Tag: teikningar
Ágrip af sögu StudebakerÁgrip af sögu Studebaker
Stórbrotin saga einkaframtaks!
Í árdaga Studebaker-fyrirtækisins í febrúar 1852 var aðstaðan lítil og boðið var upp á járningar á hestum ásamt viðgerðum á hestvögnum. Fáein verkfæri, þau nauðsynlegustu, voru til við stofnun og samtals 68 dollarar var útlagt hlutafé í fyrirtækið. Faðir Studebaker-bræðranna hafði kennt þeim í litlu vagnasmiðjunni í Ashland, Ohio. Á fyrsta starfsárinu voru tveir vagnar smíðaðir. Mikil harka var sett í að vekja athygli á sér í nærliggjandi bæjum og fylkjum. Árið 1857 gerðu þeir samning við herinn í Utah, sem gerði þeim kleift að rísa upp á við. Þeir höfðu verið viðurkenndir erlendis! (segir textinn beinþýddur en líklega átt við í öðru fylki). Þeir notfærðu sér vel hvert tækifæri sem bauðst og töpuðu hlutunum aldrei niður eða fengu stór bakslög í reksturinn.
Studebaker var skráð á hlutabréfamarkað 1868 og þörfin á vinnuaflinu hjá þeim óx í raun, næstum eins og náttúruafl. Fyrirtækinu var skipt upp í nokkrar deildir og vinnuaflið endaði í 1860 manns það ár.
Smíði og framleiðsla hestvagna hjá Studebaker einskorðaðist fyrst bara við vagna (Wagons) en snemma í sögu fyrirtækisins bauð þeim að smíða líka hestvagna til fólksflutninga sem voru meðal fínni hágæðavagna á þeirra tíma mælikvarða. Teikningar sem fylgja þessari grein sýna aðstöðu fyrirtækisins í byggingum og leiðandi farartæki smíðuð af fyrirtækinu. Studebaker framleiddi allar gerðir vagna, svo sem vagna til að aka sér til ánægju, Landau hefðarvagn fyrir forsetann og alla aðra venjulega notkun.
Í vögnunum gat fjölbreytnin frá fyrirtækinu þjónað flestum, ekki einungis bændum, heldur líka fjallabúum, námum, sléttunum og síðast en ekki síst var þrýst á um að þjónusta viðskiptalífið í borgunum. Innan verksmiðjunnar voru margar deildir sem þjónuðu framleiðslunni: feiti fyrir stál, feiti fyrir steypt járn, Studebaker einkaleyfisvarin spón- kerru (buggy) og kerru (wagon) sæti, spónhlíf að framan og aukahlíf. Mjög svo nauðsynlegur hluti af Studebaker-framleiðslunni var vatnsúðaravagninn sem gerði fyrirtækið landsfrægt fyrir. Verksmiðja og vöruhús Studebaker í Chicago talar sínu máli í einu og öllu á teikningunum. Hestvagnasýningarnar eru einstakar, jafnvel í heiminum.
Efri hæðir bygginganna í Chicago eru notaðar til að smíða flottari, meira elegant og dýrari gerða hestvagna, líka fyrir fínni og minni vagnaviðgerðir. Byggingin er meðal þekktustu bygginga í Chicago og er umkringd frægum húsum svo sem Óperuhúsinu, Chicago klúbbhúsinu á aðra hönd og Listastofnun Chicago á þriðju hliðinni. Farartæki framleidd af Studebaker send á heimssýninguna sýndu fram á án efa fallegasta safn sem aðeins eitt fyrirtæki sendi frá sér á sýninguna. Peningar voru vel nýttir í undirbúning og innkaup á efni fyrir heimssýninguna og allt sem kom að hæfileikum og smekk var ekki skorið við nögl.
Studebaker Bros. MFG CO.,
South Bend, Indiana, U.S.A.
