Tag: jörð

Coupé í Sankti Pétursborg 1739 #2Coupé í Sankti Pétursborg 1739 #2

0 Comments

Anna keisaraynja notaði vagninn við hátíðlegar skrúðgöngur!

Vagninn er tveggja sæta.

Yfirbyggingin mjókkar niður á við og neðri hluti afturhliðar er sveigður. Gluggarnir og efri hluti hurðanna með myndskreyttu efri hlutinn er með rúðugler.

Hurðirnar eru nálægt jörðu og fótstigið er inni í vagninum. Vagninn endurspeglar fagurfræðilegan smekk síns tíma – hann er byggður í hefðum vestur-evrópskrar barokkhefðar.

Athyglin beinist að hinu afar ríkulega og lifandi skrauti.

Gylltur útskurður þekur alveg hina lítillega bognu kverklista, veggsamskeyti, gluggaumgjörð, dyrakarma og fram- og bakhlið undirvagnsins.

Barokkskrúðskraut og skeljar blandast vel við höggmyndina, smáatriði í formi grímna og tveggja hausa arna með afar fíngerðum laufskurði sem minnir á útskornu mynstrin á mörgum rússneskum myndaarfleifðum frá 17. öld.

Þjóðleg einkenni birtast í óvenjulegri túlkun á sumum skrauthlutum barokksins.

Þrátt fyrir ákveðinn aga er útsurðurinn og skrautið létt og glæsilegt.

Hér sameinast lifandi ímyndunarafl listamannsins sem hannaði skreytingarnar og færni handverksmanna sem skáru þær út með næmu innsæi fyrir mótunarmöguleikum.

Skrautmynduðu rammarnir á bolnum innihalda spjöld skreytt með málverkum af leikandi kerúbum, hafmeyjum, grímum, skjaldarmerkjum og blómaskreytingum.

Skreytingarnar eru útfærðar í gulleitum og grænum litbrigðum og gegna mikilvægu hlutverki í heildarskreytingu vagnsins ásamt bronsmunstrunum.

Vagnasmiðirnir nýttu sér nokkur ný einkenni, þannig er efri hluti afturhliðarinnar, sem er bólstruð með terrakotta-lituðu flaueli, þakinn glæsilegum upphleyptum bronsmedalíum í formi skelja og skrúðblaða.

Plöturnar í fjöðrunum, handföngin og sylgjurnar eru einnig úr bronsi, sem og skrautmunir á þakinu, sem er skreytt með vösum og litlum nöglum með upphleyptum myndskreyttum höfðum.

Val á terrakottaflaueli fyrir innri bólstrun vagnsins og toppurinn sýnir mikla listræna smekkvísi.

Vagninn er búinn helstu tæknilegum eiginleikum þess tíma.

Hann er með fjöðrum og öxulás.

Sú viðtekna skoðun að vagn þessi sé verk Okhta-meistara1 í þjónustu flotamálastofnunarinnar er ekki staðfest í skjalasöfnum.

Í 18. aldar skrá hirðhesthúsakansellísins er að finna upplýsingar um að þetta ökutæki hafi verið smíðað í hesthúsagarði Sankti Pétursborgar árið 1739.

Það var notað við hátíðlegar skrúðgöngur Önnu keisaraynju.


  1. Akademiskar gráður í Russlandi:
    Bakkalársgráða
    Meistaragráða
    Diplómagráða (sérfræðingsgráða)
    Doktorsgráða
    Ný doktorsgráða ↩︎

Heimild: https://www.kreml.ru/

Þýðendur: Friðrik Kjartansso og erlendur.is

Yfirlestur: malfridur.is

Fornir vegir horfinna samfélaga #3Fornir vegir horfinna samfélaga #3

0 Comments

Á áttunda áratug tuttugustu aldar afhjúpuðu fornleifafræðingar merkilegan steinaldartréveg nálægt Nieuw-Dordrecht í Hollandi. Þessi forni vegur, sem er tilkomumikill 4.573 ára, teygir sig í að minnsta kosti 800 metra. Með því að lesa með ákveðinni vísindalegri aðferð í tréð, hafa sérfræðingar tímasett smíði hennar til 2.549 f.Kr.

Þessi uppgötvun dregur ekki aðeins fram háþróaða verkfræðikunnáttu síðari hluta steinaldar, þegar slípuð steinvopn og áhöld voru ríkjandi, heldur býður einnig upp á ómetanlega innsýn í samgöngur þeirra og viðskiptahætti. Varðveisla vegarins í mýrkenndum jarðveginum hefur veitt sjaldgæfa innsýn í fágaða innviði forsögulegrar Evrópu.


Hreimild: Farmer Trade Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

5150 ára gamalt hjól finnst!5150 ára gamalt hjól finnst!

