Tag: svið

Hestvagn Boris Godunov keisara #2Hestvagn Boris Godunov keisara #2

0 Comments

Kolymaga eða stór vagn!

Portrett af Boris Godunov keisara. Listamaðurinn óþekktur, á 18. öld. Olía á striga.

Keypt af Armory árið 1840 frá Imperial Arras. Það er hálfportrett af keisaranum Boris Godunov sett í sporöskjulaga umgjörð.

Keisarinn er sýndur í kórónu og bleikum möttli og fylltum marðarfeldi. Undir myndinni er áletrun í rókkókkóstíl: „Boris Godunov“, með titli hans og lýsingu á morði Tsarevich Dimitry.


Opinn langferðavagn af enskum uppruna seint á 16. öld er elsti útbúnaður Armory Chamber og sá eini af slíkri gerð sem lifði af í heiminum.

Vísindamennirnir eru sammála um að þessi forni vagn með búnaði sé eitt af meistaraverkum menningarheimsins.

Stór, næstum ferhyrnd yfirbygging hans er hengd upp á leðurbelti og lokaður með gluggatjöldum.

Hann er samt ekki með beygjusnúningi, kranaháls, fjöðrum, sæti fyrir kúskinn og fótabretti.

Vagninn er skreyttur með útskurði og málun, sum smáatriði eru gerð sem útskorinn skúlptúr.

Listrænt tilheyrir hann seinni endurreisnartímanum.

Máluð í rauðgrænu litasviði sýna fjölmynda listaverkin með háum lágmyndum veiðimyndir og bardaga milli kristinna og múslíma.

Þeir ná yfir neðri hluta vagnsins: hlið hans, bakhlið og framhlið. Útskornu sögurnar endurspegla flókin samskipti Evrópulanda og Tyrklands.

Fyrsta röð yfirbyggingarinnar er skreytt með máluðu landslagi af görðum og byggingum, önnur röð – með veiðisenum.

Hæfileiki meistarans kemur fram í vali á fíngerðu litasviði sem byggir á blöndu af blíðum fölbláum, bleikum og þéttum grænum blómum.

Málverkið er líklega gert af óþekktum ítölskum listamanni seint á 16. öld.

Að innan er keisaravagninn klædd rauðu og gulu, ítölsku mynstruðu flaueli frá seinni hluta 17. aldar. Djúpur, mjúkur hægindastóll á afturhlið yfirbyggingarinnar og breiður bekkur eru bólstraðir með ítölsku flaueli frá 17. öld með ríkjandi ljósbláum tón í skraut.

Fram- og afturhluti undirvagnsins er skreyttur með gylltum lágmyndum og skúlptúrum í formi allegórískra fígúra sem eru áberandi fyrir eligant verk og glæsilegt mynstur blómaskrautsins.

Báðir hlutar undirvagnsins eru með gylltum járnskreytingum. Hjólabúnaðurinn er þakinn með gylltum útskurði sem er frábrugðið öðrum skrauthlutum.

Þetta má skýra með yngri dagsetningu þeirrar smíða – seinni hluta 17. aldar.

Það eru skiptar skoðanir um uppruna langferðavagnsins.

Enskur uppruni þess er án efa staðfestur af fjölmörgum skjölum úr skjalasafni Armory Chamber.

Það er flóknara að skilgreina smíðatímann. Sumir vísindamenn rekja smíðatímann til seint á 16. öld (A.F. Weltman, A.F. Malinovsky, P.I. Savvaitov), aðrir rekja smíðatímann aftur til 1620 (G. Kraisel). Það er líka útgáfa af því að vagninn hafi verið fluttur til Rússlands meðal diplómatískra gjafa aðeins eftir að vinsamlegri samskipti við England höfðu verið tekin upp aftur ekki fyrr en seint á fyrsta fjórðungi 17. aldar.

Smíðatæknileg og listræn fótspor útbúnaðarins tala vel fyrir 16. öldina. Að auki voru samskipti Englands og Rússlands vinsamlegri undir stjórn Boris Godunov frekar en Mikhail Romanov. Tvær gylltar lágmyndir með rússneska skjaldarmerkinu á tímum Godunovs á grind undirvagnsins sanna fyrri uppruna útbúnaðarins.

