Tag: tíma

Nýuppgerður Bobsleði til flutnings á trjábolum úr skógarhöggiNýuppgerður Bobsleði til flutnings á trjábolum úr skógarhöggi

0 Comments

Unninn af Hansen Wheel & Wagon Shop USA

Saga frá árdögum skógarhöggs í Minnestota skrifað af Joseph Ansel DeLaittre

Við erum spennt að deila nýlegu uppgerðarverkefni sem blés nýju lífi í geira af sögu skógarhöggs.

Teymið okkar endurgerði vandlega sögulegan trjáflutningasleða og kom honum aftur í upprunalegt notkunarstand. Sleðinn er frá sirka 1900 og verulega sjaldgæfur og einstakur, sagði Hr. Doug Hansen mér í rafpósti. Svo sagði hann að sleðinn væri ekki verksmiðjusmíðaður heldur smíðaður af einstakling eða einstaklingum.

Þessir sleðar gegndu mikilvægu hlutverki í skógarhöggi í Norð-Vestur hluta USA, Kyrrahafsmengin.

Að vetri til og drógu gríðarlega þunga timburfarma gegnum snæviþakktan skóga þegar aðrar flutningsleiðir voru ófærar.

Auk þess að sýna þennan uppgerða sleða köfum við dýpra í sögu þessara ótrúlegu verkfæra.

Við deilum myndum, sögum og innsýn í hvernig þessir sleðar voru notaðir, sem gefur þér nánari sýn á hugvitið og erfiðisvinnuna sem fór í skógarhöggið að vetrarlagi.

Við vonum að þú njótir þessarar ferðar til fortíðar jafn mikið og við nutum þess að gefa þessum sleða nýtt líf!

Taktu eftir keðjubindistönginni á myndinni hér að ofan?

Þetta einfalda en afar áhrifaríka verkfæri hjálpaði til við að festa þunga farma, sem sýnir hugvitssemi skógarhöggsmanna fyrri tíma.







Vetrarskógarhögg: Frásögn Tyke Frost

Sleðar úr tré voru smíðaðir í nokkrum mismunandi útfærslum eftir aðstæðum.

Meiðarnir voru breiðir og lágir, en háir og mjóir meiðar voru notaðir á ís og í blönduðum aðstæðum. Krosskeðjusleðar voru notaðir á bugðóttum vegum.

Krosskeðjusleðar tengdu framhluta vinstri aftari meiðar við afturhluta hægri frammeð, og eins fyrir hægri aftari meiða við vinstri frammeð.

Krossfestingarnar ollu því að aftari hluti sleðans beygði í gagnstæða átt við framhlutann.

Hægt var að stjórna sveigjuhreyfingum með því að herða eða losa keðjurnar. Krosskeðjusleðar gátu sveigt fram hjá trjám eða hindrunum.

Sleða- eða vagndráttur var notaður fyrir eldiviðarflutninga.

Dráttur samanstendur af tveimur löngum stöngum, þar sem annar endinn er festur á sleða eða hjólasett. Hinn endi stangnanna dregst eftir jörðinni.

Ækin eru auðveldir í hleðslu, þurfa ekki festingar fyrir farminn og renna ekki á hestana þegar farið er niður brekkur.

Í skógarhöggsbúðum í Maine höfðu kúskarnir sérstaka svefnskála aðskilda frá öllum öðrum.

Á hverju kvöldi hengdu kúskarnir hestakragana (reyðtigi) og teppi hestanna sinna upp í svefnskálanum til þurrkunar.

Stundum var gufan svo þykk að maður þurfti að þreifa sig áfram og hinn sterki fnykur var aðeins þolanlegur fyrir kúskana.

Hestarnir á fyrstu myndinni eru með trjábolabúnað.

Þeir eru með hlífar á beislinu til að koma í veg fyrir að snjór og ís komist undir beislispúðana. Dráttarólarnar eru sterkbyggðar og aftursætin eru léttbyggð körfuaftursæti.

Tanksleðinn var úr gegnheilum tré og með þrífót ofan á.

Með því að nota þrífótinn, reipi og fötu dró einn hestur fulla vatnsfötuna upp úr ánni til að fylla tankinn. Viðarrenna (á stærð og í lagninu eins og þakrenna) með litlum götum boruðum í botninn var fest aftan á tankinn fyrir neðan tappa þvert.

Þegar komið var á veginn sló kúskurinn tappann úr og úðaði vatninu á veginn. Þegar kom að því að „vökva veginn“, baðstu til almættisins að sá sem var að úða á undan þér hefði tæmt allan tankinn, þannig að þú úðaðir á réttum tíma og stað á veginn.

