Tag: naf

Viðhald viðgerð á hjóli og nafi #1Viðhald viðgerð á hjóli og nafi #1

0 Comments

Frásögn LeCharron.ch’s


Viðgerðarlýsing. Auðvitað fann ég feiti í olíuöxlaboxunum1. Feiti í stað olíu getur valdið mjög miklu sliti á spindlinum og bronslegum. Ég fann líka plastefni2 í píláratöppunum og í sprungum á nöfunum. Ég fyllti í helstu sprungur með viði. Ástand málningarinnar er skelfilegt, allt í lamasessi vegna lélegs undirbúnings og viðhalds. Viðurinn á pílárum og nöfum er feitur vegna þess að boxþéttingarnar3 eru slitnar og þurrar og hafa lekið. Viðinn þarf að grunna fyrir málningu.






Viðgerðin felst í því að þétta þornuð hjólin án þess að skipta um parta af þeim. Hér eru nokkrar ástæður fyrir því að þessa vinnu ætti að framkvæma af einhverjum sem hefur þekkingu til að ljúka henni með góðum árangri. Eftir að meta ástand hjólsins þarf að fjarlægja gúmmípulsuna. Fjarlægðu allan málm. Finndu út stífleika hjólsins. Gerðu nauðsynlegar umbætur eins og útskýrt er fyrir neðan myndirnar. Mótaðu píláratappana eftir þörfum í hvert móttökugat. Límdu á tappana ef þarf. Búðu til það „hlaup“ sem þarf til að hjólið falli í réttar skorður. Mældu hjólið og færðu það yfir á vinnublað. Reiknaðu frádrátt. Að lokum skal sníða tappa og móttökuholur svo þeir passi saman. Þá er allt tilbúið fyrir samsetningu.

Gúmmíið þrifið!

Tapparnir, sem hér sjást, höfðu þegar verið styttir áður (miðað við flötinn sem tekur dýpra í tréhjólbarðann). Með tímanum og álaginu á hjólið hafa tapparnir þrýsts út. Þá verður að skera slétt við flötinn sem tekinn var dýpra en yfirborðið til að mynda bil á hjólbarðajárngjörðina. Til að tryggja þrýsting píláranna á nafið mega pílárarnir aldrei snerta járngjörðina sem er utan um tréhjólbarðann.

Hér er svo búið að stytta tappana slétt við flöt sem tekinn var við smíði hjólsins!

Mæling á utanmáli tréhjólbarðans!

Járngjörðin mæld til að ákvarða ummálið

Búið að taka ákvörðun um styttingu frá ummálinu frá því fyrir viðgerðina.

Búið að sjóða saman og tilbúið í samsetningu eftir málningarvinnu.


Heimild: The Antique Carriage Collectors Club á Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

  1. Sjá neðanmálsgrein 3 ↩︎
  2. Allt notað til að setja á milli í píláratappana þegar viðurinn rýrnar svo hægt sé að halda áfram að aka ↩︎
  3. Þéttihringir inni í nafinu sem eiga að halda smurfeitinni á ákveðnum stað á spindlinum/öxlinum. ↩︎

Pæton í sérflokki sýningareintak #7Pæton í sérflokki sýningareintak #7

0 Comments

Unnið til margra meistaratitla!


Sýninga eintak Pæton smíðaður af Mills frá Paddington um 1900. Þessi fallegi og vel þekkti vagn hefur unnið til margra meistaratititla. Gæða eintak með dráttarskafti og álfaháls.
Tilbúinn í að fara sýningarhring. Ekki rugla saman nútíma eftirgerðum.

Svanaháls dráttarsköftin og dráttarskaft (tunga). Einning er þarna stykkið sem festast á við járnverkið að framan svo hægt sé að tengja Tvítréð við þegar tungan er notuð. Ef þið horfið vel þá sjást 4 uppstings bólur/stig ofan á stykkinu. Takið eftir snyrtilegu uppstiginu á Nafi framhjólsins. Svona gera ekki nema bestu vagnasmiðirnir.

Svo eru náttúrlega uppstig í aftursætið ef vel er að gáð.

Einstaklega vandað járnverk og bremsubúnaðurinn nettur en samt sterklegur.

Annað dæmi um vandað járnverk. Fimmtahjólið, býður af sér styrkleika og góðan frágang.

Wagon Buggy #1Wagon Buggy #1

0 Comments

Ný uppgerð Rauð og eiguleg!


Flott ástand, tveggja sæta fjarlæganleg sem taka 4. Líka hægt að fella bökin fram. Harðviðarhjól með járngjörð. Bremsur og uppstig til að auðvelda aðgengi. Opnanlegur afturhleri, niðurfellanlegur dúkur á þrjá vegu til að verjast úrkomu og vindi. Ekkert er minnst á smíðaár.
Helstu mál. Framhjól 38″ eða 96,52 cm Afturhjól 42″ eða 106,68 cm Single tree (Eintré) 40″ eða 101,6 cm Dráttarsköft 78 frá Single tree eru 198,12 cm, heildarlengd 962 eða 243,84 cm. Vagnskúffa 37″ X 72″ eða 93.98 cm X 182.88 cm. Vagninn er 84″ eða 213,36 cm, heildarhæð X 68″ eða 172,72 cm. Heildarbreidd með hjólnöfum er vagninn 192 cm og heildarlengd með dráttarsköftum er 487,68 cm.


