Tag: ferð

Nýuppgerður Bobsleði til flutnings á trjábolum úr skógarhöggiNýuppgerður Bobsleði til flutnings á trjábolum úr skógarhöggi

0 Comments

Unninn af Hansen Wheel & Wagon Shop USA

Saga frá árdögum skógarhöggs í Minnestota skrifað af Joseph Ansel DeLaittre

Við erum spennt að deila nýlegu uppgerðarverkefni sem blés nýju lífi í geira af sögu skógarhöggs.

Teymið okkar endurgerði vandlega sögulegan trjáflutningasleða og kom honum aftur í upprunalegt notkunarstand. Sleðinn er frá sirka 1900 og verulega sjaldgæfur og einstakur, sagði Hr. Doug Hansen mér í rafpósti. Svo sagði hann að sleðinn væri ekki verksmiðjusmíðaður heldur smíðaður af einstakling eða einstaklingum.

Þessir sleðar gegndu mikilvægu hlutverki í skógarhöggi í Norð-Vestur hluta USA, Kyrrahafsmengin.

Að vetri til og drógu gríðarlega þunga timburfarma gegnum snæviþakktan skóga þegar aðrar flutningsleiðir voru ófærar.

Auk þess að sýna þennan uppgerða sleða köfum við dýpra í sögu þessara ótrúlegu verkfæra.

Við deilum myndum, sögum og innsýn í hvernig þessir sleðar voru notaðir, sem gefur þér nánari sýn á hugvitið og erfiðisvinnuna sem fór í skógarhöggið að vetrarlagi.

Við vonum að þú njótir þessarar ferðar til fortíðar jafn mikið og við nutum þess að gefa þessum sleða nýtt líf!

Taktu eftir keðjubindistönginni á myndinni hér að ofan?

Þetta einfalda en afar áhrifaríka verkfæri hjálpaði til við að festa þunga farma, sem sýnir hugvitssemi skógarhöggsmanna fyrri tíma.







Vetrarskógarhögg: Frásögn Tyke Frost

Sleðar úr tré voru smíðaðir í nokkrum mismunandi útfærslum eftir aðstæðum.

Meiðarnir voru breiðir og lágir, en háir og mjóir meiðar voru notaðir á ís og í blönduðum aðstæðum. Krosskeðjusleðar voru notaðir á bugðóttum vegum.

Krosskeðjusleðar tengdu framhluta vinstri aftari meiðar við afturhluta hægri frammeð, og eins fyrir hægri aftari meiða við vinstri frammeð.

Krossfestingarnar ollu því að aftari hluti sleðans beygði í gagnstæða átt við framhlutann.

Hægt var að stjórna sveigjuhreyfingum með því að herða eða losa keðjurnar. Krosskeðjusleðar gátu sveigt fram hjá trjám eða hindrunum.

Sleða- eða vagndráttur var notaður fyrir eldiviðarflutninga.

Dráttur samanstendur af tveimur löngum stöngum, þar sem annar endinn er festur á sleða eða hjólasett. Hinn endi stangnanna dregst eftir jörðinni.

Ækin eru auðveldir í hleðslu, þurfa ekki festingar fyrir farminn og renna ekki á hestana þegar farið er niður brekkur.

Í skógarhöggsbúðum í Maine höfðu kúskarnir sérstaka svefnskála aðskilda frá öllum öðrum.

Á hverju kvöldi hengdu kúskarnir hestakragana (reyðtigi) og teppi hestanna sinna upp í svefnskálanum til þurrkunar.

Stundum var gufan svo þykk að maður þurfti að þreifa sig áfram og hinn sterki fnykur var aðeins þolanlegur fyrir kúskana.

Hestarnir á fyrstu myndinni eru með trjábolabúnað.

Þeir eru með hlífar á beislinu til að koma í veg fyrir að snjór og ís komist undir beislispúðana. Dráttarólarnar eru sterkbyggðar og aftursætin eru léttbyggð körfuaftursæti.

Tanksleðinn var úr gegnheilum tré og með þrífót ofan á.

Með því að nota þrífótinn, reipi og fötu dró einn hestur fulla vatnsfötuna upp úr ánni til að fylla tankinn. Viðarrenna (á stærð og í lagninu eins og þakrenna) með litlum götum boruðum í botninn var fest aftan á tankinn fyrir neðan tappa þvert.

