Tag: fjögra fjaðra vagnar

Cabriolet #4Cabriolet #4

0 Comments

Nafnsins vagnsins er Cabriolet uppruninn í Frakklandi einhvern tímann á sautjándu öldinni


Fjögra hjóla Amerískur Cabriolet
Gozzandini

Gozzadini greifi segir í verki sínu um hestvagnar á fornöld að Cabriolet hafi verið kynntur á Ítalíu 1672. Hann lýsti fyrstu hönnun vagnsins sem hefði verið svipuð í laginu og Gig með bogadregna yfirbyggingu sem hvíldi á tveimur dráttarsköftum á tveimur hjólum á öndverðum hesta enda vagnsins. G.A. Thrupp hélt að þessi gerð farartækis gæti verið frá ýmsum stöðum veraldar t.d. Carriole frá Noregi, Calesso frá Napolí og Volante frá Kúbu. Þegar Cabriolet kom til Englands var vagninn með eftirmynd skeljar yfirbyggingu skýlt með niðurfellanlegu húddi/skerm ásamt því að vera búin litlum sætum. Eðlilega undirgekkst hönnunin breytingar á tilverutíma sínum og Cabriolet frá nítjándu öldinni voru ekki ólíkar Curricle eða Gig.


Að mestu leyti voru vagnarnir byggðir fyrir eina eða tvær persónur sem voru varðar með leðurhúddi/skerm yfir sætið ásamt háum bogadreginni hlíf framan. Falleg bogadregin yfirbyggingin var búinn bogadregnum dráttarsköftum staðsett neðst til beggja hliða yfirbyggingarinnar svo gengu sköftin aftur og tengdist C fjöðrum. Þjóna pallur aftast. Önnur hönnun/gerð Cabriolet var fjögra hjóla prívat vagn þekktir undir nafninu Pæton til styttingar. Cab, leiguvagn á íslensku kom fram 1823 frá David Davies sem var fyrstur til að koma leyfis háðum leiguvögnum á stræti London en þeir fengu fræga nafnið Hackney Cabriolets. Þeir vagnar voru tveggja hjóla útgáfa af Cabriolet með sér sæti fyrir kúskinn.

Heimild: Horse -Drawn Vehicles Since 1760 höfundur: Arthur Ingram
Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Fangavagnar #2Fangavagnar #2

0 Comments

Endursmíðaður af Hansen Wheel & Wagon shop USA!


Skrifað af forráðamanni Hansen til skemmtunar og fróðleiks!
Við hjá Hansen Wheel & Shop vorum að enda við að lúka smíði þessa fangavagns fyrir viðskiptavin. Strákarnir okkar hika ekki við að læsa inni reglubrjótar sem kunna að verða á vegi þeirra. Einhverjir hafa meira að segja skar fangamarkið sitt inni í vagninum, þið vitið til að hjálpa til við auðkenninguna.

Falleg vinna á þessum vagni eins og öllu frá Hansen!

Hér eru svo fangamörkin sem minns er á undir fyrstu myndinni efst.

Meira af fangamörkum í bókstaflegum skilningi!

Snyrtilegur og vel smíðaður fram úr hófi. Passlega fínn og eða grófur! Er byggður á hjólasamstæður fjögra hjóla eins og hefð var fyrir í USA (Gear)

Þýddi og skrásetti: Friðrik Kjartansson Yfirlestur: yfirlestur.is

Útfarar vagn #2Útfarar vagn #2

0 Comments

Mertz & Riddle


Þessir eru ekki lengur að aka almennt um á jarðafarardegi. Frá 19 öldinni, Gull Laufavagn í miðborg Norður Karólínu. Ásett verð eða besta boð; $9000 eða besta boð.




Mér finnst gaman að sjá hinar ýmsu útgáfur af tengi- aðferðum við t.d. tvítréð og eða flest allar tengingar og festingar. Þær eru barn síns tíma en samt talandi dæmi um ráðdeild og vönduð vinnubrögð. Það liggja alltaf ákveðnar forsendur á bak við hönnun festinga og samsetninga.