Tag: þarfnast uppgerðar
Prest Pæton körfuvagn #10Prest Pæton körfuvagn #10
Heillegur Bast-körfu Pæton fyrir prest. Ekki upplýsingar um smíðaár. Vagninn er með bremsum, járnhjólbörðum, kúskurinn situr aftan við prestinn, langsum fjaðrir, hlíf framan úr Bast-tágum, vandaðar bremsur, uppstig fremst og aftan fyrir kúsk. (Kúskur er ekki til í íslenskri orðabók!?
Á milli píláranna sést uppstigið fyrir prestinn en uppstigin er vönduð og öflug þverfjöður að framan sem algengt er í þessum vögnum. Eftirtektarvert er hve fáir pílárar eru í framhjólinu eða tíu stykki vegna þess að í þá daga var reynt að hafa vagnana eins létta og efnið leyfði sem smiðirnir höfðu að vinna úr. Pílárafjöldinn þarf alltaf að vera slétt tala svo tveir pílárar gangi í hvern félaga (ysti boginn), félagarnir eru stundum í hálfboga eins og mér sýnist vera uppi á teningnum hér.
Járnverkið er vandað og líka bremsurnar ásamt bremsustönginni.
Hér er brakkettið/uppistaðan fyrir bakið og kúsksvipuhaldarinn.
Væri augnayndi þessi vagn ef hann væri uppgerður og vel til hafður.
Gæti þetta verið framleiðslunúmer?
Hér sjáum við undir setuna!
Dráttarsköftin eru nett en samt sterk.
Yfirlestur: malfridur.is
Prest Pæton körfuvagn #4Prest Pæton körfuvagn #4
Frá Flæmingjalandi, Prest Pæton. Gegnheil yfirbygging, allur málmur er heill og með sköftum/dráttarkjálkum. Hjólin eru slæm. Var keyptur til að gera upp en hefur breyst. $650 staðsett nálægt Virginíu. Fredericksburg,
Tímans tönn hefur beitt sér!
Skilti frá framleiðanda. Erfitt er að lesa úr þessu en möguleiki er að hann hafi verið smíðaður 1895?