Hestar hafa verið aðaldýrategundin til að draga vagna í gegnum aldirnar. Næst á eftir koma uxar, múldýr og asnar. Allir voru þeir nokkuð algengir þegar knúið var á þessi farartæki. Hér eru nokkur minna þekkt dýr sem notuð voru til að draga farartæki í Ameríku og Evrópu á 19. og snemma á 20. öld. Í Alaska og Kanada voru elgir furðu vinsælir, sérstaklega þar sem erfiðara var að finna hesta eða komast út á þessum einangruðu villtu stöðum. Í óbyggðum Ameríku voru vísundar og elgur tamdir að vissu marki. Svo áttum við sebrahesta vinsæla meðal yfirstéttar í Evrópu og Bretlandi. Frá 1890 til 1940 var augljóslega einbeitt viðleitni elítunnar til að temja sebrahesta frá Afríku. Sebrahestar voru þjálfaðir til að draga farartæki og jafnvel til reiðar, allt þó ekki til mikillar velgengni. Um 1940 höfðu flestir aðalsmenn gefist upp á að temja sebrahestinn og létu sér nægja að láta hann eftir villtan og óstýrilátan eins og náttúran ætlaðist til. Við elskum að halda sögunni lifandi!
Charles Bianconi, maðurinn sem kom með hjól til Írlands 1815. 1815 – 1875. Snemma á 1800 voru ferðalög um Írland að mestu umferð gangandi vegna slæmra vegaskilyrða og dýrra hestaflutninga. Charles Bianconi (1786 – 1875), ítalsk-írskur frumkvöðull, kynnti almenningssamgöngur á viðráðanlegu verði á 19. öld. Árið 1802 flutti Charles til Dublin og byrjaði að selja leturgröft á götum úti. Seinna stofnaði hann verslun sína í Carrick-on-Suir og Waterford. Árið 1815 setti hann á markað fyrsta Bianconi jaunting1-vagninn2, tveggja hjóla vagn dreginn af hesti, sem býður upp á nýja samgöngumáta á Írlandi. Í gegnum árin jók Bianconi leiðir sínar og tengdi kaupstaði frekar en helstu póstvagnaleiðir. Með tilkomu járnbrauta árið 1834 eignaðist hann hlut í járnbrautarlínum og tengdi þær við ágætt vagnanet sitt. Árið 1851 kynnti Bianconi metnaðarfulla leið frá Ballina til Dyflinnar, sem fór yfir 233 km á einum degi. Kúskarnir hans héldu áfram til 1850, starfræktu samhliða járnbrautarþjónustu og mynduðu samþætt samgöngukerfi á Írlandi.
Þegar mest var taldi flotinn hundrað jaunting3 vagna, sem óku 3.800 mílur daglega með 120 bæjum og 140 stöðvum. Charles Bianconi lést í Clonmel 22. september 1875 og skilur eftir sig farsæla samþætta almenningssamgönguþjónustu á Írlandi.
Heimild: Bianconi King of the Irish Roads – M.O’C. Bianconi & S.J. Watson 1962, Bianconi: A Boy with a Dream: The Pioneer of Irish Transport – Thomas Ryan Charles Bianconi: A Lesson on Self-help in Ireland (1890) – Samuel Smiles costamasnaga.altervista.org – Dante Corbetta Kerry Evening Post National Gallery of Ireland Our Irish Heritage The Irish Story The O’Donohoe Archive Their Irish History Thurles Information Travel and transport in Ireland – KB Nowlan University of Limerick – Special Collections
Við finnum Salomon í söngvum Salomons smíða giftingarvagna úr sedrusviði með súlum úr gulli, sennilega haldandi uppi tjaldi. Við sjáum ljóðræna lýsingu skáldsins Nahum. Bergmálið hefur þagnað. Um framtíð ríkisins. „Til hljóðsins af vögnunum skröltandi upp og niður strætin og þeir fagna hver í mót öðrum undir hvíslandi hljóðum svipunnar, skrölt hjólanna, stökk hestanna og stökkvandi vagnanna;“ Til annarra ummæla á öðrum stað í sama riti: „Hófadynur hesta, harðahlaup hesta, hraðakstur vagna, og vagnagnýr hjólanna“; Allt segir frá því sem menn sáu þegar þeir komu fram á spámann eyðimerkurinnar með vagna og hávaða frá hinni fjölmennu borg.
