Tag: íslenskir hestvagnar

Daði Sigurðson fyrrum bóndi segir frá!Daði Sigurðson fyrrum bóndi segir frá!

0 Comments

Upplifanir og frásagnir um vagnasmíði á Íslandi!


Nýlega var ég að skoða myndir á netinu sem sýna hvernig smíðuð eru vagnhjól úr tré, svokölluð pílárahjól. Aðferðirnar virðast vera býsna þróaðar og beita smiðirnir mikilli færni við verkið. Einnig eru verkfæri þeirra mörg hver sérhæfð og talsvert flókin að gerð en byggja á gamalli tækni. Samt sjást þeir nota nútíma rennibekki og hulsubora sem ekki þekktust áður fyrr. Járngjarðirnar er nú hægt að rafsjóða saman, en fyrr meir var ekki um annað að ræða en eldsjóða þær. “Vagnamenning” í okkar landi var ekki mikil, byrjaði seint og stóð stutt,

varla nema áttatíu ár. Tæplega notaðir nema tveggja hjóla hestvagnar. Samt munu menn hafa náð tökum á að smíða svona hjól. Um það veit ég samt grátlega lítið. Samt þekkti ég mann sem á ungum aldri var sendur úr sinni heimasveit, Hvolhreppi, austur undir Eyjafjöll með léleg vagnhjól sem skyldi endursmíða. Þessi maður var Jón Ingi Jónsson ( 1911-1996 ) sem lengi var bóndi í minni heimasveit, Fljótshlíð, mikill úrvalsmaður og lagtækur vel. Hefur hann eflaust orðið að liði við smíðarnar. Smiðurinn var aftur á móti Sigurjón Magnússon í Hvammi ( 1889-1969 ). Hann var einn þessara manna sem virtist geta smíðað hvað sem var. Hann var jafnvígur á tré- og málmsmíði og jafnt grófa smíði sem fína og ég þykist vita að honumhafi ekki orðið skotaskuld úr að koma saman vagnhjólum. Þó hygg ég hann ekki hafa átt nein sérhæfð verkfæri til þeirra hluta en það hefur hann bætt upp með hyggjuvitinu. Kristinn Jónsson, alltaf nefndur vagnasmiður, sem var langafkastamestur við vagnasmíði, taldi að vagnhjól hafi ekki borist hingað til lands fyrr en 1874. Þó eru óljósar sagnir um að stöku vagnar hafi verið til fyrr en notkun þeirra hefur þá verið það lítil að hún skipti engum sköpum. Þessi hjól voru gjöf Kristjáns konungs til bænda í Grímsnesinu, Lofts Gíslasonar. Vitað er að þau voru lengi í notkun. Torfi Bjarnason í Ólafsdal hóf að smíða vagnhjól 1882 og kenndi nemendum í skóla sínum að smíða og nota vagna. Þar mun einungis hafa verið um að ræða tveggja hjóla kerrur. Fólksflutningavagnar á fjórum hjólum komu ekki til sögunnar fyrr en 1900, en þá hófust póstferðir frá Reykjavík að Ægissíðu. Áðurnefndur Kristinn Jónsson hóf að smíða og gera við vagna 1904. Hann starfaði eingöngu við það til 1917, en þá smíðaði hann yfir fyrsta bílinn og stundaði það lengi síðan. Rak hann talsvert umsvifamikið verkstæði sem varð með tímanum vel búið tækjum.

Þegar kom fram um miðja tuttugustu öldina munu hestvagnar í notkun hafa verið fleiri en bændabýlin í landinu. Þá áttu allir bændur orðið vagn, sumir tvo, og stöku bændur fleiri. Mjög fjaraði undan hestvagnanotkun miðja öldina og þar sem ég þekkti til var notkun þeirra hverfandi eftir 1960. Á þessum tíma urðu dráttarvélar allsráðandi í búskap og bílar voru talsvert fyrr teknir við hlutverki vagnanna í þéttbýli svo þeir fáu vagnar sem enn eru til séu orðnir safngripir.

Með kærum þökkum til Daða fyrir frábæra frásögn og framlag til þessa verkefnis

Yfirlestur: malfridur.is

Myndskreyting Friðrik Kjartansson

P.S. Ef þú hefur frásögn sama hversu lítil sem hún er er þér velkomið að hafa samband. Rafpóstur: [email protected]

Myndasafn Islenskra hest og handvagna ásamt fleiru!Myndasafn Islenskra hest og handvagna ásamt fleiru!

