Tag: útfararvagn

Saga listar í vagnasmíði 1. kafli bls. 3Saga listar í vagnasmíði 1. kafli bls. 3

0 Comments

Eftir dauða Alexanders var útfararvagn útbúinn

Flytja varð lík hans frá Babýlon til Alexandríu í Egyptalandi. Sú vegalengd voru nokkur hundruð kílómetrar. Líkvagninn hefur ef til vill aldrei verið nógu merkilegur til að minnast á í annálum vagnasmíðinnar. Hann var búinn til á tveim árum og var hannaður af hinum kunna arkitekt og verkfræðingi, Híerónýmusi. Hann var 18 metra langur og 12 metra breiður, á fjórum gríðarstórum hjólum og dreginn af sextíu og fjórum múldýrum. Útfararvagninn var samsettur úr palli og háu þaki, og átján súlur voru undir því. Hann var prýddur gulli og skartgripum. Gullbjöllur voru í þakbrúninni allan hringinn. Fyrir miðjunni var hásæti og fyrir framan kista Alexanders mikla. Kringum um kistuna voru vopn og brynja Alexanders. Þessi vagn var stór og sagnfræðingar hafa lýst honum og ýmsum áætlunum sem voru um útlit hans. Sjá má í verkum Ginsburgs á fornum vögnum í bókasafni British Museum, meðal annarra lýsinga.

Útfararvagn Alexanders mikla eftir lýsingu Diodorus Siculus . Heimild Wikipedia

Annað tímabilið í sögu hestvagna hefst með innrás Rómverja í Belgíu og Bretland. Bretar til forna höfðu notað vagna til hernaðarnota sem voru greinilega nýjar fréttir fyrir Rómverja. Hestvagnar Breta og Belga höfðu hærri hjól og var farið upp í að framan, ekki að aftan, eins og rómversku vagnarnir. Dráttarstöngin (tungan) stefndi upp að hálsi hestanna hjá Rómverjum. Hún stefndi lárétt milli hestanna og var svo breið að kúskurinn gat gengið eftir henni. Kúskurinn gat hlaupið fram eftir tungunni og stökk fram fyrir hestana Breta og Belgíu megin. Vagnarnir voru stærri en rómversku vagnarnir. Sæti voru líka um borð. Rómverjum þótti þetta sérkennilegt. Stundum voru þessir vagnar búnir tréútskurði sem stóðu út úr nöfum hjólanna. Gaulverjar og Belgar notuðu vafalaust svipaða vagna. Bresku vagnarnir „Út að borða“ [vagnar með sæti sem fengu þetta uppnefni frá Rómverjum sem fannst sérkennilegt] voru bestir. Cicero sem skrifar vini sínum í Bretlandi segir: „Fátt er þess virði að flytja það burt frá Bretlandi nema vagnanna en hann óskaði þess af vini sínum að hann færði honum einn til minja.“ Cicero skrifar vini sínum í Bretlandi segir: „Fátt er þess virði að flytja fólk burt frá Bretlandi nema vagnana en hann óskaði þess af vini sínum að hann færði honum einn til minja.“

Fjögurra hjóla vagninn, lægri hjól framan en hærri aftan, kallaðir „cisium“, varð aðalökutækið, hraðskreiðustu vagnarnir á opinberum vegum. Hvort heldur sem var á Ítalíu eða á hernaðarvegunum sem áður höfðu verið lagðir inn í Frakkland, Spán eða Þýskaland. Póstsendingar og bréf voru send með hraði og stundvísi til hinna fjarlægari hluta Rómaveldis. Sagnfræðingurinn Svenótínus nefnir að Ágústus keisari hafi sent unga menn, á sínum valdatíma, á hervögnum með boð til héraðsstjóranna. Auk þessara hraðflutninga eftir opinberu vegunum var vagninn notaður sem hægfara vagn (rheda) dreginn af sex eða átta

