Tag: skorin undir

Létt vagn bænda #47Létt vagn bænda #47

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Sveigð yfir bygging og tré hlíf framan (dash). Fjögra boga toppur niðurfellanlegur, hátt sætisbak, að fullu rafhúðaðar samsetningar og stífur, skott kassi að aftan. Góður stíll og fyrir þetta verð mjög eftirsóknarverð. Bremsur ekki sjáanlegar. Sarven nöf um 3 ára gömul uppfinning. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Rafhúðun fundin upp 1805. Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja uppruna aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com Skráning og þýðing: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: Yfirlestur.is

Undirhlaup topplaus #46Undirhlaup topplaus #46

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Sveigð yfir bygging og tré hlíf framan (dash). Opið sætisbak, riffluð þrep, rafhúðaðar armhvílur og stífur, skott. Lítill beygjuradíus undirgangs hjólar samstæðu. Létt að komast um borð og af. Svo er vagninn búinn Sarven nöfum sem var 3 ára gömul uppfinning þarna. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síða. Rafhúðun fundin upp 1805. Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja upprunann aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com

Brougham Studebaker framlengdur #5Brougham Studebaker framlengdur #5

0 Comments

Brougham Studebaker extension á frummálinu!


Smíðaður snemma á 20. öldinni. Fannst í vöruhúsi Marshall Fields og var uppgerður af Ernie Schwartz sem sýningarvagn á safn. Kistan aftan á getur verið fjarlægð til að halda virðingu við upprunann, hönnunina og raunveruleika þess tíma þegar vagninn var smíðaður. Undirskurðurinn (under cut) sést vel á myndinni undir Kúsksætinu. Heiti vagnsins á frummálinu: Studebaker extension-front Brougham Staðsettur Homer Glen, Illinois L, USA

Heimild: Myndir fengnar að láni frá Antique Carriage Facebook

Brougham vagnarnir urðu vinsælir víða um heim og margir vagnasmiðir og framleiðendur tóku þá upp á arma sína. Enda ákveðin framför þegar þeir komu fram fyrst í Bretlandi um 1838. Þaðan var fyrirmyndin fengin frá Frakklandi sem er eiginlegur uppruni þessarar gerðar. Viktoría Englandsdrottning fékk sér unninn Brougham handa sér. En þá til á safni Royal fjölskyldunnar.




Surrey #2Surrey #2

0 Comments

Svört með kögurtopp!


Svört Surrey með kögurtopp. Flott ástand. Tilbúin í slaginn. Maroon litur á sætum og hjólum. Sætin í besta hugsanlega ástandi. Hjólin hert og sveiflast ekki. Framhól 37″ Afturhjól 47″ dráttarsköft 47″ Dráttarsköft breiðast á milli 39″ Dráttarsköft mjóst á milli 28″

Staðsett í Omro, Wisconsin USA

Hér gefur að lýta undirskurð fyrir framhjólin til að ganga undir vagninn við krappar beygjur.





Brougham frá Hooper and Co með stöðugleikabúnað #8Brougham frá Hooper and Co með stöðugleikabúnað #8

0 Comments

Brougham í körfu hengdur á C-fjaðrir

8 fjaðra vagn

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2020/11/Hooper-Brougham.jpg

Hestvagnaframleiðandi í London sem virðist hafa lagt mikla vinnu í að losna við brak og hávaða auk hliðarsveiflunnar í akstri Brougham. Þessari gerð Brougham er lýst svona: Brougham á körfu (stöngin undir vagninum sem fylgir lagi hans að neðan í meginatriðum) hengdur upp á C-fjaðrir.

Hooper and Co var sérstakur vagnasmiður hennar hátignar í Englandi. En ef þið stækkið myndina (þarf að smella einu sinni á myndina kemur á nýr póstur með stækkaðri mynd ) þá sjáið þið betur gylltu stafina vinstra megin við myndina.

1860-70 Hooper and Co. Járnstöng milli öxlanna með tengingu út í fjaðrirnar með stífum festi undir Miðfjarðarjárnplötuna. Í lýsingu með teikningunum af vagninum segir að þessi búnaður hafi tekið hliðarhreyfinguna af vagninum í akstri. Til að fyrirbyggja líkama farþega og ökumanns kastist ekkert til hliðanna við akstur. Svo tók þessi búnaður af hljóðum sem bárust annars inn í vagninn á ferð; skrölt- ískur eða nuddhljóð sem annars væri þekkt í Brougham án þessa búnaðar.

Heimildir: The Carriage Foundation í Englandi (Vefsíða, í flokknum hlutir)Brewster Skrapbook bls. 279 Þaðan koma heimildir í þá bók úr HUB frá september 1883 bls. Mynd kemur úr bókinni Brewter en með uppruna í ameríska tímaritinu HUB frá september 1883 bls. 278

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is