Á safni í New York er hjól af egypskum stríðsvagni sem fannst í múmíugröf við Dashour sem Henry Abbott læknir fann. Það er 99,06 sentimetrar á hæð, nafið er 36,83 sentimetrar á lengd og 12,7 sentimetrar í þvermál og var það unnin úr tré. Meðfylgjandi öxull úr viði sem var renndur niður til endanna og mældist frá 7,62 sentimetrum til 5.94 sentimetra í ummál. Óvenjuleg stærð og lengd þessara nafa er mjög áberandi í svo litlu farartæki sem egypski vagninn er. Pílárarnir eru sex talsins. Ummál 3,35 sentimetra næst (hjólbarða hringnum) félögunum. Pílárarnir breikkar svo inn að nafinu. Næst félögunum en næst nafinu er ummál Píláranna 5,08 sentimetrar og 35.052 sentimetrar að lengd. Félagarnir (hjólbarðinn) er tvöfaldur innri og ytri hringur. Innri félagarnir í hringnum skeytast ekki saman eins og þeir gera í dag (1877) en eru tengdir hálft í hálft inn á hver annan um 7,62 sentimetra. Félagarnir 3,81 sentimetra þykkir á báða vegu. Ytri hringur félaganna (ytri hjólbarðinn) er samsettur úr 6 félögum en þeir eru samsettir með tappa og eru stungnir allan hringinn með götum. Skinnband gætu hafa þrætt þessi göt. Hringirnir var vafðir saman. Heildarhæð á tvöföldum hjólbarðaprófílnum 8,636 sentimetrar. Heildarbreiddin á hjólbarðaprófílnum 3,81 sentimetri.
Af fornum höggmyndum, sem varðveittar eru frá Níníve og Babýlon og sumar eru í British Museum, sjáum við að stríðsvagnar voru notaðir áfram á stóru sléttunum til veiða og í hernaðarskyni. Stríðsvagnar Assýringa voru stærri en egypskir og áttu að flytja þrjár eða fleiri manneskjur. Þeir virðast líka langtum þyngri í sniðum.
Grikkir notuðu vagna og í umsátrinu um Tróju, sem Hómer hefur gert ódauðlega í kvæði sínu, er sagt að allir helstu hermenn beggja stríðsaðila hafi farið í stríð og barist af vögnum sínum. En er árin liðu notuðu Grikkir ekki lengur stríðsvagna heldur voru það aðeins keppnir og kappræður á almannafæri, stórhlaup og skemmtanir. Ereþeus konungur í Aþenu er sagður vera fyrstur manna til að beita fjórum hestum fyrir hvern vagn. Eftir það var orðið algengt að nota fjóra hesta á hverjum vagni í keppnisgreinunum. Grískir stríðsvagnar voru allir sveigðir fyrir framan og frekar stærri og á hærri hjólum en í Egyptalandi. Sjá mynd 1 og 2.
Rómverska þjóðin tók upp hestvagninn eftir því sem hún varð valdameiri og höfðu vagnar einnig verið í notkun um árabil í nágrannaríkinu Eþíópum, sem var þá nálægt því að vera þeirra eigið land á Ítalíuskaganum. Eþíópar urðu fyrstir til að setja húdd/skerm yfir opinn hestvagn, tveggja hjóla vagn. Þeir skreyttu vagninn ásamt húddinu með þessum fallegu línum og skrautlegum áprentuðum sem við þekkjum úr leirkeragerðinni. Rómverski vagninn var aðallega notaður í borgum á hátíðum og ríkisviðburðum en ekki til daglegra nota. Í Páfagarði í Róm er enn til fallegt líkan af einum slíkum. Afrit af því og hestunum, sem teiknuðu það, er að finna í safninu í South Kensington. Sjá mynd 1 og 2.
Heródótos (450 f.Kr.) og aðrir ritarar segja frá farartækjum Scythians til forna. Þetta voru menn af þjóðflokki manna sem bjuggu í grennd við Kaspíahaf og ráfuðu um með stórar nautgripahjarðir og hesta. Scythians notuðu grófgerðan, tveggja hjóla vagn. Vagninn var eins og pallur. Á hann var sett einhvers konar býflugnahús úr hesliviði alsett dýrahúðum eða reyr. Er þeir stöðvuðu þessi býflugnahús voru þá teknir af kerrunum og lagðir á jörðina til mannfólkið gæti búið í þeim. Líktist þessi skjóltjöld Romanfólksins.