Wagnon Buggy hlýtur að þýða að þessi vagn sé millistig milli Wagons og Buggy ( Bændavagns og kerru/léttavagns)









Gerður upp af Lemuel King í Chambersburg, Pennsylvaniu segir textinn með myndunum en ég hallast að því að það eigi að vera upphaflegi vagnsmiðurinn vegna þess að skiltið/merkingin á vagninum lítur út fyrir að hafa verið á vagninum um aldur hans og ævi!

Þýtt og yfirlesið Friðrik Kjartansson ásamt skrásetningu

Yfirlestur: malfridur.is

Á að sjóða nafið eða ekki?Á að sjóða nafið eða ekki?

0 Comments

Grein frá 1884 þar sem trésmiðurinn spyr útgefanda Nafsins (the Hub, the Nave) áhugaverðra spurninga!

Að sjóða nafið!

Millville, O, March 1884 Spyrjandi

Spurning trésmiðs:

Hver er þín skoðun á að sjóða nafið (the hub) í léttari farartækjum þar sem hægt er að hafa efnið þykkra (öflugra)? Hvort getur orðið að betra hjóli, 1 tommu pílár rekinn í þurrt naf eða sama pílára- þykkt rekinn í soðið naf, og virkar límið eins vel í soðið naf? Hvað gerð af lími er best að nota hvítt eða gult? (ekki vitað hver munurinn er á hvítu og gulu lími sem notað var 1884)

Yðar einlægur Trésmiðurinn.

Við trúum ekki á það að sjóða nafið, né mælum við með að hafa nafið of þurrt. Ef Nöfin eru soðin, er hægt að reka píláranna í þau af meira afli, þar sem þau eru mýkri og teygjanlegri, en eftir að pílárinn er rekinn í mun náið þorna í fyrri, náttúrlega stærð og pílárarnir munu valda yfirálagi sem veldur svo aftur klofningi á nafinu. Okkar bestu hjólasmiðir hafa nafið eins þurr og hægt er áður en þeir reka pílárana í nafið; gæta skal að nákvæmri þyngd slaga í að reka pílárana í náið í þurru ástandi og er það þannig bara fyrir þjálfaða smiði. Til að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að nafið klofni er gott að dýfa nafinu í heitt vatn smá stund til að taka þurrkinn úr yfirborði nafsins.


Annar leiðingjarn þáttur þess að sjóða nafið er það að límið vill ekki loða eins vel við og við í þurrum viði þegar efnið harðnar, svo sem í Álmi eða Valhnotu, límið leysist
einfaldlega upp í vatninu á náinu og verður því ónothæft. Gott lím er það lím sem er með bestu viðloðunina. Við höfum séð bæði hvítt og gult lím jafn lélegt í þessum tilfellum. Við mælum með að velja besta límið sem markaðurinn bíður upp á, sjóðið svo tvo Valhnotubúta og límið þá saman og látið bíða í 24 tíma og þá rífið þá í sundur á límingarsvæðinu.
þá sjáið þér hvort límið er fyrsta flokks eða ekki. (Mun líklega ekki gefa sig á límfletinum ef límið er gott)

Heimildir: The Carriage Monthly, april 1884 (útgefin í heimildarbókinni) Wheelmaking wooden wheel design & construction

Þýðandi og samantekt Friðrik Kjartansson

Próförk Þórhildur Daðadóttir

Öxlablogg!Öxlablogg!

0 Comments

Í árdaga hestdreginna vagna og handvagna var öxulinn eingöngu úr harðvið, helst eik. Endir öxulsins, eða nafið, var svipað og stálöxlar eru í dag, en að auki var það tekið niður að ofan og á ská niður í enda nafsins.

Hvað er „diskun“?

Myndin sýnir „diskun“ á vagnhjólinu sem stendur nákvæmlega ljóðrétt á hlutanum sem er fyrir neðan náið, en fyrir ofan fer það yfir á gráðurnar sem það er diskað í upphafi.


Það er diskað til að fá meiri styrk í það yfirleitt og til að það beri meiri þunga. Þessi diskun er framkvæmd þegar járngjörðin (the tire) er hituð og snöggkældur utan um það. Þá veldur úrtaka í holunum fyrir pílárunum eða þá skásnið á enda pílárunum því að það fellur í þessar gráður eins og diskur; vegna þess að „veggir“ holunnar eða pílárarnir eru (skornir) hoggnir í þá gráðu sem óskað er eftir.

Á myndunum hér má sjá hvernig það lítur út og er tekinn skái aftan úr píláranum í þessu tilviki. Á ensku kallast það,,Disch” the wheel.

Ég leyfði mér að færa það yfir á íslensku og kalla þetta „diska“ hjólið. Ég veit að þetta er meira en um öxla en það er ekki hægt að skilja þarna á milli vegna þess að þetta er hannað svona í sömu andrá, gráðan á öxlinum og gráðan á pílárunum í hjólinu.

„Diskun“ var umdeild lengi og nýungar eins og „Patent“ komu fram svo sem uppfinningin að járnflansinum ( The Sarven hub var t.d. ein gerðin kom fram 1857 ) sem klæddist utan um nafið og féll upp á pílárana svo sú styrking varð nóg og ekki þurfti lengur að „diska“ hjólið. T.d. notuðu bílaframleiðendur þennan flans lengi fram eftir 20. öldinni. Smurt er með dýrafitu.


Heimildir: Carriage and Wagon axles bók, útgefin af Safn Ameríku

Þýðandi og skrásetning Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is