Furutrjábolir af lágum gæðum voru lagðir meðfram vegunum og notaðir sem „höggdeyfar“.

Furubolirnir gerðir vatnsósa til að halda þeim á sínum stað. Í bröttu brekkunum voru notaðar „hemlunarkeðjur“ eða „beisliskeðjur“ til að halda aftur af farmunum.

Beisliskeðja samanstóð af U-laga stálstykki. Tveggja eða þriggja feta löng keðja var tengd við aðra hlið „U-sins“.

Keðjuhlekkir stækkuðu smám saman frá litlum í stóra og svo aftur í litla. Rennitengi og festibúnaður tengdu keðjuna við hina hlið „U-sins“.

Kúskurinn myndi stöðva farminn þegar hann væri í jafnvægi efst á hæð.

Farmurinn þyrfti að vera nógu langt yfir hæðina svo hestarnir næðu sleðanum með farminum af stað aftur. Ökumaðurinn staðsetti ‘U’-ið yfir fremri hluta sleðans hægra megin, með keðjuna undir sleðanum og lausahlekkinn að utanverðu.

Keðjan myndaði núning til að hægja á farminum. Nálægt botni hæðarinnar myndi kúskurinn nota bólukrók1 til að losa lausahlekkinn og leyfa keðjunni að teygja sig og dragast meðfram sleðanum.

Kúskar gátu ekki stöðvað á jafnsléttu vegna þess að hestarnir gátu ekki sjálfir komist af stað með hlass.

Á hleðslustöðum notuðu hleðslumennirnir/kúskarnir langa ‘bungu’ og stangir til að hjálpa hestunum að koma hlassinu af stað.

Öðrum enda stangarinnar var stungið undir aftari hluta og hinn endinn hvíldi á öxl hleðslumannsins og vogaraflinu beitt.

Kúskurinn myndi þá hvetja með því að góla og stýra teyminu til að losa fremri sleðann.

Eftir að hafa kallað „haw“, hvatti kúskurinn teymið áfram og hleðslumennirnir „humpuðu“ farminn.

Þegar farmurinn var kominn af stað var það í höndum ökumannsins að halda honum á hreyfingu. Hestarnir voru með hvöss skaflajárn og ökumenn unnu hart að því að koma í veg fyrir að hestarnir skæru/rispuðu fætur sína á hvössum skaflajárnunum.

Sleðar sem runnu í stjórnleysi eða brotnar bindingar leiddu yfirleitt til dauða hesta og kúska.

Ég hef séð ökumenn nota „staurabinding“, sem er grænn trjásproti beygður yfir trjábolina.

Eftir síðustu ferð dagsins þurfti einn kúskur að beisla hest fyrir viðartank á sleða, fara að ánni eftir vatni og síðan væta aðalvegina. Bakleið var aðeins vökvuð af og til.

Hér er gömul mynd af sleðadragi sem við notuðum fyrir eldiviðinn og pappírsviðinn.

Þetta er mjög gömul mynd, en það eru 11 1/2 kúbikmetrar af viði á þessum sleða

Naut voru notuð til að þjappa vegina eftir mikla snjókomu og stundum voru þau notuð til að draga trjáboli.

Faðir minn var meistari í að valta yfirfennta vegi.

Djúpur snjór er erfiðastur að valta því hann hefur tilhneigingu til að þjappast saman fyrir framan valtarann. Góður ökumaður getur komið valtaranum upp á snjóinn og þjappað honum niður.

Miklar þakkir til Tyke Frost fyrir að deila sögum sínum, minningum og myndum með okkur! Það er alltaf ánægjulegt að heyra um reynslu og sögu sem berst til okkar í gegnum aðra.

Við kunnum sannarlega að meta að þú hafir gefið þér tíma til að deila þessum fjársjóðum fortíðarinnar með okkur!

  1. ↩︎

Heimild: Hansen Wheel & Wagon Shop

Þýðendur: Friðrik Kjartansson og erlendur.is

Yfirlestur: malfridur.is

Coupé Berlin 1740 #3Coupé Berlin 1740 #3

0 Comments

Elísabet Petrovna keisaraynja hafði vagninn til afnota

Vagninn er tveggja sæta. Yfirbyggingin mjókkar niður á við og neðri hluti afturhliðarinnar er sveigður. Fimm gluggarammar og efri helmingur hurðanna með myndskreytingu og plötugleri. Hurðarþröskuldurinn er lágur og auðvelt að stíga upp í vagninn.