Stríðsvagnar Persa voru stærri og þunglamalegri en þeir sem voru áður. Þeir virðast hafa verið notaðir til að búa til eins konar skotturn á vagninn, og úr honum gátu ýmsir kappar skotið eða kastað spjótum. Vagnarnir voru með bogadregið járn sem líktist sverðum standandi út úr öxl trésins. Persar áttu einnig bifreiðar sem notaðar voru við líkfylgd og konungur eða aðalsmaður sá í hópi manna þar sem hann gekk um á eins konar hásæti er steig mörg þrep upp á við.
Dacians, sem bjuggu í Wallachia á bökkum Dónár og hluta Ungverjalands, lögðu Rómverja undir sig í kringum árið 300. Vagnar þeirra eru höggnir á minnisvarða Rómverja og minna einna helst á persnesku vagnana. Þeir eru á tveim hjólum og dregnir af tveim hestum. Lögun er sambærileg við stóran ferhyrndan kassa eða kistulaga kassa og á honum er minni kassi sem er samsettur úr sætum fyrir farþegana. Hjólin eru sex talsins og víkka í endana á felgunum. Þannig vagn er túlkaður á Terra Kotta-undirstöðu í British Museum.
Alexander mikli, konungur í Makedóníu, herjaði á Asíu og hélt til Indlands. Hann kom í móti honum á bökkum Indíusar, er Porus konungur átti að herja á. Í her hans voru allmargir fílar, vagnar nokkur þúsund, og á hverjum vagni sex manns. Sagnfræðingurinn bendir á að það hafi verið erfitt fyrir farartækin að komast hratt yfir á mjúkri jörð og/eða í rigningarveðri. Alexander var á heimleið frá Indlandi til Persíu þegar hann fór á átta hestum á vagni sem var dreginn af hestum. Á þessum vagni var reistur pallur og tjaldi þakið yfir hann. Vagninum fylgdi mannfjöldi á vögnum sem hlaðnir voru teppum og purpurarauðum yfirbreiðslum. Stundum voru þær eins og skeljar í laginu eða eins og vöggur yfirbyggðar trjágreinum. Ég hef séð teikningu af persneskum vagni þar sem líkið er látið snúast fyrir ofan hjólin og sveiflast eins og stór vagga sem notuð er um borð í skipi.
Efni tré. Ekki hús. Tvö eða fjögur þykk og sterk hjól. Hliðar eða ekki hliðar. Tveir uxar draga.
Þungaflutningar.
Essedum
25-30
Lítill vagn án topps lokaður að framan, fyrir tvo farþega standandi. Dreginn af einum hesti eða múldýri eða mörgum.
Flutningur á manneskjum (líka stundum frakt).
Cisium
25-30
Topplaus sæti fyrir sitjandi farþega. Tvö hjól. Dregin af einum eða tveimur hestum eða múldýri. Leigu Kúskar.
Flutningur á manneskjum
Raeda
20-25
Topplaus eða klæði. Mörg sæti fyrir fjölda farþega. Fjögur hjól. Dreginn af mörgum Uxum, múldýrum eða hestum. Ekinn af Kúski, Langferðavagnstjóra eða vagnstjóra.
Flutningur á manneskjum
Carpentum
20-25
Bogalaga toppur úr trjáviði. Fjögur hjól. Dreginn af hestum eða múldýrum.
Flutningur á einni ríkri manneskju.
Carruca
20-25
Bogalaga toppur úr trjávið. Fjögur hjól. Hestar og múldýr draga oftast tvö.
Flutningur á tveimur ríkum manneskjum
Cursus clabularis
20-25
Toppur úr klæði. Fjögur hjól. Dregin af Uxum, múldýrum eða hestum.
Flutningur á herbúnaði.
Til umhugsunar: Mörkin sem eru tilgreind hér að ofan fara eftir tegund, ástandi og fjölda uxa, hesta, múldýra sem eru notuð hverju sinni; veðri, gerðar landslags og öðrum þáttum. Þetta einungis gróft mat.
Athyglisverðar staðreyndir um rómverska vagna. Ökutækjum var bannað að aka til flestra stórborga Róma og nágrennis á daginn. Rómverskir vagnar voru með járnhjólum og hávaðasamir. Cisium var ígildi leigubíla okkar tíma og Kúskurinn tók fargjaldið. Langferðalög voru vægast sagt lýjandi.
