Tag: handrið

Bónus topp vagninn #32Bónus topp vagninn #32

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Útkoma létta vagnsins (buggy) er fullkominn, sýnir fallegan stíl og handverk og réttilega sem bestu dómar hafa staðfest. Kerran er myndarlega útskorin og máluð, skreytt með flaueli og silki, járnið er líka vandlega hringað og rafhúðað að fullu. Hún er stutt og fínasta kerra sem smíðuð hefur verið. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Rafhúðun fundin upp 1805. Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja uppruna aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com

Strætis og víðavangsmyndir London Stóra BretlandStrætis og víðavangsmyndir London Stóra Bretland

0 Comments



Heymarkaður í Whitechapel

Whitechapel Austur London. Jack the Ripper söguslóðir!

Holborn London sirka 1901 Heimild: Old Photos of Essex Kent & London Facebook

Borgar toppurinn #23Borgar toppurinn #23

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Yfirbyggingin er lík og á vagn 21 en er samt svo lítið frábrugðinn. Létt að fella og reisa toppinn sem er fimm boga. Vagninn er byggður á Körfu sem er stöngin milli öxlanna og gerir það að verkum að þagga skröltið og gefa stöðugleika í formi þess að hliðarsveiflan er engin. Er hægt að nota til margra hluta. Lokafrágangur … (ólæsilegt vegna skemmda í handriti) … fínasta handverk. Bremsur ekki sjáanlegar. Þessi vagn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar

Sport vagninn #22Sport vagninn #22

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Skrautfræstar hliðar meira en númer 21. Vandaður frágangur. Sport-vagninn hefur fengið heims viðurkenningu fyrir íburð og fegurð. Mjög rúmgóður en yfirbyggingin stendur nokkuð hátt frá jörðu. Vagninn (the buggy) er byggð á körfu stöngin sem er á milli öxlanna til að aukins stöðugleika. Bremsur ekki sjáanlegar. Er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í vagna hönnun síðar.

Concord með topp #15Concord með topp #15

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Þessi stíll er tekur mið vagnasmiðina í Concord, N.H. þar sem nafnið tekur nafn af bænum. Létta vagninn er vandaður, með herta öxla og enskar stál- fjaðrir. Concord er hannaður fyrir erfiðar aðstæður og mikla notkun og misjafna og engin Létta vagn (buggy) ekur ljúfar eða er betra að sitja í sem gefur grunn ánægju, það er að segja ef þessi gerð er vel smíðuð. Vagninn fær mikil meðmæli og í notkun í öllum landshlutum (USA). Bremsur ekki sjáanlegar.
Concord vagninn er á 2 fjöðrum langsum undir yfirbyggingunni, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna úti við hjól. Varð svo ofan á í vagna hönnun síðar. Vegna skemmda í 160 ára bæklingnum var þetta næsta kerra að kynna, en vafalaust eru einhverjir demantar týndir inn í fortíðina og koma aldrei til með að sjást aftur, því miður. Á milli fjaðrana langsum með yfirbyggingunni báðum megin liggja stangir sem eru partur af fjarðakerfi þessa létta vagns sem eru með fjaðrir langsum undir yfirbyggingunni.

Hér er svo ljósmynd af að vísu stærri Concord en samt má greina fjaðrabúnaðin sem segja má að sé sérstakur. Vinsældartímabil þessarar vagn gerðar var frá 1850 til 1880

Fíladelfíutoppurinn #7Fíladelfíutoppurinn #7

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Stíll sem notaður er mikið í Fíladelfíu og hefur orðið mjög vinsælt farartæki. Lokafrágangurinn er látlaus en mjög nettur og skemmtilegur. Panel klæddar hliðar og ríkulegt skraut. Leður skjólborð, hlíf (dash) fellanlegur toppur með fjarðrarstýrðu handfangi. Karfan er stöng sem er á milli öxla er stöðugleika og tekur af skrölt. Bremsur ekki sjáanlegar.

Boxskutlan #6Boxskutlan #6

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Númer 6. Besta og vinsælasti létta vagninn (buggy). Bráðabrygða sæti . Ný uppfinning. Vagninn er rúmgóður, léttur og hannaður fyrir tvo eða fjóra farþega með tveimur sætum að framan og tveimur að aftan. Loka frágangur með fimm boga topp fellanlegur og með handfangi fjarðartengt til að fella og reisa toppinn; Járnuð samskeyti og flott skraut. Þessu farartæki er skilað einföldu en vel frágengengnu. Létta vagninn (the buggy) er byggð á ,,körfu”; stöng milli öxla sem gefur stöðugleika og taka fyrir skrölt. Bremsur ekki sjáanlegar. 6 b Sama og númer 6 nema með aukasæti. Bremsur ekki sjáanlegar

Drottningar Pæton #5Drottningar Pæton #5

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860

Stílhreinn og sérstaklega aðlagaður fyrir eldra fólk og kvenfólk sýnir vagninum áhuga. Hangir lágt yfir jörðu. Auðvelt að fara um borð og frá borði. 5. boga toppur með fjaðrar stýringu í handfangi, hátt og þægilegt gormabak, þægilegur, stílhreinn og fallegur. Ekki verður litið fram hjá þessum létta vagni (buggy). Vagninn er skilað í góðum frágangi, silfur sleginn skraut (ornament) á hliðum og svo framvegis. Lýtur mjög ríkulega út í einfaldleika sínum lokafrágangi. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo vinsælt í vagnahönnun síðar.
Þýðandi Friðrik Kjartansson sem skráði einning. Yfirlestur: Yfirlestur.is

Gimsteinninn #3Gimsteinninn #3

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Gimsteinninn er Eins og númer 1. nema með fellanlegum toppi og er kynntur til leiks sem meira fyrir augað. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er byggður á Körfu stöngin milli öxlanna. Gimsteinninn er með uppstigum úr járni og silfur skreytingar á hliðum og fleira. Þessi vagn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í vagna hönnun síðar.