Tölur á skjaldarmerkinu eru gerðar samkvæmt vestur-evrópskri hefð sem gefur til kynna að vagninn hafi verið ætlaður til útflutnings. Sennilega var það gert sérstaklega sem gjöf fyrir Rússland, mikilvægan viðskiptafélaga. Meðal gjafa sem Sir Thomas Smith kom með árið 1604, frá James I. konungi og Anne Englandsdrottningu, var útbúnaður klæddur flaueli. Það má auðkenna sem vagn frá Armory Chamber. Sterk áberandi táknræn einkenni gjafarinnar sannar að henni var ætlað að vera diplómatísk gjöf.

Í 17. aldar úttekt frá Stables Treasury segir að vagninn hafi verið endursmíðaður í Moskvu til að taka á móti pólsku sendiráðsfólki 1678.

Samkvæmt skjalasafninu hafði vagninn verið notaður til loka 17. aldar af keisarunum Mikhail Fyodorovich og Alexey Mikhailovich.

„Kolymaga“ er orð af tyrkneskum uppruna, sem þýðir „stór vagn“.

Til að keyra þennan búnað þarf kúskurinn að hafa gengið fram hjá honum eða riðið bestu hestunum. Mikið pláss þurfti til að snúa kolymaga við og lyfta átti afturhjólunum með handafli.

Af þessum ástæðum tók ferðin of langan tíma.


Heimild: Moscow Kremlin Museums: – TWO-SEATER COACH (*KOLYMAGA)

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Viktorían hennar Shirley Temple #3Viktorían hennar Shirley Temple #3

0 Comments

8 fjaðra vagn með fjórar C-fjaðrir og fjórar sporöskjulaga blaðfjaðrir

Viktoría er franskur vagn að uppruna nefndur eftir Viktoríu drottningu árið 1844. Hann var fyrst fluttur inn til Englands af prinsinum af Wales (aka Edward VII, elsti sonur Viktoríu og Alberts) árið 1869 þegar C-Spring sporöskjulaga kerfinu var bætt við hönnunina. Victoria C-Spring vagninn okkar var notaður af 20th Century Fox í kvikmynd sinni A Little Princess frá 1939 með Shirley Temple í aðalhlutverki. Það hefur meira að segja stafir kvikmyndafyrirtækisins verið málaðir undir sætinu! Komdu og láttu fara með þig alla daga frá 10:00 til 16:00 og lærðu allt um spennandi heim 19. og snemma 20. aldar hestaflutninga! Við elskum að halda sögunni lifandi!



Merking 20 Century Fox!


Heimild: Northwest Carriage Museum Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Einstakur fornleifafundur í Króatíu – rómverskur vagn með hestum!Einstakur fornleifafundur í Króatíu – rómverskur vagn með hestum!

0 Comments

Sannarlega tilkomumikil og einstök fornleifauppgötvun í Austur-Króatíu.

Þýðing úr https://www.total-croatia-news.com/ sem er Króatískt fréttamiðill

Eins og Goran Rihelj/hr. Turizam skrifaði þann 16. október 2019. Kynntu fornleifafræðingar frá Vincovci-borgarsafninu og fornleifafræðistofnun Zagreb, niðurstöður rannsókna sem þeir hafa stundað á fundarstaðnum í Stari Jankovci (Vukovar-Srijem) í gær Í Tumulus 1 er fjörutíu metrar í þvermál og um fjörutíu metra hátt grafhýsi, stórt. Þar hafði verið grafinn tveggja hjóla rómverskur vagn ásamt hestum. Rannsóknir á þessu hófust upphaflega 2017 og er þetta fyrsti meiri háttar fundurinn að því marki að við höfum aldrei fundið neitt sambærilegt í Króatíu hingað til. Sá siður að grafa undir moldarhaugum eða hrúgum var einstök leið í graftrarsiðum og tengdist aðeins ríkum fjölskyldum sem gegndu áberandi hlutverki í stjórnsýslu, félagsmálum og efnahagslífi Pannóníuhéraðs.


Með því að staðsetja jarðhaug meðfram mikilvægustu umferðargötu Rómaveldis, vildi aðalsfjölskyldan sýna fram á stöðu sína auðæfi sín þar sem ferðamannaleiðir tengdust Apennaskaga við Pannóní og Balkanskaga ásamt litlu Asíu. Mikilvægust er uppgötvun rómverska vagnsins með beinagrindur dráttarhestanna spenntar fyrir vagninn. Það er fyrsti fornleifauppgröftur í fornum grafreit með slíkum vögnum í Króatíu. Segir safnvörður Boris Kratofil-safnsins í Vinkovci.

