Tag: póstvagn

Póstvagn #602Póstvagn #602

0 Comments

Concord vagn til sýnis á alþjóðafluvellinum í El Paso!



Á skiltinu stendur eftirfarandi:

Concord póstvagn #602 – Saga og menningararfur

Þessi níu farþega Concord langferðavagn var pantaður 25. mars 1899 af Mr. F.J. Woodside til heimilis í El Paso, Texas. Vagninn var smíðaður af Abbott & Dowing póstvagna

fyrirtækið Concord, NH og var fluttur 31. júlí 1899.

Á átjándu og nítjándu öld Ameríku varð póstvagninn aðalfarartækið að meirihluta beggja alda. Þrátt fyrir velgengni voru eldri póstvagnar mjög óþægileg farartæki oftast.

1827 breytti Concord-póstvagninn hlutunum svo um munaði. Til sögunnar komu leðurbelti/borðar undir yfirbygginguna sem kom með sveifluhreyfinguna sem gerði ferðalagið þolanlegra.

Með framþróun póstvagnsins uxu ræningjar og banditar. Með aukningu á ránum á gullæðistímabilinu gerðu eigendur miklar ráðstafanir til að vernda farþega og farangur.

Langferðavagnaeigendur réðu vopnaða verði og festu öryggisskápa og box við gólfið og réðu silfursmiði til að smíða járn utan um þá svo þyngd öryggisskápanna var ekki of mikil

fyrir ræningjana til að flytja. Með komu járnbrautanna byrjaði endir gullaldarskeiðs póstvagnanna. Concord-póstvagnaarfleifðin lifir áfram sem minnismerki um hughreysti frumkvöðla og hjálpaði til við að þróa landið okkar inn í framtíðina.



Texti og myndir Fengngið að láni frá Wagon Masters á Facebook Co Dave Mason

Skráði og þýddi: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is


Enskir skemmtivagnar #1Enskir skemmtivagnar #1

0 Comments

Innanbæjar Chariot

Teikning nr. I, táknar bæjarvagn, almennt talinn umfram alla aðra sem kjóla1– eða dómvagn2. Er vagninn sérstaklega skreyttur af þessu tilefni, þó að hann sé almennt notaður í öðrum tilgangi, þó að hann sé almennt notaður í öðrum tilgangi. Þessi vagn er af Frökkum kallaður Coupe3, enda í raun niðurskorinn vagn; hluti af framendanum er skorinn í burtu og aðeins eitt sæti eftir. Áhrifin eru ánægjuleg; línurnar á framendanum falla hver í aðra í tignarlegum sveigjum, og minnkandi hlutinn fyrir ofan gefur pláss fyrir lampann án þess að trufla útlínurnar. Að öðru leyti líkist vagninn bæjarvagninum sem áður er lýst. Hægt að gera sömu breytingar í þeim tilgangi að ferðast, þegar vagninn verður að póstvagni (post chase). — Á þessari teikningu mun glöggur áhorfandi uppgötva nokkra galla. Undirfjöðrin að framan er of lágt niður og fjarlægðin er of mikil á milli efri og neðri beygjunnar. C-fjaðririn að framan rís ekki tignarlega úr rokkernum4 sínum. Lykkjan að framan er ekki fínlega mjókkuð og er illa sett á yfirbygginguna. Afturhluti C-fjaðranna er líka gallaður og botninn á undirstöðu kúsksætisins (Salisbury-boot) hefur enga ákveðna línu. Neðsti bogaferill yfirbyggingarinnar er líka ójafn.

Svipaður vagn er smíðaður, án undirfjaðra og með hreyfanlegan fram- og afturenda hangandi í C-fjöðrunum; farþegar og farangur hvíla allt á C-fjöðrum. Á afturendanum er pallur fyrir tvo þjóna og á framendanum er pallur, sem getur borið kystil að innan. Á þaki yfirbyggingarinnar getur verið farangursbox (imperial)5 og í fremri enda vagnsins er fest stór aurhlíf klædd japönsku leðri; á milli þess og hússins er staðsetning fyrir kúskinn. Þetta formar að öllu leyti venjulegan póst Chariot (Post Chaise). Lamparnir eru svartir og færanlegir og hlíf yfir glerið á daginn.

Til notkunar í langferðum er hægt að færa sæti til og skipta út hamarsklæðissæti og fylgihlutum. Ef ekki er hægt að liggja endilangt inni í húsinu er hægt að taka neðri hluta framhliðarinnar af og lengja framendann í pall sem kallast svefnhús.(dormeuse)6. Sjá mynd.

