Tag: svartur

Brougham #6Brougham #6

0 Comments

Smíðaður einhvern tímann á 19. öld í Englandi og uppgerður vandlega 1978


Lítill Brougham tveggja manna smíðaður á Long Acre í London


Falleg og hefðbundin tígul eða -demantamunstur og virkilega hlýlegur( deep button). Gott að vera í með fóthitara á veturna. Hefur verið notaður í giftingum og kvikmyndum í nokkra áratugi.


Kostar aðeins kr: 542.000 ísl. Fyrir flutning. Einstaklega vandaður gripur.


Heimildir: Ben Gray á Facebook. Sem er líka eigandi og seljandi að þessum demanti. Myndir fengnar að láni hjá Ben Gray.

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Vagninn sem tilheyrði Marian drottningu 1670Vagninn sem tilheyrði Marian drottningu 1670

0 Comments

Er varðveittur í konungshöllinni í Matrid!


Þessi vagn tilheyrði Marian drottningu Austurríkis sem var seinni eiginkona Filippus IV konungs. Um er að ræða eitt elsta varðveitta eintakið af því sem þekkt er sem „stóri vagninn”. Gerð af stórkostlegum lúxusvagni sem Frakkar smíðuðu fyrstir með varð vinsæll við konungshirðar um alla Evrópu. Flokkast vagninn í barokkstíl vegna stærðar hans. Nýjungin er að farþegarýmið er fulllokað með glerjuðum gluggum. Skreytingarnar eru víða snúningar og svanahálsar. Fjöðrunin er leðurbelti eða -borðar. Húsið var byggt milli 1670 og 1680 með lituðum hnotuharðvið og palo santo sem er og var notaður sem reykelsi, sennilega vegna lyktarinnar. Innréttingin er flauelsklæði útsaumað með silfurþræði.