Tag: gúmmí

Charles GoodyearCharles Goodyear

0 Comments

Uppfinningamaðurinn sem breytti heiminum en dó snauður og veikur!


,,Ekki fer saman gæfa og gjörvileiki”


Charles Goodyear hætti í skóla 12 ára gamall og hóf störf í vélbúnaðarverslun föður síns í Connecticut. Hann giftist Ella Clarisse Beecher 23 ára gamall og fljótlega eftir það fluttu þau hjónin til Fíladelfíu þar sem Goodyear opnaði eigin vélbúnaðarverslun.


Goodyear var hæfur kaupmaður en ástríður hans voru efnafræði, efnisfræði og uppfinningar. Seint á tíunda áratugnum varð hann sérstaklega heillaður af því að finna og bæta hagnýta notkun á náttúrulegu gúmmíi (kallað Indlandsgúmmí). Tilraunir hans myndu breyta heiminum en leið Goodyears til árangurs yrði krefjandi.
Árið 1830, 29 ára gamall, var Goodyear haldinn heilsubresti og gúmmítilraunir hans (sem hann hafði fjármagnað með lántöku) höfðu ekki borið árangur. Í lok ársins var fyrirtæki hans orðið gjaldþrota og hann var settur í skuldafangelsi. Þetta var grunsamleg byrjun á ferli hans sem vísindamanns og uppfinningamanns.


Helstu vandkvæðin við að finna notkunarmöguleika fyrir náttúrulegt gúmmí voru þau að efnið var óteygjanlegt og ekki endingargott, brotnaði niður og límdist við hitastig. Goodyear var staðráðinn í að finna efnafræðilega lausn á þessum vandamálum og hóf tilraunir sínar í fangelsinu. Eftir fjölda mistaka urðu tímamót þegar hann reyndi að hita gúmmíið með brennisteini og öðrum íblöndunarefnum. Árið 1843 skrifaði hann vini sínum: „Ég hef fundið upp nýja aðferð til að herða gúmmí með brennisteini og hún er jafn betri en gamla aðferðin og malarjárnið er betra en steypujárnið. Ég hef kallað það Vulkansuðu“.


Goodyear sótti um einkaleyfi fyrir gúmmíi með Vulkansuðu 24. febrúar 1844 (sama aðferð er notuð í dag og fyrir 180 árum). Einkaleyfið var gefið út fjórum mánuðum síðar. Það er vulkansuðu að þakka að gúmmí er hægt að nota í dekk, skósóla, slöngur og ótalmargt annað. Þetta var eitt mikilvægasta tækniafrek 19. aldar.

Útskýring: ,,Vulcanization“ er ferli þar sem gúmmísameindir eru efnafræðilega tengdar saman með hita og þrýstingi við lífræn/ólífræn efni. Gúmmíið sem er efnafræðilega tengt saman kallast vulkansuða.


Tæpum 40 árum síðar var hjólbarða- og gúmmífyrirtækið Goodyear, sem Frank Seiberling stofnaði í Akron í Ohio, nefnt til heiðurs Charles Goodyear. Hvorki Charles Goodyear né nokkur í fjölskyldu hans tengdust fyrirtækinu.


Sagnfræðingurinn Samuel Eliot Morrison velti fyrir sér afrekum Goodyears og sagði: „Sagan um Goodyear og uppgötvun hans á efnasuðunni er ein sú áhugaverðasta og lærdómsríkasta í sögu vísinda og iðnaðar.“ En eins og hann bætti við: „Þetta er líka epísk saga um þjáningar og sigur mannsins, því líf Goodyears var nánast samfelld barátta gegn fátækt og heilsuleysi.“ Goodyear var sjálfur heimspekingur um að hann hefði ekki náð fjárhagslegum árangri og skrifaði að hann væri ekki tilbúinn að kvarta yfir því að hann hefði plantað og aðrir hefðu safnað ávöxtunum. Ekki ætti að meta kosti starfsframa í lífinu eingöngu út frá stöðluðum dollurum og krónum, eins og of oft er gert. Maðurinn hefur bara ástæðu til að sjá eftir því þegar hann sáir og enginn uppsker.“

Heimild: A Daly Dose Of History á Facebook

Þýddi og skrásetti: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Öxull og Nafið gúmmífóðraðÖxull og Nafið gúmmífóðrað

0 Comments

Einkaleyfi í Bandaríkjunum, Kanada og Evrópu

Er núna framleitt með leyfissamningi af eftirfarandi vel þekktum fyrirtækjum

The Tomlinson Spring Co., Newark, N.J. Messrs. Sheldon & Co., Auburn, N.Y., Ives & Miller, New Haven, Conn. Messrs, S.Rogers & Co., Standfordville, N.Y.”