Þegar komið var á veginn sló kúskurinn tappann úr og úðaði vatninu á veginn. Þegar kom að því að „vökva veginn“, baðstu til almættisins að sá sem var að úða á undan þér hefði tæmt allan tankinn, þannig að þú úðaðir á réttum tíma og stað á veginn.

Furutrjábolir af lágum gæðum voru lagðir meðfram vegunum og notaðir sem „höggdeyfar“.

Furubolirnir gerðir vatnsósa til að halda þeim á sínum stað. Í bröttu brekkunum voru notaðar „hemlunarkeðjur“ eða „beisliskeðjur“ til að halda aftur af farmunum.

Beisliskeðja samanstóð af U-laga stálstykki. Tveggja eða þriggja feta löng keðja var tengd við aðra hlið „U-sins“.

Keðjuhlekkir stækkuðu smám saman frá litlum í stóra og svo aftur í litla. Rennitengi og festibúnaður tengdu keðjuna við hina hlið „U-sins“.

Kúskurinn myndi stöðva farminn þegar hann væri í jafnvægi efst á hæð.

Farmurinn þyrfti að vera nógu langt yfir hæðina svo hestarnir næðu sleðanum með farminum af stað aftur. Ökumaðurinn staðsetti ‘U’-ið yfir fremri hluta sleðans hægra megin, með keðjuna undir sleðanum og lausahlekkinn að utanverðu.

Keðjan myndaði núning til að hægja á farminum. Nálægt botni hæðarinnar myndi kúskurinn nota bólukrók1 til að losa lausahlekkinn og leyfa keðjunni að teygja sig og dragast meðfram sleðanum.

Kúskar gátu ekki stöðvað á jafnsléttu vegna þess að hestarnir gátu ekki sjálfir komist af stað með hlass.

Á hleðslustöðum notuðu hleðslumennirnir/kúskarnir langa ‘bungu’ og stangir til að hjálpa hestunum að koma hlassinu af stað.

Öðrum enda stangarinnar var stungið undir aftari hluta og hinn endinn hvíldi á öxl hleðslumannsins og vogaraflinu beitt.

Kúskurinn myndi þá hvetja með því að góla og stýra teyminu til að losa fremri sleðann.

Eftir að hafa kallað „haw“, hvatti kúskurinn teymið áfram og hleðslumennirnir „humpuðu“ farminn.

Þegar farmurinn var kominn af stað var það í höndum ökumannsins að halda honum á hreyfingu. Hestarnir voru með hvöss skaflajárn og ökumenn unnu hart að því að koma í veg fyrir að hestarnir skæru/rispuðu fætur sína á hvössum skaflajárnunum.

Sleðar sem runnu í stjórnleysi eða brotnar bindingar leiddu yfirleitt til dauða hesta og kúska.

Ég hef séð ökumenn nota „staurabinding“, sem er grænn trjásproti beygður yfir trjábolina.

Eftir síðustu ferð dagsins þurfti einn kúskur að beisla hest fyrir viðartank á sleða, fara að ánni eftir vatni og síðan væta aðalvegina. Bakleið var aðeins vökvuð af og til.

Hér er gömul mynd af sleðadragi sem við notuðum fyrir eldiviðinn og pappírsviðinn.

Þetta er mjög gömul mynd, en það eru 11 1/2 kúbikmetrar af viði á þessum sleða

Naut voru notuð til að þjappa vegina eftir mikla snjókomu og stundum voru þau notuð til að draga trjáboli.

Faðir minn var meistari í að valta yfirfennta vegi.

Djúpur snjór er erfiðastur að valta því hann hefur tilhneigingu til að þjappast saman fyrir framan valtarann. Góður ökumaður getur komið valtaranum upp á snjóinn og þjappað honum niður.

Miklar þakkir til Tyke Frost fyrir að deila sögum sínum, minningum og myndum með okkur! Það er alltaf ánægjulegt að heyra um reynslu og sögu sem berst til okkar í gegnum aðra.

Við kunnum sannarlega að meta að þú hafir gefið þér tíma til að deila þessum fjársjóðum fortíðarinnar með okkur!

  1. ↩︎

Heimild: Hansen Wheel & Wagon Shop

Þýðendur: Friðrik Kjartansson og erlendur.is

Yfirlestur: malfridur.is

Coupé Berlin 1740 #3Coupé Berlin 1740 #3

0 Comments

Elísabet Petrovna keisaraynja hafði vagninn til afnota

Vagninn er tveggja sæta. Yfirbyggingin mjókkar niður á við og neðri hluti afturhliðarinnar er sveigður. Fimm gluggarammar og efri helmingur hurðanna með myndskreytingu og plötugleri. Hurðarþröskuldurinn er lágur og auðvelt að stíga upp í vagninn.