Nafnsins vagnsins er Cabriolet uppruninn í Frakklandi einhvern tímann á sautjándu öldinni
Gozzadini greifi segir í verki sínu um hestvagnar á fornöld að Cabriolet hafi verið kynntur á Ítalíu 1672. Hann lýsti fyrstu hönnun vagnsins sem hefði verið svipuð í laginu og Gig með bogadregna yfirbyggingu sem hvíldi á tveimur dráttarsköftum á tveimur hjólum á öndverðum hesta enda vagnsins. G.A. Thrupp hélt að þessi gerð farartækis gæti verið frá ýmsum stöðum veraldar t.d. Carriole frá Noregi, Calesso frá Napolí og Volante frá Kúbu. Þegar Cabriolet kom til Englands var vagninn með eftirmynd skeljar yfirbyggingu skýlt með niðurfellanlegu húddi/skerm ásamt því að vera búin litlum sætum. Eðlilega undirgekkst hönnunin breytingar á tilverutíma sínum og Cabriolet frá nítjándu öldinni voru ekki ólíkar Curricle eða Gig.
Að mestu leyti voru vagnarnir byggðir fyrir eina eða tvær persónur sem voru varðar með leðurhúddi/skerm yfir sætið ásamt háum bogadreginni hlíf framan. Falleg bogadregin yfirbyggingin var búinn bogadregnum dráttarsköftum staðsett neðst til beggja hliða yfirbyggingarinnar svo gengu sköftin aftur og tengdist C fjöðrum. Þjóna pallur aftast. Önnur hönnun/gerð Cabriolet var fjögra hjóla prívat vagn þekktir undir nafninu Pæton til styttingar. Cab, leiguvagn á íslensku kom fram 1823 frá David Davies sem var fyrstur til að koma leyfis háðum leiguvögnum á stræti London en þeir fengu fræga nafnið Hackney Cabriolets. Þeir vagnar voru tveggja hjóla útgáfa af Cabriolet með sér sæti fyrir kúskinn.
Heimild: Horse -Drawn Vehicles Since 1760 höfundur: Arthur Ingram Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson
Gatling gun Hríðskota, mörg hlaup. Fundin upp 1861 af Richard Jordan Gatling. Með fyrstu Vélbyssunum kom á næst á undan rafmótor drifnar vélbyssu þar sem rafmótor snéri byssuhlaupa hylkinu.
Lýsing hliðarsætavagnsins á írsku á frummálinu Irish outsite car
Ef einn vagn ætti að vera fulltrúi eins lands væri það án efa þessi einstaki og vel hannaði tveggja hjóla vagn á myndinni. Fallegur vagn sem verðskuldar réttan titil. Írski vagninn með hliðarsætin. Vagn sem sameinar bæði einkavagn og leiguvagn. Í þessu tilviki getur Kúskurinn setið til hliðar og snúið fram á ská. Til að bjóða fjórum farþegum far mætti hafa framvísandi sæti á miðju fremst og vagnasmiðir gætu útbúið afturvísandi sæti að aftan fyrir þjónustufólkið. Vagnar til prívatnotkunar voru yfirleitt alltaf betur frágengnir en leiguvagnar með leðurhlíf framan, vandaðra áklæði í bólstruðum sætum, rafhúðuðu járnverki og lömpum.
Málsetningar hliðarsæta vagnsins
Heildarlengd með dráttarsköftum 9 fet og 7 tommur = 2.956.56 sentimetrar. Heildarbreidd með uppstigum 6 fet og 10 tommur = 1.859.28 sentimetrar. Heildarhæð 4 fet og 11 tommur = 1.252.728 sentimetrar. Hæð hjóla 3 fet og 0 tommur = 0,914.4 sentimetrar. Lengd fjaðra 4 fet og 0 tommur = 1,219.2 sentimetrar. Sporvídd 3 fet og 9 tommur = 1,188.72 sentimetrar.
Önnur hönnun eða gerð sem var af írskri gerð var póstvagn kynntur af Bianconi. Sá vagn var verulega stækkuð gerð af hliðarsætavagninum og fjögurra hjóla vagni sem er ekki til upprunalegur í dag. Mynd að neðan.