0 Comments

Íslensk vagnasaga í myndum!


Gunnlaugur Benedikt Ólafsson fær þakkir fyrir að lána Setrinu þessa frábæru mynd af móður sinni, Nönnu um tvítugt með hestinn sinn og vagninn við Stafafell. Ártal ekki vitað. Ef einhver veit meira um þessa frábæru mynd á er rafpósturinn minn: [email protected]. Friðrik Kjartansson skráði.

Óþekktur maður með hestinn spenntan við íslensk smíðaðan vagn við Markarfljót. Ekki vitað hvenær myndin er tekinn. Væri gaman ef einhver hefði upplýsingr um nafn mannsins og hvernær myndatakan fór fram. Rafpóstur: [email protected]

Börn í Flekkudal. Heimild: Þorkell lánaði mér þessa mynd og nefndi þetta bæjarnafn. Hef ekki meiri upplýsinga að svo stöddu en væri gaman ef einhver þarna úti þekkti börnin og segði okkur frá! Börnin standa aftan við hestvagn sem hefur ábyggilega verið mikið nytjafarartæki síns tíma.
Skemmtiferðaskip koma til Reykjavíkur. Þessa mynd tók franskur ferðamaður á þýska skemmtiferðaskipinu Grosser Kürfurst frá Bremen sumarið 1910 í Hafnarstræti. Takið eftir skiltinu sem á stendur “Tourist Burea”. Þar sem skiltið stendur reis seinna stórt verslunarhús Helga Magnússonar, þar sem Rammagerðin er nú til húsa. Myndin fengin að láni á 101Reykjavik.is Facebook

Fjórði áratugur 20 aldar. Bakarabrekkan í Reykjavík og nálægt miðri mynd götusóparar með hest og hestvagn smíðaður á Íslandi. Fengið að láni af gamlar myndir á Facebook

Ferðamenn á Reykjavíkursvæðinu fyrir um einn öld sirka. Myndin fengin að láni á ,,Gamlar myndir” Facebook.

Ólafur Björnsson í Núptalstungu V-Húnavatnssýslu situr á slátturvélinni. með kærum þökkum fyrir lánið á myndinni Ragnhildur Birna Hvolsvelli

Ólafur Björnsson í Núptalstungu V-Húnavatnssýslu situr á slátturvélinni. með kærum þökkum fyrir lánið á myndinni Ragnhildur Birna Hvolsvelli

Hestaslátturvél í slægjunni. kærar þakkir fyrir lánið á myndinni Ragnhildur Birna Hvolsvelli

Íslensk smíðuð hestakerra, mjög sennilega, með fjárgrindum. Kærar þakkir fyrir lánið á myndinni Ragnhildur Birna Hvolsvelli

Handvagn í notkun, líklega í Reykjavík eftir miðja tuttugustu öldina. Þeir sem þekkja til mannsins og eða handvagnsins er velkomið að skrifa neðst í blogg reitinn alla þær upplýsingar sem að haldi gætu komið.

Sætt par við Glaumbæ í Skagafirði. Ekki ólíklegt að Kristinn Jónsson hafi smíðað kerruna og kannski sleðan. En bara ágiskun, væri gaman að vita? Myndin fengin að lán hjá Jóni Inga Jónssini í Reykjavík.

Sama sæta parið frá öðru sjónarhorni

Handvagn á Síldarminjasafninu á Siglufirði. Líklega frekar stór handvagn; myndin sýnir vel ,,Diskunina”
á vagnhjólinu en þannig fékkst styrkurinn í hjólið. Fékk myndina lánaða hjá Ottó Val Ólafsini

Unnið við snjóhreinsun með nokkurs konar snjótönn sem hestur dregur. Neðst í Bankastræti. Mynd fengin að láni á ,,Gamlar ljósmyndir” Facebook

Heyskapur í Staðardal Súgandafirði 1947 og rómantík. Mynd fengin að láni á ,,Gamlar ljósmyndir” Facebook


Heyskapur í Staðardal Súgandafirði 1947. Mynd fengin að láni á ,,Gamlar ljósmyndir” Facebook

Heyskapur í Staðardal Súgandafirði 1947. Mynd fengin að láni á ,,Gamlar ljósmyndir” Facebook

Myndin tekinn á Siglufirði 1947. Fólkið óþekkt. Fengin að láni á ,,Gamalar myndir” Facebook.

Óþekktur ferðamaður á leið um Hverfisgötu (lituð mynd) Fengin að láni í ,,Gamalar Ljósmyndir” Facebook.