Teikning sýnir gegnskorinn öxul og naf með gúmmípúða. B, Gúmmípúði; D, Úrtaka fyrir öxulhús/hring (slív); E, Flipi í öxulhúsi (Box)

Hver og ein pöntun frá áðurnefndum framleiðendum getur orðið til mikilla bóta við raunverulega notkun, að undaskildum „þriggja bolta póstinum“ Hafandi veitt umsögn og gagnrýnt formlega kynninguna af „öxulpúðinn“ til vagnamiðlunar- hafa verðleikar vörunnar verð að fullu viðurkenndir af tveggja ára prófunum í 50 farartækjum, léttum og þungum, í stanslausum daglegum notum á holóttum og ósléttum götum New York. Við biðjum um að mega kynna stuttlega mikilvægi þess. Í nafið af venjulegri gerð eða formi er ÍSETNING SVEIGJANLEGS GÚMMÍPÚÐA, faglega á sinn stað í nafinu með okkar einkaleyfisverkfæri, bæði einfalt og afdrifaríkt. Tryggja fyrstir allra í hestvagnaiðnaðinum svipaðar niðurstöður og þegar gúmmípúða er komið fyrir í lestarvögnum.

Öryggi, þægindi og rekstrarlega hagkvæmt

Í notkun öllum farartækjum á hjólum fyrir farþega eða frakt

Gúmmípúðarnir geta ekki aflagast af notkun eða slitnað, þeir eru þéttilega festir á sinn stað til að fyrirbyggja að olía eða smurfeiti komist inn í náið. Innleiðing gúmmípúð- öxlanna á meðal leiðandi hestvagnaframleiðanda í þessari borg og annars staðar, undir stöðugu eftirliti prófana sem hafa verið gerð án kvaða frá eigendum vagnanna sem prófaðir hafa verið. Ábyrgð í boði um gildi hestvagnasamfélagsins eða GÚMMÍPÚÐAÖXLAR ekki sem ótrúverðug tilraun, heldur fullkomin og verðmæt framför.

THE RUBBER CUSHIONED AXLE CO.,

Brodway, sjöundu götu og fertugasta og þriðja stræti,
New York

B.F. Britton, President.
J.B. Sammis, Secretary and Treasurer.
G.W. Hayes, Superintendaent.

The Carriage Monthly Advertiser, Feb 1877
Heimildir: Bókin: Wheelmaking, wooden wheel design and construction með
The Carriage Mothly Advertise, Feb 1877 á bls 205

Þýðing og skráning: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Konungsvagninn sem Friðrik VIII vildi ekki nota, 1907?Konungsvagninn sem Friðrik VIII vildi ekki nota, 1907?

0 Comments

Friðrik vildi ríða fremstur í fylgdarliðinu!


Hugsanlegur konungsvagninn er af gerðinni Phæton og voru þeir smíðaðir í mörgum útfærslum. Þessi útfærsla er að öllum líkindum ensk að uppruna (byggð á járnverkinu á fimmta hjólinu og hönnun yfirbyggingar). En vefsíðueigandi veit að eigandi vagnsins veit að mikil verðmæti eru í þessum grip. Myndin er fengin að láni frá Þorkeli Hjaltasyni, eiganda vagnsins þegar þetta er skrifað.


Sagan sem fylgir vagninum: Friðrik settist aldrei upp í þennan vagn enda góður reiðmaður og vildi ekkert með vagninn hafa að gera. Konungur reið gjarnan fremstur í flokki, því að hann vildi heilsa fólki fyrstur og taka því tali ef honum sýndist svo. Vagninn eftirlét hann Carl Locher, sem var málari í fylgdarliði hans og var orðinn nokkuð aldraður og þungfær.