Heimild: Horse -Drawn Vehicles Since 1760. Höfundur Arthur Ingram
Grein eftir EIICHI MIYASHIRO/ eldri staff rithöfundur
30 Oktober 2019 Þýðing og skrásetning Friðrik Kjartansson Október 2022.
Vísindamenn hafa staðfest að vagn sem fannst í gröf Tútankhamons í Egyptalandi hafi upphaflega verið útbúinn sólskýli, sem gerir hann að elsta núverandi hestvagni með tjaldhimin. Tveggja hjóla vagninn, sem er frá 14. öld f.Kr., var grafinn upp við gröfina sem oft er nefnd „stærsta fornleifaafrek 20. aldarinnar“ þar sem gullgríma konungs fannst árið 1922. Vagninn, sem var ekki hannaður fyrir hernað, bar líklega Tútankhamun konung og Ankhesenamun drottningu við athafnir og skrúðgöngur,“ sagði Nozomu Kawai, Egyptalandsprófessor við Kanazawa-háskólann. Fundurinn var í sameiningu af teymi Kawai og Grand Egyptian Museum (GEM), sem mun opna í úthverfi Kaíró á næsta ári. Teymið ber ábyrgð á viðgerð og varðveislu safns Tutankhamons í aðdraganda sýningar þeirra á GEM, með aðstoð Alþjóðasamvinnustofnunarinnar í Japan. „Tjaldhiminninn til að loka fyrir sólarljósið gegndi lykilhlutverki í að auka enn frekar vald konungsins sem var fulltrúi sólguðsins,“ sagði Kawai. Samkvæmt Kawai sýnir musterisveggmynd frá tímum Ramesses II, sem var virkur 100 árum eftir Tutankhamon, vagn með tjaldhimin, en nýjasta uppgötvunin þýðir að slík tegund farartækis var til miklu fyrr. Vagninn og tjaldhiminninn, báðir úr viði, voru lengi vel ekki tengdir vegna þess að þeir voru grafnir upp hvor í sínu lagi. En kanadíski fornleifafræðingurinn Edwin C. Brock benti á í blaði sem gefið var út árið 2012 á möguleikann á því að seglið gæti passað á farartækið. Talið er að tveir hestar hafi dregið gullhúðaða farartækið sem kom til að vera einn af sex vögnum sem grafnir voru upp. Hann er með farþegarými sem er 1,02 metrar á breidd og 44 sentímetrar á lengd. Ef dráttarpósturinn að framan er innifalinn er ökutækið 2,03 metrar að lengd. Tjaldið er 98 cm á breidd, 44 cm á lengd og 2,01 metri á hæð. Hægt er að brjóta saman 28 rimla sem standa út frá trapisulaga rammanum og er talið að ramminn hafi verið þakinn hör. Könnun rannsóknarhópsins leiddi í ljós að fjögur göt á ytri hlið botns vagnsins er stöngunum raðað eins og stöngunum fjórum sem halda uppi seglinu. Teymið komst að þeirri niðurstöðu að sólhlífin hafi upphaflega verið sett á vagninn.
Lýsing á Brougham Shofle í The English Coach Builders Sýningarskránni, heimssýningunni 1862
Þegar ég vaknaði í morgun vissi ég ekki að Brougham hefði líka komið í svona formi, því verð ég að pósta þessu og þetta er stór frétt fyrir mig. Ég treysti mér ekki til að þýða seinna nafn þessa Broughams en læt bara enska heitið halda sér en það gæti verið þýtt sem skóflan. Svo lærði ég líka að Brougham er borið fram „Brom“: Vefsíðueigandi
Ef hugmyndin er að auglýsa þægindi Brougham samfara léttleika yfirbyggingarinnar, hneigjumst við að því að geta ekki sagt sannar frá. Hugmyndin er að vissu leyti reynd, kannski ekki alveg orginal. Líkindi meðal vagna. Ef okkur skjátlast ekki þá var sýndur svipaður vagn á sýningunni 1851 og síðan hafa verið gerðar margar tilraunir svipaðar þessari. Nokkrir vagnar voru líka sameinaðir í hugmyndinni. Fram á sjónarsviðið komu bæði almennings- og prívatfarartæki en hurfu á stuttum tíma í limbói vannýttra og síðan eyðingar. Shofle-formið á vagninum varð vinsælt upp á síðkastið meðal aðalsmanna. Sama hvaðan vagninn fær líkindin. En í þessu tilviki þróaðist vagninn lengra samfara notadrýgri. Hann er líklegri til að ná vinsældum núna en áður fyrr vegna þess að tískan er ekki þröskuldur núna sem áður fyrr. Bremsur eru ekki sjáanlegar.
Heimildir: The English Coach Builders 1887 bls 19-20 Yfirlestur: malfridur.is