0 Comments

Ofarlega á lista heimsminjaskár!

2002 afhjúpuðu fornleifafræðingar elsta þekkta tréhjól í heimi í mýrlendi nálægt Ljubljana í Slóveníu, sem nær yfir 5.150 ár aftur í tímann.

Þetta forna hjól varðveittist í blautri jörðu, ekki endilega á mannvænasta staðnum í dag, Ljubljana-mýrarnar voru í raun nokkuð lífvænlegar fyrir fimm þúsund árum.

Upprunalega var hjólið og eikaröxullinn hluti af uxakerru smíðuð úr aski og eik og snérist öxullinn. Samsetningin var svo endingargóð að hún var staðall fyrir evrópska hjólasmiði fram í byrjun 20. aldar. Ummál hjólsins er 72 sentimetrar1.

Spurningunni um hver fann upp hjólið er enn ósvarað, með vísbendingum sem benda til þess að það hafi komið fram sjálfstætt á mörgum svæðum. Þó að sérstakir uppfinningamenn/maður séu ekki þekktir virðist þróun hjólsins ekki vera ein bylting heldur smám saman uppsöfnun þekkingar, færni og aðlögunar með tímanum. Í mýrunum bjó nýaldarfólk sem var mjög hæft í að byggja hús á trésúlum í blautri jörðinni.

Fyrir 6000 árum þykir sannað að fólk hafi búið þar og kannski notaði það litla handvagna til að flytja uppskeruna milli staða ásamt því að koma upp verslunarleiðum.

Mismunandi menningarheimar mótuðu hjólið til að mæta einstökum þörfum þeirra, skapa sérstaka hönnun og notkun sem þróaðist hvor í sínu lagi, hver nýsköpun út af fyrir sig.

Næsta stóra nýjungin sem leit dagsins ljós var þegar Egyptar tóku heiðurinn og þróuðu pílárahjól fyrir um 4 þúsund árum. Fyrsta bandaríska einkaleyfið á hjólinu kom árið 1791, fljótlega eftir að einkaleyfislögin voru samþykkt í Bandaríkjunum. Hjólið og öxulinn er hægt er að upplifa í Borgarsafni Ljubljana ókeypis.



Heimild: History’s Mysteries á Facebook og https://3seaseurope.com/oldest-ljubljana-marshes-wheel-slovenia/

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

  1. Myndbandið segir 72 sentimetrar en 3seaseurope.com segir 70 sentimetra! ↩︎

Rómverskur hestvagn sautján alda gamall!Rómverskur hestvagn sautján alda gamall!

0 Comments

Steingerðar leifar rómversks tveggja hjóla hestvagns í Króatíu

Vinkovci er bær í Austur-Króatíu og í nágrenninu er lítið þorp, Stari Jankovaca, en svæðið var undir yfirráðum Rómverja 300–400 eftir Krist.

Fornleifafræðingar grófu upp heillega steingervinga af tveggja hjóla vagni, þekktur á latínu sem Cisium = léttur hjólavagn, ásamt steingerðum beinagrindum af hestum.

Hestarnir og vagninn voru saman í rými sem greinilega var nokkurs konar haugur þekktur úr greftrunarsiðum víkinga að leggja til höfðingja í skipum sínum sem eru sjaldgæfir greftrunarsiður meðal Rómverja.

Vel efnuð fjölskylda mun hafa greftrað hesta og vagn með þessum hætti samkvæmt fræðimönnum en auðmenn þessara tíma voru stundum greftraðir með þessari aðferð með hestunum sínum.

Sviðstjórinn Boris Katofil útskýrði fyrir þarlendum fjölmiðlum að sá siður að grafa í kumli (forngrafhaugur) væri óvenjuleg aðferð þarna suður af Pannoinan-vatnasvæðinu.

Boris bætti við: Siðurinn er í tengslum við afar auðugar fjölskyldur sem hafa gegnt áberandi hlutverki í stjórnsýslunni, félagslegu og efnahagslegu í samfélaginu í héraðinu.

Fundurinn er talinn vera frá þriðju öld e.Kr. en teymi vísindamanna vinnur að því að staðfesta aldurinn.

Marko Dizdar sagði þetta einstaka uppgötvun í Króatíu.

Hann sagði: Það næsta sem unnið verður að er langt ferli hreinsunar og varðveislu fundarins samhliða rannsóknum og skilgreiningum.

Við höfum meiri áhuga á hestunum, hvort sem þeir eru ræktaðir hér eða koma frá öðru heimsveldi, sem mun segja okkur meira um hversu mikilvæg og auðug þessi fjölskylda var.

Við finnum út úr því með samvinnu við innlendar stofnanir sem og fjölda evrópskra stofnana.

 

Heimild: Dailymail.co.uk

Þýddi og skrásetti: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is