  1. Kjólavagn: Konur notuðu stundum þennan vagn frekar en að ganga uppstrílaðar í miklum kjólum. ↩︎
  2. Eftirfylgni, eftirlit og ábyrgð á umsjón með meðferð lögfræðilegs máls fyrir skjólstæðing (með framkvæmd málsins). Fagleg ábyrgð er persónuleg. ↩︎
  3. Þýðir hálfur. ↩︎
  4. Vagngrindin ↩︎
  5. Imperial-vagninn var merktur innsigli um vald ættarinnar og var aðeins notaður við mikilvægustu atburði. Í fyrsta lagi var hann teiknaður af sex hvítum hestum frá Kladrub-keisarafola. Breyttist það snemma á 19. öld í átta. ↩︎
  6. Dome þýðir að sofa og er latína. ↩︎

Heimild: English plesaure carriages on internet archive

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: málfríður.is

Léttivagna sögubrotLéttivagna sögubrot

0 Comments

Póstvagn að leggja úr hlaði með lögreglufylgd vegna gullflutninga 1908. Heimild: State Library W.A.


John Hampton landstjóri 1863. Dr John Hampton var landstjóri Vestur Ástralíu. Frá 28. febrúar 1862 eða 1862 til nóvember 1868. Myndin tekin snemma miðað við vagnáhugafólk. Áhugaverð fyrir vagnáhugafólk. Fann ekki mynd frá sama myndasmið með hestum. Hesta myndir ekki eins vinsælar? Vestur Ástralía var á þeim tíma með mjög líflega útflutningsverslun með hesta og frábæra hesta.

Mynd eftir Alfred Hawes Stone (1801-1873).

Myndin er varðveitt í ríkisbókasafn W.A. (Vestur Ástralíu)


Póstvagn #1Póstvagn #1

0 Comments

Nákvæm eftirsmíði!












Landau ágrip, uppruni og lýsingarLandau ágrip, uppruni og lýsingar

0 Comments

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/07/Landau.jpgLandau var skapaður fyrir 1757 sem hægt var að neita þegar Landau var vagn sem hægt var að hafa opinn þegar óskað var. Nákvæmlega hvenær Pæton var fyrst smíðaður, get ég ekki vitað en eins og Landau sem er ranglega ályktað að hafi verið smíðaður 1757 er minnst á 1747 í kvæði við enda þessa kafla. Þetta kvæði var vinsælt meðal sérstaks hóps fólks en það sést best í kvæði/ljóði:,,The Pæton and the one Horse Chair”, sem var fyrst útgefið í fyrirmannaritinu,, Gentleman´s Magazine” desember
1759.

Heimild: Carriages and coaches: their history and their evolution bls. 174

Réttast er að segja frá þeirri hliðstæðu að Berliner and Landau, tveir vagnar sem tóku nafn bæjanna sem þeir voru fyrst smíðaðir í ungverska bænum Kotzee. Eins skal það látið í ljósi að Spánn, Ítalía og Frakkland hafa eignað sér uppfinninguna, sem er byggð á hversu líkir vagnarnir eru þeirra vögnum svo sem vagni sem þeir kalla Charettes.
Heimild: Carriages and coaches: their history and their evolution bls 62

 

Nútíma (State carriages) ríkis- vagnar halda öllum sínum fyrri glæsileika með lítið af gömlu og umfangsmiklu skrauti. Eitt besta dæmið um þetta er ríkis- vagninn sem Landau smíðaði fyrir Edward konung og notaður var við krýningarathöfnina. Þetta stórkostlega dæmi vagnasmíðalistarinnar, segir Sir Walter Gibley, er yfir 18 fet á lengd (5,49 metrar). Liturinn kallar fram ánægjulega tilfinningu. Grænn er með óteljandi blæbrigði, með uppruna gulllit ólífu og fer smá dökknandi þangað til liturinn greinist varla frá svörtu. Eplagrænn, grasgrænn, sjávargrænn, né heldur uppruna í grænan bláan getur verið notaður í vagnamálningu með góðum árangri. Í sumum tegundum af ljósri vagnmálningu nást fram áhrif af sumri með því að herma ýmis grös.

Heimild: Carriages and coaches: their history and their evolution bls. 259

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/07/carriagescoaches00strauoft_0309-3.jpg
Takið eftir að þessi vagn er með 8 fjaðrir!

Á krýningarhátíð drottningar 1838 gátu Lundúnabúar notað tækifærið til að bera augum skrautvagna sem fóru um Birdcage Walk strætið. Flestir þessara skrautvagna tilheyrðu sendiherrum ýmissa þjóða. Einn þessara vagna sem olli mestum æsingi var Marshall Soult smíðaður í Frakklandi aðeins fyrir konungsfjölskylduna. Thrupp lýsir vagninum: Yfirbygging var með glugga efst, með elegant silfurskreytta þakbrún; Það voru fjórir lampar með stóra kórónu á topplampa, við hvert horn yfirbyggingarinnar nálægt hornunum efst. Liturinn var elskulega blár, eins og kallað er Adelaid blue. Bridges Adams hafði skemmtilega sýn á liti. Hann hafði sínar eigin hugmyndir um bestu liti á vagna. „Fyrir bjarta sumardaga“ segir hann að strá eða sulphur gulur sé frábærasti og fallegasti liturinn; en fyrir þokukennt haustið er djúpur appelsínugulur.
Heimildir:
Carriages and coaches: their history and their evolution bls. 258

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

 

Póstvagnar í Norður AmeríkuPóstvagnar í Norður Ameríku

0 Comments

Hulin goðsagnakenndum sögubrotum!