Gröfin hefur verið rannsökuð, segir Kratofil. Hún er talin vera frá 3. öld eftir Krist. Yngsta dæmið um þessa gerð útfaravenjur. Flókið ferli hefur verið við skjalfestingu niðurstaðnanna, sem mun að lokum skila sér í enduruppstillingu á fastri sýningu Borgarsafnsins í Vinkovici. Fundarstaðurinn hefur kveikt áhuga fagstétta um alla Króatíu og margir fornleifafræðingar alls staðar af landinu hafa komið til að sjá fornleifarnar í Stari Jankovci með eigin augum. Tilkomumikill og einstakur fundur í Króatíu, þar sem í fyrsta sinn í okkar landi er þessi flókni útfararsiður frá tímum fornaldar rannsakaður og skjalfestur fornfræðilega.

Núna tekur við langur ferill uppsetningar og varðveislu sem gerir heildargreininguna á því sem fundist hefur. Vonandi vitum við meira um fjölskylduna og meðlimi hennar sem voru grafnir á þessu svæði frá því fyrir 18.000 árum. Við höfum líka áhuga á hestunum, það er að segja hvort ræktun þeirra fór fram á þessu svæði eða öðrum svæðum heimsveldisins. Svo vantar fleiri svör um mikilvægi þessarar fjölskyldu. Við munum klára þetta í samvinnu við innlendar og fjölmargar evrópskar stofnanir.“ Sagði Marko Dizdar forstjóri fornleifarannsókna stofnunarinnar.

Vinkovci er elsta borg Evrópu þar sem yfirráðasvæði hennar hefur verið stöðugt í rúm 8.300 ár. Vinkovci hefur haldið mörgum leyndarmálum sínum neðanjarðar og síðan 1982 hefur allt svæðið sem tilheyrir Vinkovci verið lýst verndað fornleifasvæði. Minna er vitað um tvo rómverska keisara, Valens

og Valentinian sem fæddust í Vinkovci.

Heimildir: Sjá efst í greininni.

Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur/Próförk: malfridur.is

Rómverskur hestvagn sautján alda gamall!Rómverskur hestvagn sautján alda gamall!

0 Comments

Steingerðar leifar rómversks tveggja hjóla hestvagns í Króatíu

Vinkovci er bær í Austur-Króatíu og í nágrenninu er lítið þorp, Stari Jankovaca, en svæðið var undir yfirráðum Rómverja 300–400 eftir Krist.

Fornleifafræðingar grófu upp heillega steingervinga af tveggja hjóla vagni, þekktur á latínu sem Cisium = léttur hjólavagn, ásamt steingerðum beinagrindum af hestum.

Hestarnir og vagninn voru saman í rými sem greinilega var nokkurs konar haugur þekktur úr greftrunarsiðum víkinga að leggja til höfðingja í skipum sínum sem eru sjaldgæfir greftrunarsiður meðal Rómverja.

Vel efnuð fjölskylda mun hafa greftrað hesta og vagn með þessum hætti samkvæmt fræðimönnum en auðmenn þessara tíma voru stundum greftraðir með þessari aðferð með hestunum sínum.

Sviðstjórinn Boris Katofil útskýrði fyrir þarlendum fjölmiðlum að sá siður að grafa í kumli (forngrafhaugur) væri óvenjuleg aðferð þarna suður af Pannoinan-vatnasvæðinu.

Boris bætti við: Siðurinn er í tengslum við afar auðugar fjölskyldur sem hafa gegnt áberandi hlutverki í stjórnsýslunni, félagslegu og efnahagslegu í samfélaginu í héraðinu.

Fundurinn er talinn vera frá þriðju öld e.Kr. en teymi vísindamanna vinnur að því að staðfesta aldurinn.

Marko Dizdar sagði þetta einstaka uppgötvun í Króatíu.

Hann sagði: Það næsta sem unnið verður að er langt ferli hreinsunar og varðveislu fundarins samhliða rannsóknum og skilgreiningum.

Við höfum meiri áhuga á hestunum, hvort sem þeir eru ræktaðir hér eða koma frá öðru heimsveldi, sem mun segja okkur meira um hversu mikilvæg og auðug þessi fjölskylda var.

Við finnum út úr því með samvinnu við innlendar stofnanir sem og fjölda evrópskra stofnana.

 

Heimild: Dailymail.co.uk

Þýddi og skrásetti: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is