Listræn meðhöndlun vagnsins endurspeglar greinilega smekk fyrir fágun og léttleika sem einkennir rókókóstílinn.

Þetta er sérstaklega áberandi í hinum ríkulegu og fjölbreyttu skrauttréútskurði. Gylltur skurður, gerður bæði í háum og lágum upphleypingum, er ríkulegur á kransalistanum, veggjasamskeytum, gluggaumgjörðum og dyrakörmum.

Skreytingin samanstendur af kerabum1, fuglum, skjaldarmerkjum, skrautrenningum og laufmynstrum sem mynda fínleg og glæsileg mynstur, auk vinsælasta skrautmótífs rókókóstílsins, nánar tiltekið stíliseraðu skeljarinnar eða „rocaille“ sem gaf stílnum nafn sitt.

Útskornu skrautverkin eru nokkuð yfirlestuð og meðferð skrautmyndanna örlítið dönnuð.

Samsetningin inniheldur höggmyndamótív sem virðast vaxa út úr skringilega samfléttuðu grasi eða breytast í akanthuslauf2 og sniglana efst á súlum (volutes)3.

Fágun vagnsins er undirstrikuð með málningu í pastelljósum bláum og bleikum tónum sem einkenna rókókóstílinn.

Hver spjaldhluti minnir á mikið skreytta fulningasamstæðu (dessus-de-porte)4, í útskornum römmum. Þeir sýna goðsögulegar senur, flestar tengdar Apolló.

Listræn meðhöndlun vagnsins felur í sér bronsskraut sem er unnið af mikilli nákvæmni.

Bronsplöturnar sem hylja fjaðrirnar eru svo listilega útskornar að sjá má fínt samspil ljóss og skugga á upphleyptu yfirborðinu.

Skrautið úr stórum og litlum nöglum á þakinu fellur vel að heildarútlitinu.

Fram- og afturhluti undirvagnsins er þétt þakinn gylltum tréskurði í formi handritauppvafninga (scrolls) og rókókóstíls í smágerðu mynstri.

Undir kúsksætinu á vagngrindinni (rocker) er áhrifarík kringlótt höggmynd í formi vandlega mótaðra táknrænna karlkyns fígúra.

Hjólin eru máluð bleik og að hluta til þakin útskornum gyllingunum í lágmynd. Innri bólstrunin og skjaldarmerkið á kúsksætinu eru úr aðlaðandi appelsínugulu flaueli með upphleyptu mynstri.

Litur þess fellur vel að heildarútliti vagnins.

Vængirnir á skjaldarmerkinu eru listilega útsaumaðir með gullþræði og skreyttir blómum, skeljaformum og frjálslega bugðóttum stofni í miðjunni.

Vagninn er búinn endurbættu beygjukerfi og fjöðrun, og eðli skreytinganna bendir til þess að hann sé upprunninn í Berlín.

Í 18. aldar færslubók frá skrifstofu hirðar hesthúsanna eru upplýsingar um að vagninn hafi verið smíðaður í Berlín árið 1740 fyrir Elísabetu Petrovna keisaraynju og fluttur til Rússlands í gegnum verslunarumboðsmann.

Vagninn var einnig notaður eftir 1740 í fjölmargar ferðir Elísabetar keisaraynju á valdatíma hennar, eins og sjá má á koparstungum frá þeim tíma.

  1. ↩︎
  2. ↩︎
  3. ↩︎
  4. ↩︎

Heimild: /www.kreml.ru/en

Skráning og þýðing: Friðrik Kjartansson og erlendur.is

Yfirlestur: malfridur.is

Pæton Brake #2Pæton Brake #2

0 Comments

Í Portúgal, Golega

1901 Pæton Brake heitir brake vegna þess að framhjólin ganga undir bogann undir sætinu. Þessi Pæton tekur að minnsta kosti átta farþega með kúskinum. Þessi ætti því að vera lipur í þröngum aðstæðum. Þetta eintak hefur þörf fyrir heildaruppgerð; ástandið er orðið þannig að aðeins algjörs niðurrifs og uppbyggingar er þörf ásamt málaravinnu. Vagninn er samt vel heillegur og viðráðanlegur í uppgerð.


Öflugt og vel skapað járnverk.


Bremsubúnaðurinn er vel vandaður miðað við sambærilega vagna þessa tíma og gerðar. Uppstigin eru líka sterklega og vönduð til að endast.



Afsakið léleg myndgæði.




Þýðing og skrásetning: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is