Topplausa Heimsveldið #31 uncategorized Topplausa Heimsveldið #31Topplausa Heimsveldið #31 FrikkiFrikki 0 Comments G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860 Mjög aðlaðandi og frambærileg létta vagn (buggy). Næstum allt járnverkið rafhúðað. Sarven nöf. Hliðarnar geta komið innlagðar perlum og silfri. Hver einasti hluti með yfirmáta lokafrágangi sem gerir þennan vagn að besta sýningareintaki af vögnum í notkun. Bremsur eru ekki sjáanlegar. Þessi vagn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Rafhúðun fundin upp 1805. Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja uppruna aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com Lesa áfram ...Lesa áfram ...
uncategorized Pæton í sérflokki sýningareintak #7Pæton í sérflokki sýningareintak #7 FrikkiFrikki 0 Comments Unnið til margra meistaratitla! Sýninga eintak Pæton smíðaður af Mills frá Paddington um 1900. Þessi fallegi og vel þekkti vagn hefur unnið til margra meistaratititla. Gæða eintak með dráttarskafti og álfaháls.Tilbúinn í að fara sýningarhring. Ekki rugla saman nútíma eftirgerðum. Svanaháls dráttarsköftin og dráttarskaft (tunga). Einning er þarna stykkið sem festast á við járnverkið að framan svo hægt sé að tengja Tvítréð við þegar tungan er notuð. Ef þið horfið vel þá sjást 4 uppstings bólur/stig ofan á stykkinu. Takið eftir snyrtilegu uppstiginu á Nafi framhjólsins. Svona gera ekki nema bestu vagnasmiðirnir. Svo eru náttúrlega uppstig í aftursætið ef vel er að gáð. Einstaklega vandað járnverk og bremsubúnaðurinn nettur en samt sterklegur. Annað dæmi um vandað járnverk. Fimmtahjólið, býður af sér styrkleika og góðan frágang. Lesa áfram ...Lesa áfram ...
uncategorized Pæton Brake #2Pæton Brake #2 FrikkiFrikki 0 Comments Í Portúgal, Golega 1901 Pæton Brake heitir brake vegna þess að framhjólin ganga undir bogann undir sætinu. Þessi Pæton tekur að minnsta kosti átta farþega með kúskinum. Þessi ætti því að vera lipur í þröngum aðstæðum. Þetta eintak hefur þörf fyrir heildaruppgerð; ástandið er orðið þannig að aðeins algjört niðurrif og uppbyggingar er þörf ásamt málaravinnu. Vagninn er samt vel heillegur og viðráðanlegur í uppgerð. Öflugt og vel skapað járnverk. Bremsubúnaðurinn er vel vandaður miðað við sambærilega vagna þessa tíma og gerðar. Uppstigin eru líka sterkleg og vönduð til að endast. Afsakið léleg myndgæði. Þýðing og skrásetning: Friðrik Kjartansson Yfirlestur: malfridur.is Lesa áfram ...Lesa áfram ...