Tag: stop

Mælieiningar Dauðadalsvagnanna!Mælieiningar Dauðadalsvagnanna!

0 Comments

Milli 1883 og 1889 skiptu tuttugu múldýr spennt fyrir vagna sköpum við að flytja borax frá Death Valley til Mojave, Kaliforníu.

Þessi flutningsaðferð var skipulögð með múldýrum. Múldýrin skiluðu af sér 264 kílómetra eða 165 mílur til að komast að þar sem járnbrautarteinarnir enduðu.

Staðreyndir um vagnana


Hlutverk vagnanna var að flytja 10 „stutt“ tonn af borax í ferð. USA þyngdareining. Jafngildir 2.000 lb avoirdupois eða 907,19 kg sem stutt toon (short ton).

Vagnarnir voru með afturhjólum sem stóðu 2.1336 metra (sjö fet) á hæð, með 2,54 sentimetra eða 1 tommu þykkum járngjörðum á hjólum, smíðaðir upp úr gegnheilli eik.

Rýmið um borð var 4.8768 metrar (16 fet) á lengd og 1.8288 metrar (6 fet) á dýpt og hver tómur vagn vó 3.538 kíló (3.53802 tonn).

Vagnlestin, sem spannaði yfir 54.864 metra (180 fet) með múldýr í eftirdragi til vara, samanstóð af þremur vögnum sem urðu að vera til staðar svo hægt væri að fara af stað.

Fremsti vagninn, „Trailer“ og seinast „back action“, og allra síðast var vatnsflutningatankurinn.


Teymisstjórinn var ábyrgðarmaður á stjórn teymisins, notaði langan taum sem kallaður var „Skíthælslína“-1 og langa svartormasvipu.

Hann var venjulega að stjórn við vinstra hjólið og gat teymisstjórinn einnig stjórnað bremsunni frá vagnsætinu niður bratta brekku.

„Skiptirinn“ sem venjulega sat í vagninum stjórnaði bremsunni á mishæðóttu landi.

„Skiptirinn“ var líka með fötu af litlum steinum til að grýta múlhestana til hlýðni. Báðir deildu mennirnir með sér ábyrgð, þar á meðal að undirbúa liðið, sinna þörfum múldýranna og sinna dýralæknis- eða viðgerðarmálum.

Hádegisstopp leyfði að fóðra og vökva múlhestana þótt þeir væru enn beislaðir, og á kvöldin voru múlarnir settir í búr með fóðurkössum.

Ferðalag hvers dags var yfirleitt 10,6 kílómetrar eða nálægt 17 mílum, sem olli því að ferðin aðra leiðina tók um það bil tíu daga. Fyrirtækið sem rak þessa „útgerð“ útvegaði skála á næturstoppum fyrir ökumenn og múldýrin.


Söguleg frásögn Remi Nadeau, „Fraktteymi Nadeau í Mojave“, leggur áherslu á yfirburði múlhestanna til notkunar í eyðimörkinni og undirstrikar mikilvæga hlutverk þeirra í að flytja borax með góðum árangri.

Með því að skilja flutninga, forskriftir og rekstrarstjórnun tuttugu múldýra sem var beitt fyrir vagnana fáum við innsýn í þá ótrúlegu viðleitni sem auðveldaði flutning á borax seint á 19. öld.

Norður-Bandaríkja þyngdareining sem jafngildir 2.000 lb avoirdupois (907,19 kg). nafnorð: stutt tonn


Smelltu á Google Ngram Viewer til að sjá nákvæmari tímalínu og stærri!

Google Ngram Viewer

Heimild: History Shortcut á Facebook

Skráði og þýddi: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Handvagn fyrir þvott #4Handvagn fyrir þvott #4

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Verð £ 1100 Stærð yfirbyggingar 121,92 cm eða 4 fet Breidd 79,248 cm eða 2 fet og 6 tommur Hæð 79,248 cm eða 2 fet og 6 tommur. Bremsur eru ekki sjáanlegar. Þessi vagn er handvagn dreginn af manni.


Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Vagn til SvínaflutningaVagn til Svínaflutninga

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Verð £2300. Takið eftir hversu fjaðrirnar eru ofarlega til að kerrugólfið geti verið sem næst jörðu svo þægilegra sé að lest svínin á fæti. Bremsur eru ekki sjáanlegar.


Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Búslóða fluttninga vagn!Búslóða fluttninga vagn!

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

No 1. 1– Stærð yfirbyggingar 353,68 m x 170,7 m Verð £ 5500
No 2. 2- Stærð yfirbyggingar 396,24 m x 182,88 m Verð £ 6400
No 3. 3- Stærð yfirbyggingar 445,08 m x 211,68 m Verð £ 7200
No 4. 4- Stærð yfirbyggingar 487,68 m x 213,12 m Verð £ 8000
Með bremsum og fjöðrum. Skaft fyrir tvo hesta er innifalið í verði. Niðurtekin afturöxull til að geta aftur fellt gólfið niður til frekara rýmis.


Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Konfekt vagninn!Konfekt vagninn!

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Verð £ 3810. Sendiferðavagn sem flutti sælgæti og gotterí, líklega líka konfekt, annaðhvort í búðirnar eða til almennings. Útbúinn með lömpum og letur útfært í listrænum stíl úr gæða enskri gyllingu. Góð uppstig, vönduð hlíf framan við kúskinn, fjaðrir þrjár, ein þversum aftan tengd við enda beggja langsum fjaðranna og falleg skreyting í þaki yfir kúskinum og neðarlega á miðri hlið. Stærð yfirbyggingar: Lengd 152,4 cm x breidd 1097,28 cm x hæð 121,92 cm


Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Pæton Brake #2Pæton Brake #2

0 Comments

Í Portúgal, Golega

1901 Pæton Brake heitir brake vegna þess að framhjólin ganga undir bogann undir sætinu. Þessi Pæton tekur að minnsta kosti átta farþega með kúskinum. Þessi ætti því að vera lipur í þröngum aðstæðum. Þetta eintak hefur þörf fyrir heildaruppgerð; ástandið er orðið þannig að aðeins algjörs niðurrifs og uppbyggingar er þörf ásamt málaravinnu. Vagninn er samt vel heillegur og viðráðanlegur í uppgerð.


Öflugt og vel skapað járnverk.


Bremsubúnaðurinn er vel vandaður miðað við sambærilega vagna þessa tíma og gerðar. Uppstigin eru líka sterklega og vönduð til að endast.



Afsakið léleg myndgæði.




Þýðing og skrásetning: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Flatvagn #2Flatvagn #2

0 Comments

Smíðaður af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Verð og burðarþol. Númer 1 getur borið 10 cwt £1000 ‡ Númer 2 getur borið 15 cwt £1600 ‡ Númer 3 getur borið 20 cwt £2000 ‡ Númer 4 getur borið 30 cwt £2300 ‡ Númer 5 getur borið 40 cwt £2500 ‡ Númer 6 getur borið 50 cwt £2800 ‡ Númer 7 getur borið 60 cwt £3000. Pallur vagnsins er eilítið boginn niður í miðju en það er til að hlassið sitji frekar kyrrt í bröttum brekkum upp eða niður. Innifalið í verði eru lamir á gaflloki og bremsur eins og teikningin sýni

Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Mjólkur flutningavagn sterkur #1Mjólkur flutningavagn sterkur #1

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Verð £1900. Lampar / Luktir eru innifaldir í verði og fyrir mjólkurpóstinn. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er kallaður „sterkur“ vegna öflugrar fjöðrunar. Á ensku er hann kallaður „Fload“.


Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is