Fjögra hjóla Cisium dregin af múldýrum

Þegar Rómverjar tóku Cassíbelaus til fanga tóku þeir líka sex hundruð hestvagna, fjögur þúsund kúska (essedarii) og hermenn. Ég held að við megum líta á þessa vagna sem grunninn að þróun vagna Rómverja á síðari tímum. Þessi nafngift hreif Rómverja, „Essedum“ (komið frá Rómverjum. Þýðir líklega að sitja við eða að sitja við borð. Kannski þýðir það að borða, úr latínu að öllum líkindum). múldýrum. Hús voru byggð við aðalgötuna þar sem hægt var að leigja þessa tvær gerðir vagna. Cicero lýsir yfir að boð hafi verið send fimmtíu og sex mílna leið í „Cisium“ sem tók tíu klukkustundir. Á stöpli í Ingel, skammt frá Treves, er minnisvarði tveggja manna sem sitja í „Cisium“ með einum hesti. Farartækið er mjög líkt enskum vagni þekktum sem Gig.

Í stjórnartíð keisaranna í Róm fjölgaði farartækjum á hjólum, af ýmsum gerðum, en sökum þess hve óskýrt og ógreinilega höfundar þess tíma tala um þau er erfitt að setja inn nákvæmar lýsingar á þeim. Hjólin stækkuðu að ummáli. Í höfuðborg Rómar er keisarinn Marcus Árelíus keisari í hestvagni sem á að tákna sigurför en hjólin eru jafnhá baki hestanna. Sir William Gell nefnir í Pompeii til forna í verki sínu að þrjú hjól hafi verið grafin úr rústunum árið 79 þegar hann vann að því að reisa borgina Pompeii sem fórst árið 79. Hann nefnir að þrjú hjól hafi verið grafin úr rústunum á hans dögum—mjög líkt okkar tíma

hjólunum — lítið eitt diskuð og 4 fet og þriggja tommu að ummáli, með tíu pílárum, þykkari í hvorn enda en í miðju. Sir W. Gell sýnir einnig málverk af vagni sem notaður er til vínflutninga í risastórum leðurbelg. Á fjögurra hjóla vagni með boga í miðjunni (undirhlaup) fyrir framhjólið til að ganga undir í kröppum beygjum. Dráttarpósturinn (tungan) virðist á málverkinu, enda í nokkurs konar forki og tengjast öxulfestingunum í endann sem festist í vagninn. Eftir því sem auður Rómverja jókst sóttust þeir eftir að nota þægilega og vel skreytta vagna. Um árabil voru í gildi svokölluð „neyslulög“ sem settu reglur um klæðnað, húsgögn og skraut sérhvers borgara, í samræmi við stöðu hans og áhrif. Lögin settu einnig ákvæði um hvernig skreyta skyldi hestvagna í einkaeigu.

Útfararvagn #6Útfararvagn #6

0 Comments

Smíðaður í Svíþjóð. Uppgerður og tilbúinn í útfarirnar.


Holland geymir hann núna en hann er til sölu.

Engar bremsur eru á vagninum og það kemur mér á óvart.


Þessi frágangur en nú með því besta sem maður hefur séð í vagnheimi.

Járnverk allt til fyrirmyndar.


Uppruna skiltið segir að hann er smíðaður í Svíþjóð. Eins segir útdráttur úr kataloginum hér fyrir neðan það sama.

Eins og ég sagði. Fallegt járnverk.

Skreytingar allar og út skurður er líka til fyrirmyndar og er ekki of mikill heldur passlegur fyrir þessa gerð vagna.

Hugsað er fyrir að það geti rignt og snjóað með yfirbreiðslu á Kúsksætið.

Hornsúlurnar er flottar og vel unnar.


Gagn að gólfið rispist ekki við notkun.

Skrautið er ákkúrat nóg. Vagninn ekki ofhlaðinn skrauti.


Skíðin fylgja með til að mæta vetri. Ekki hættir fólk að deyja þótt vetur sé!

Úrtak úr kataloginum. Fyrir þá sem eru lunknir í að lesa!

Til hægri er vagninn á skíðunum sínum.