Tag: hæð

Wagon Buggy #1Wagon Buggy #1

0 Comments

Ný uppgerð Rauð og eiguleg!


Flott ástand, tveggja sæta fjarlæganleg sem taka 4. Líka hægt að fella bökin fram. Harðviðarhjól með járngjörð. Bremsur og uppstig til að auðvelda aðgengi. Opnanlegur afturhleri, niðurfellanlegur dúkur á þrjá vegu til að verjast úrkomu og vindi. Ekkert er minnst á smíðaár.
Helstu mál. Framhjól 38″ eða 96,52 cm Afturhjól 42″ eða 106,68 cm Single tree (Eintré) 40″ eða 101,6 cm Dráttarsköft 78 frá Single tree eru 198,12 cm, heildarlengd 962 eða 243,84 cm. Vagnskúffa 37″ X 72″ eða 93.98 cm X 182.88 cm. Vagninn er 84″ eða 213,36 cm, heildarhæð X 68″ eða 172,72 cm. Heildarbreidd með hjólnöfum er vagninn 192 cm og heildarlengd með dráttarsköftum er 487,68 cm.


Wagnon Buggy hlýtur að þýða að þessi vagn sé millistig milli Wagons og Buggy ( Bændavagns og kerru/léttavagns)









Gerður upp af Lemuel King í Chambersburg, Pennsylvaniu segir textinn með myndunum en ég hallast að því að það eigi að vera upphaflegi vagnsmiðurinn vegna þess að skiltið/merkingin á vagninum lítur út fyrir að hafa verið á vagninum um aldur hans og ævi!

Þýtt og yfirlesið Friðrik Kjartansson ásamt skrásetningu

Yfirlestur: malfridur.is

Brougham á safni lýst #2Brougham á safni lýst #2

0 Comments

 

Hefðbundinn einfaldur Brougham að mestu leyti, með hyrnu (skáhorni) [franska aðferðin].

Ferhyrnt svartlituð ljósker með ávölum hornum. Brougham-ljósker. Ljóskerin eru úr Brassi (kopar); á þeim eru (loftræsting) skorsteinar en eru skrúfaðir fastir á vagninn (á framhornin, súlurnar) hefðbundnar sérstakar vagnaskrúfur.

Kertahaldarahlífarnar eru týndar (vísað til vagnsins á The Carriage Foundation mynd efst á síðunni „Söguágrip Brougham”) og það eru göt á botninum, líklega til að tengja inn rafmagnsvíra. Þessi Brougham (vísað er til vagnsins á The Hálfmána-fjöður. Carriage Foundation mynd efst á síðunni „Söguágrip Brougham”) er byggður á ,,hálfmána” fjöðrun framan og aftan. Þessi Brougham er með opið farangursrými.

Bremsurnar eru viðarblokkir sem passa vel við hjólbogann og bremsuhaldfangið er kopar (brass) slegið. Litaskemað er þannig að þakið, efri panel bodysins, lægri panel og hjólin og undirvagninn eru í bláu með rauðum röndum (lining).

Stíllinn á málningarverkinu sýnir að þessi vagn (vísað til vagnsins á The Carriage Foundation mynd efst á síðunni „söguágrip Brougham“) var síðast málaður af málara sem þekkti meira til verslunarfarartækja en farþegavagna. Hins vegar eru rauðu rendurnar á venjubundnum stöðum á listum og skrautlistum. Blátt ullarklæði er nýlegt á einu sætinu. Kúsk (ökumanns) sætið er dökkblátt með leðurklæði aftan á bakinu, brúnirnar eru dökkbláum breiðum blúndum beggja megin.

Á fótstiginu er ný gúmmímotta. Inni í vagninum (vísað til vagnsins á The Carriage Foundation mynd efst á síðunni „söguágrip Brougham“)

er hann bólstraður með djúphnöppuðu svörtu morocco-leðri.

Samsvarandi ljóst þykkbólstrað í efri hluta hússins í vagninum. Það eru svartir morocco-vasars á báðum hurðunum, festir aðeins að ofan. Á framvegg farþegarýmisins er bólstrað með dökkbláu ofnu ullartweed.

Það er fótahvíla á bak við bogið borð með hillu fyrir ofan í leggjahæð barns, hvílandi á litlu hjarahengdu sæti sem er fest á fremri hlið sætisborðsins.

Hæla- og fótahvílan upp að hillunni er klædd með teppi. Það lítur út fyrir að teppið hafi slitnað á hurðasillunni, sem er núna klætt með leðri. Á gólfinu er ný riffluð gúmmímotta (en hefur upphaflega verið klædd með orginal teppi). Breiðu blúndurnar eru af þremur mismunandi hönnunum. Tvöfaldar lykkjur til handfestu þegar stigið er inn og út og breiður blúndurammi á hurðunum með grísku lyklamynstri og þríhyrningamynstri á brúnum.

Gluggastrengirnir eru með svipuðu munstri en með bylgjumunstri á brúnunum. Ytri gluggastrengurinn á framglugganum er með tvöföldu sik-sak lagi. Innri gluggastrengurinn er horfinn. Smágerðari blúndur passa við breiðu línurnar og dökkbláu ,, taffeta” fjaðradýnurnar sem eru sniðnar fyrir hvern einasta glugga. Það er öskubakki og upphengja fyrir regnhlíf á framveggnum í farþegarýminu.

Áritanir á vagninum: Á öxulhettunum er áletrunin: BAKER & Co CHANDOS ST


Heimildir ásamt myndum fengnar hjá: www.thecarriagefoundation.org.uk

Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is