Tag: silfursmiðir

Póstvagn #602Póstvagn #602

0 Comments

Concord vagn til sýnis á alþjóðafluvellinum í El Paso!



Á skiltinu stendur eftirfarandi:

Concord póstvagn #602 – Saga og menningararfur

Þessi níu farþega Concord langferðavagn var pantaður 25. mars 1899 af Mr. F.J. Woodside til heimilis í El Paso, Texas. Vagninn var smíðaður af Abbott & Dowing póstvagna

fyrirtækið Concord, NH og var fluttur 31. júlí 1899.

Á átjándu og nítjándu öld Ameríku varð póstvagninn aðalfarartækið að meirihluta beggja alda. Þrátt fyrir velgengni voru eldri póstvagnar mjög óþægileg farartæki oftast.

1827 breytti Concord-póstvagninn hlutunum svo um munaði. Til sögunnar komu leðurbelti/borðar undir yfirbygginguna sem kom með sveifluhreyfinguna sem gerði ferðalagið þolanlegra.

Með framþróun póstvagnsins uxu ræningjar og banditar. Með aukningu á ránum á gullæðistímabilinu gerðu eigendur miklar ráðstafanir til að vernda farþega og farangur.

Langferðavagnaeigendur réðu vopnaða verði og festu öryggisskápa og box við gólfið og réðu silfursmiði til að smíða járn utan um þá svo þyngd öryggisskápanna var ekki of mikil

fyrir ræningjana til að flytja. Með komu járnbrautanna byrjaði endir gullaldarskeiðs póstvagnanna. Concord-póstvagnaarfleifðin lifir áfram sem minnismerki um hughreysti frumkvöðla og hjálpaði til við að þróa landið okkar inn í framtíðina.



Texti og myndir Fengngið að láni frá Wagon Masters á Facebook Co Dave Mason

Skráði og þýddi: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is