Listræn meðhöndlun vagnsins endurspeglar greinilega smekk fyrir fágun og léttleika sem einkennir rókókóstílinn.

Þetta er sérstaklega áberandi í hinum ríkulegu og fjölbreyttu skrauttréútskurði. Gylltur skurður, gerður bæði í háum og lágum upphleypingum, er ríkulegur á kransalistanum, veggjasamskeytum, gluggaumgjörðum og dyrakörmum.

Skreytingin samanstendur af kerabum1, fuglum, skjaldarmerkjum, skrautrenningum og laufmynstrum sem mynda fínleg og glæsileg mynstur, auk vinsælasta skrautmótífs rókókóstílsins, nánar tiltekið stíliseraðu skeljarinnar eða „rocaille“ sem gaf stílnum nafn sitt.

Útskornu skrautverkin eru nokkuð yfirlestuð og meðferð skrautmyndanna örlítið dönnuð.

Samsetningin inniheldur höggmyndamótív sem virðast vaxa út úr skringilega samfléttuðu grasi eða breytast í akanthuslauf2 og sniglana efst á súlum (volutes)3.

Fágun vagnsins er undirstrikuð með málningu í pastelljósum bláum og bleikum tónum sem einkenna rókókóstílinn.

Hver spjaldhluti minnir á mikið skreytta fulningasamstæðu (dessus-de-porte)4, í útskornum römmum. Þeir sýna goðsögulegar senur, flestar tengdar Apolló.

Listræn meðhöndlun vagnsins felur í sér bronsskraut sem er unnið af mikilli nákvæmni.

Bronsplöturnar sem hylja fjaðrirnar eru svo listilega útskornar að sjá má fínt samspil ljóss og skugga á upphleyptu yfirborðinu.

Skrautið úr stórum og litlum nöglum á þakinu fellur vel að heildarútlitinu.

Fram- og afturhluti undirvagnsins er þétt þakinn gylltum tréskurði í formi handritauppvafninga (scrolls) og rókókóstíls í smágerðu mynstri.

Undir kúsksætinu á vagngrindinni (rocker) er áhrifarík kringlótt höggmynd í formi vandlega mótaðra táknrænna karlkyns fígúra.

Hjólin eru máluð bleik og að hluta til þakin útskornum gyllingunum í lágmynd. Innri bólstrunin og skjaldarmerkið á kúsksætinu eru úr aðlaðandi appelsínugulu flaueli með upphleyptu mynstri.

Litur þess fellur vel að heildarútliti vagnins.

Vængirnir á skjaldarmerkinu eru listilega útsaumaðir með gullþræði og skreyttir blómum, skeljaformum og frjálslega bugðóttum stofni í miðjunni.

Vagninn er búinn endurbættu beygjukerfi og fjöðrun, og eðli skreytinganna bendir til þess að hann sé upprunninn í Berlín.

Í 18. aldar færslubók frá skrifstofu hirðar hesthúsanna eru upplýsingar um að vagninn hafi verið smíðaður í Berlín árið 1740 fyrir Elísabetu Petrovna keisaraynju og fluttur til Rússlands í gegnum verslunarumboðsmann.

Vagninn var einnig notaður eftir 1740 í fjölmargar ferðir Elísabetar keisaraynju á valdatíma hennar, eins og sjá má á koparstungum frá þeim tíma.

  1. ↩︎
  2. ↩︎
  3. ↩︎
  4. ↩︎

Heimild: /www.kreml.ru/en

Skráning og þýðing: Friðrik Kjartansson og erlendur.is

Yfirlestur: malfridur.is

Sleði Elizavetaniu Petrovaniu, keisaraynju af RússlandiSleði Elizavetaniu Petrovaniu, keisaraynju af Rússlandi

0 Comments

Anna Ioannovia keisaraynja átti hestasleðann á undan!

Hestasleðinn hefur mörg sæti og er á meiðum. Hann er með fjórum hurðum og tíu gluggum.

Gluggar og efri helmingur hurða með mynduðum topphluta innihalda mjóar glerrúður sem eru tengdar saman með viðarröndum.

Yfirbyggingin, sem mjókkar niður, er nokkuð stór og samsvarar sér ágætlega.