Heimildir
Internet Archive – Illustrated souvenir – [of carriages] Of the Studebaker Brothers MFG.Co. South Bend, Indiana, U.S.A.
Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur/malfridur.is
Saga Brewster & BaldwinSaga Brewster & Baldwin
Hestvagnaframleiðandi
Katalog frá B & B stofnað 1838. Útgáfa 1869.
Verksmiðja á 25. stræti nálægt þriðja stræti. 786 Brodway.
Heimildir: Internet Archives
Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is
Formáli að ensku bændavögnunumFormáli að ensku bændavögnunum
Þessir vagnar urðu svo með tímanum samþykktir sem hefðarhönnun hvers lands og landsvæðis. Í sumum löndum urðu til tvær eða þrjár gerðir vagna sem voru samþykktar sem hefðarhönnun meðan í öðrum löndum urðu mun fleiri sem uppfylltu samþykktar hefðir. Þeim tuttugu og fjórum plötum ( plates ) í réttum litum er ætlað að gefa innsýn í vídd og útbreiðslu vagnanna eins og mögulegt er landfræðilega.
Þetta verkefni inniheldur lýsingu á vögnunum, byggða á persónulegum og upplýsingum sem koma víða að. Smíði vagnanna er lýst fyrst og fremst, vegna þess að höfundurinn (James Arnold) er ekki vagnasmiður (wheelwright) og í öðru lagi vegna þess að höfundur vill ekki troða sér inn á svið bókar sem nú þegar hefur verið gefin út, sem lýsir öllu ferlinu frá því áður en tréð er fellt til lokaafurðar, meðfylgjandi sú tilfinning að sú útgáfa sé fullnægjandi og verði ekki endurbætt.
Í þá bók, The Wheelwrights heildsala George Sturt, sem gefin var út af Cambridge University Press, verður vitnað nokkrum sinnum. Eins er saga vagnanna (History of waggons),
bók sem fjallar um frumstæð flutningaáframhald (the primitive transport onward), er ekki meðal tilvísunarbóka,
vegna þess að hún hefur verið tekin fyrir af Geraint Jenkins í bókinni enski búvagninn (the English farm wagon) útgefin af David og Charles ásamt Landbúnaðarflutningar í Wales) (Agricultural Transport in Wales), útgefin af Þjóðarsafni Wales (National Museum of Wales).
Verkefninu gæti verið best lýst sem samantekt til 25 ára af heimildaöflun, allt saman framkvæmt með mikilli notkun á hjólhesti. Jafnvel að stríði loknu var nóg af vögnum til. Suma fundum við á ótrúlegustu stöðum og enn í notkun, aðrir voru svo langt gengnir að aðeins var hægt að draga af þeim verðmætar upplýsingar. Teikningarnar hafa verið unnar úr skissum af vögnum víðs vegar í umhverfi sveitanna og annarra aðstæðna.
Mikil rannsóknarvinna liggur að baki og heldur áfram að vera framkvæmd því viðfangsefnið er nánast óþrjótandi. Höfundurinn mun alltaf vera djúpt þakklátur fyrir allar upplýsingar og lán á myndum, gömlum listum og svo framvegis. Þær upplýsingar sem stundum þykja léttvægar, geta sannað sig til að vera ómetanlegar að verðmætum. Eitt af verðmætustu hlutum í fórum höfundar er bréf frá Járnsmið á eftirlaunum frá áttunda áratugnum skrifað með vandlátri hendi.
Þýtt úr formála (Preface) bókarinnar The farm waggons of England and Wales, fyrst útgefin 1969 og svo núna endurprentuð með leiðréttingum 1974.
Skrásett og þýtt af Friðriki Kjartanssyni
Yfirlestur: malfridur.is
Notaðu hlekkina hér fyrir neðan og lestu um vagnana og hönnun þeirra ásamt sögu!
Hlekkir á vísindalegar greinar um ensku bændavagnana!
Hestvagninn frá Kent Teikning í lit og greinarstúfur!