Eitt sinn var vagninn dreginn tómur og var þá konungi sagt að Carl væri sjálfur ríðandi. Reið konungur þá Carl uppi til að spyrja hann hvernig hann hefði komist á bak! Ástæðuna má sjá ef smellt er á hlekkinn að nafni málarans hér ofar í textanum!


Vagninn er á gúmmíhjólum, það er að segja sérstök gúmmípulsa sem er með einum eða tveimur vírum inn í til að strekkja gúmmíið utan um hjólið og ofan í u-skúffuna sem er úr járni og virkar eins og felgur nútímans. Reyndar er þessi lausn fyrstu felgurnar, eftir því sem vefsíðueigandi best veit. Gúmmíhjólin komu til skjalanna eftir 1855 eða þar um bil. Charles Goodyear fann upp aðferð til að efnabreyta gúmmíinu til að nota það í dekk undir ökutæki af slysni. Goodyear fór í skuldafangelsi og dó öreigi meðan aðrir stórgræddu á uppfinningu hans.


Bogann er búið að spengja í þessum Phaeton. Þessi eða svipaður bogi finnst líka í „Viktoriu“-vagninum og fleiri gerðum vagna.


Fremra sætið vísar farþegum aftur (snúa aftur). Var svoleiðis í Vis a Vis og/eða Social-vögnum. En hafa ber í huga að Phæton kom í mjög mörgum útgáfum og stundum er svolítið erfitt að skilgreina hverrar gerðar þeir eru.


Kúskurinn eða ökumaðurinn sat að öllum líkindum til vinstri héðan megin séð með taumana en það gæti líka verið að kúskurinn sæti bara á hestinum og æki vagninum þannig; það var vel þekkt, þó aðallega hjá aðlinum og kóngafólki. Setan eða sessan undir kúskinn var oftast hærri að aftan og myndaði þannig halla fram, líklega til að gefa betri líkamsstöðu til akstursins.


Járnverkið í armhvílunni á sætinu bendir til að sætið sé upprunalegt eða smíðað með vagninum. Litlu napparnir beggja megin á handriðunum gætu verið vísbending um það, en þeir eru til að krækja hlífðarteppi eða dýrahúð yfir farþega.


Uppstig eru mjög mikilvæg, gerðu mögulegt að byggja vagnana hærra og hærra frá jörðu og komu sér vel þegar stóru og háu póstvagnarnir komu til sögunnar en það var snemma eða á 16. öldinni.

Sagt er frá í sumum lýsingum á vögnum að þeir væru hengdir1lágt til að eldra fólk og konur ættu auðveldara með umgang. Uppstig á vögnum með yfirbyggingu sem var með hurðum var oft þannig að hlíf var látin koma yfir þrepið/uppstigið. Þegar hurðinni/unum var lokað var hlíf yfir uppstiginu fest undir hurðina/hurðirnar sem hjálpaði til við að halda frá því miklum óhreinindum.


Lögunin á sætinu og brettinu er nokkuð einkennandi fyrir Phæton. Oft var fellanleg húdd/hlíf2 úr leðri eða öðrum efnum yfir sætinu og kallaðist (Hood) á ensku. Einnig var Victorían með svipuðu lagi á afturhlutanum. Nafngiftin Viktoría er í höfði Viktoríu drottningar Stóra Bretlands.


Við erum að horfa á fimmta hjólið, ( the fifth wheel ) með miðjubolta eða ( King pin ) á ensku. Þetta er, eins og þið sjáið, töluvert járnvirki. Það voru dæmi um að vagnarnir væru liðstýrðir, svona eins og búkollur nútímans eða Pileloader, sem sagt tengipinni/bolti í miðju farartækis eða framarlega og þá þyrfti ekki fimmta hjólið. En sú lausn náði ekki vinsældum. Sjá næstu mynd.


Tveir miðjuboltar rétt fyrir framan miðju jafni Phæton, samhverfur Phæton eða miðju Phæton



Fimmta hjóls járnverkið séð framan á.

Samantekt af Friðrik Kjartansson Með innilegum þökkum til Þorkells Hjaltasonar fyrir lánið á myndunum.

Yfirlestur: malfridur.is

  1. Talað um að vagnar væru hengdir á undirvagninn ↩︎
  2. Svipað og á barnavagni nema mikið stærri ↩︎