Hér finnum við að minnsta kosti í sama mæli hina dæmigerðu barokkhilli í aðlaðandi skuggamynd.

Fyrir mikið notað farartæki sem ætlað var til lengri ferða á veturna er innréttingin nokkuð glæsileg og svipmikil.

Sleðavagninn er prýddur gylltum lágmyndarútskurði og skúlptúrum útfærðum á þann hátt og tækni sem minnir á síðasta fjórðung 17. aldar.

Þakbrúnarlistinn og veggsamskeyti yfirbyggingarinnar eru rammað inn með mjóum spronsum og útskornum laufmyndum.

Gluggar og hurðaumbúnaðurinn eru örlítið bogadregnir og með fallegum línum.

hliðarnar eru málaðir brúnir og skreyttir skrautmálverkum sem sýna eiginkenni ríkisvaldsins.

Þakið er krýnt með balusterum og meiðarnir eru skreyttir stórum myndum af sjávardýrum útskornum í við.

Hestasleðinn tekur allt að tíu manns í sæti. Inn af eru bekkir og langt borð. Sérstakir ofnar voru notaðir til að hita rýmið.

Þessi sleði er sýndur á 18. aldar útskurði Elizavetu Petrovnu keisaraynju sem gekk inn í Moskvu til krýningar hennar árið 1742.

Það er athyglisvert að ferðin frá Sankti Pétursborg til Moskvu tók þrjá daga. Þeir ferðuðust aðeins á daginn og hvíldu sig á nóttunni.

Ítarleg rannsókn á sleðanum hefur leitt í ljós að hann var smíðaður í Moskvu 1732, en ekki í Sankti Pétursborg 1742 eins og fram kemur í sérfræðibókmenntum frá því snemma á 19. öld og síðar.

Við höfum einnig fundið nafn þess sem smíðaði þennan einstaka vagn. Það var hinn þekkti franski meistari Jean Michel, sem kom til Rússlands árið 1716.

Sleðinn átti ekki aðeins Elizaveta Petrovnu keisara heldur einnig forvera hennar í rússneska hásætinu, Önnu Ioannovinu keisaraynju.

Heimild: Moscow Kremlin Museums: – WINTER SLEDGE-COACH

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Eldvagninn endurbyggður!Eldvagninn endurbyggður!

0 Comments

Endursmíði hátíðarvagnsins frá Civita Giuliana!



Endurbygging hátíðarvagnsins frá Civita Giuliana. Frá uppgötvun til endurreisnar.

Sýning fyrir almenning.

Saga um bata, lögmæti og eflingu einstakrar uppgötvunar.

Frá uppgötvun til endurreisnar.

Innihald: Frumsýning fyrir aðalsýninguna. Tímagapið milli nútímans og forna.

Staðsett í Museo Nazionale Romano frá 4. maí til 30. júlí 2023.

2019 hófust uppgröftur í Civita Giuliana, hverfi norðan hinnar fornu borgar Pompeii.


Glæsilegur fjögurra hjóla hátíðarvagninn fannst ásamt járnverki sínu, töfrandi brons- og silfurskreytingum sem sýna erótískar myndir, steinefnablönduðum viðarhlutum og áletrun lífrænna þátta (þar á meðal reipi og leifar af plöntuskreytingum).

Vagninn fannst næstum heill í portinu fyrir framan hesthúsið ásamt leifum þriggja hesta. Svona eins og undirbúið hefði verið að yfirgefa heimilið.

Þessi uppgötvun er einstök á Ítalíu þegar horft er til varðveisluástands. Líka í ljósi þess að einstakir skrautmunir og öll bygging vagnsins hafa komið fram.

Í einbýlishúsi í úthverfi sem hafði verið auðkennt og rannsakað að hluta til snemma á tuttugustu öld. Og færðist aftur í brennipunkt athyglinnar vegna ólöglegrar könnunar grafhýsis.

Uppgröfturinn var fordæmalaus, bæði hvernig hann hófst og vegna óvenjulegra uppgötvana sem þar voru gerðar.

Meðal fundanna var hátíðarvagn með íburðarmiklum brons- og silfurskreytingum í frábærri varðveislu.

Vagninn hefur nú verið endurgerður og bætt við hlutum sem vantaði en í öskunni geymdust „negatífur“ sem voru endurheimtar með gifsafsteypum af horfnum hlutum.

