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/06/Fjogra-hjola-Hansom-2.jpg
Þetta eintak er smíðað í Belgíu ásamt fjölda annarra gerða hjá topp vagnasmið. Hér er hlekkurinn: https://carriages-schroven.com/carriages/

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/06/Fjogra-hjola-Hansom-1-scaled.jpgFrá eiganda vefsíðunnar og áhugamanni: Þetta finnst mér stór -merkilegt. Ég vissi þetta ekki þegar ég vaknaði í morgun að Hansom hefði komið með aðra gerð af vagni, en svona er það, lesa meira og meira og maður lærir meira og meira; einfalt ekki satt. Ekki finn ég mynd af þessum vagni svo ég sé viss um að um rétta mynd sé að ræða, en haldi áfram að leita og setji hér inn ef ég rekst á hana.

Clark an Aberdeen vagnasmiður hannaði 1885 fjögra hjóla Hansom. Þessi vagn hafði ákveðna yfirburði: Yfirbyggingin var í laginu eins og venjulegur Hansom með kúsk- sætið fest aftan á vagninn en var snúið við á undirvagninum, svo kúskurinn sat yfir hestunum á meðan farþegarnir snéru aftur. Þessi Hansom gat verið notaður opinn eða lokaður. Yfirbyggingunni gat verið snúið við til að uppfylla það. Aðeins fáein farartæki af þessari gerð rúlluðu London á stuttu tímabili en almenningi líkaði víst ekki þess konar farartæki og síðan hafa þeir horfið gjörsamlega.

Heimildir: Modern Carriages 1905 bls 3
Þýddi og tók saman Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: Yfirlestur.is


Formáli að ensku bændavögnunumFormáli að ensku bændavögnunum

0 Comments

Þessir vagnar urðu svo með tímanum samþykktir sem hefðarhönnun hvers lands og landsvæðis. Í sumum löndum urðu til tvær eða þrjár gerðir vagna sem voru samþykktar sem hefðarhönnun meðan í öðrum löndum urðu mun fleiri sem uppfylltu samþykktar hefðir. Þeim tuttugu og fjórum plötum ( plates ) í réttum litum er ætlað að gefa innsýn í vídd og útbreiðslu vagnanna eins og mögulegt er landfræðilega.

Þetta verkefni inniheldur lýsingu á vögnunum, byggða á persónulegum og upplýsingum sem koma víða að. Smíði vagnanna er lýst fyrst og fremst, vegna þess að höfundurinn (James Arnold) er ekki vagnasmiður (wheelwright) og í öðru lagi vegna þess að höfundur vill ekki troða sér inn á svið bókar sem nú þegar hefur verið gefin út, sem lýsir öllu ferlinu frá því áður en tréð er fellt til lokaafurðar, meðfylgjandi sú tilfinning að sú útgáfa sé fullnægjandi og verði ekki endurbætt.

Í þá bók, The Wheelwrights heildsala George Sturt, sem gefin var út af Cambridge University Press, verður vitnað nokkrum sinnum. Eins er saga vagnanna (History of waggons),

bók sem fjallar um frumstæð flutningaáframhald (the primitive transport onward), er ekki meðal tilvísunarbóka,

vegna þess að hún hefur verið tekin fyrir af Geraint Jenkins í bókinni enski búvagninn (the English farm wagon) útgefin af David og Charles ásamt Landbúnaðarflutningar í Wales) (Agricultural Transport in Wales), útgefin af Þjóðarsafni Wales (National Museum of Wales).

Verkefninu gæti verið best lýst sem samantekt til 25 ára af heimildaöflun, allt saman framkvæmt með mikilli notkun á hjólhesti. Jafnvel að stríði loknu var nóg af vögnum til. Suma fundum við á ótrúlegustu stöðum og enn í notkun, aðrir voru svo langt gengnir að aðeins var hægt að draga af þeim verðmætar upplýsingar. Teikningarnar hafa verið unnar úr skissum af vögnum víðs vegar í umhverfi sveitanna og annarra aðstæðna.

Mikil rannsóknarvinna liggur að baki og heldur áfram að vera framkvæmd því viðfangsefnið er nánast óþrjótandi. Höfundurinn mun alltaf vera djúpt þakklátur fyrir allar upplýsingar og lán á myndum, gömlum listum og svo framvegis. Þær upplýsingar sem stundum þykja léttvægar, geta sannað sig til að vera ómetanlegar að verðmætum. Eitt af verðmætustu hlutum í fórum höfundar er bréf frá Járnsmið á eftirlaunum frá áttunda áratugnum skrifað með vandlátri hendi.

Þýtt úr formála (Preface) bókarinnar The farm waggons of England and Wales, fyrst útgefin 1969 og svo núna endurprentuð með leiðréttingum 1974.

Skrásett og þýtt af Friðriki Kjartanssyni

Yfirlestur: malfridur.is

Notaðu hlekkina hér fyrir neðan og lestu um vagnana og hönnun þeirra ásamt sögu!

Hlekkir á vísindalegar greinar um ensku bændavagnana!

Hestvagninn frá Kent Teikning í lit og greinarstúfur!