Það er loksins hægt að dást að vagninum í upprunalegri mynd og stærð á sýningunni „Augnablikið og eilífðin.

Milli okkar og hinna fornu“, sem verður haldin í Museo Nazionale Romano frá 4. maí til 30. júlí 2023.

Hins vegar, einstakt mikilvægi fundarins er afsprengi þeirrar staðreyndar að þetta var ekki vagn til að flytja landbúnaðarafurðir eða til daglegra hversdagslegra athafna, dæmi um það hafa þegar fundist bæði í Pompeii og Stabiae.

Hægt er að auðkenna vagninn sem pilentum, farartæki sem elíta í Rómverjaheiminum notaði við hátíðaathafnir og sérstaklega til að fylgja brúðinni í nýja húsið hennar.

Vagninn er einstakur og viðkvæmur fundur. Bæði vegna krefjandi varðveislu í samhengi fundar hans, og vegna þeirrar vinnu sem þarf til að sækja hann bókstaflega úr kafi og endurbyggja og svo sýna hann opinberlega.

Felur þetta í sér að fullu tilfinningu hverfulleika og eilífðar sem sagan veitir með sönnunargögnum um ótrúlegan menningararf Ítalíu.

Verkefnið hófst árið 2017 með samstarfi ríkissaksóknarans í Torre Annunziata, Carabinieri-listþjófnaðarsveitarinnar fyrir Campania og rannsóknardeildarinnar Torre Annunziata og fornleifagarðsins í Pompeii sem var skipuð til að stöðva ólöglega starfsemi í grafhýsum og rán á fornleifum svæðisins.

2019 leiddi þetta samvinnufrumkvæði til þess að viljayfirlýsing um lögmæti var undirrituð af ýmsum stofnunum sem miða að því að berjast gegn ólöglegri starfsemi á yfirráðasvæðinu í kringum Vesúvíus

Uppgröfturinn sem fylgdi í kjölfarið leiddi til uppgötvunar og endurheimtar herbergja og funda sem hafa gríðarlega sögulega og vísindalega þýðingu:

Þegar vagninn fannst við uppgröftinn var hann afar mikilvægur vegna upplýsinganna sem hann gaf um þennan ferðamáta – hátíðarfarartæki – sem á sér enga hliðstæðu á Ítalíu. Svipaður vagn hafði fundist fyrir mörgum árum í Grikklandi, á stað í Þrakíu til forna, í gröf sem tilheyrir háttsettri fjölskyldu, þótt farartækið hafi verið skilið eftir á staðnum.Þetta er í fyrsta skipti sem pilentum hefur verið endurbyggt og rannsakað vandlega,“

Segir Massimo Osanna, forstjóri ítalskra safna, en undir eftirliti hans sem forstöðumaður Pompeii-garðsins hófst öll starfsemi 2018, þar á meðal undirritun viljayfirlýsingar við ríkissaksóknara.

.

þar á meðal eru hesthús með leifum nokkurra hesta og jafnvel spenntur hestur fyrir vagn (þar sem það hefur reynst mögulegt að búa til fyrstu gifssteypu þeirrar tegundar).

Herbergi fyrir þræla og hátíðarvagninn í þjónustuhlutum einbýlishússins, auk gifsafsteypu af tveimur fórnarlömbum eldgoss í íbúðarhúsnæðinu.

„Þetta er sérstæður fundur sem sýnir að frekari sannanna var þörf vegna einstaka eðlis ítalskrar arfleifðar,“ sagði Gennaro Sangiuliano, menningarmálaráðherra Ítalíu.

Endurgerð og sýning vagnsins táknar ekki bara endurheimt óvenjulegrar uppgötvunar fyrir borgara og fræðimenn.

Þetta kórónar árangur samstillts átaks sem felur í sér sameiginlegar afurðir fornleifagarðsins í Pompeii, skrifstofu ríkissaksóknarans Torre Annunziata og Carabinieri-listþjófnaðarsveitarinnar.

Það mun hvetja okkur til að kappkosta enn frekar að vera betur meðvituð um arfleifð okkar, sem er bæði arfleifð mikilfenglegrar fortíðar en einnig tækifæri fyrir borgaralegan og félagslegan hagvöxt í framtíðinni.“


Heimild: Pompeiisites.org

þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

„Uppgröfturinn sem gerður var í Civita Giuliana markaði einnig beitingu uppgreftiaðferðafræði í allt samhengi, sem þegar var hefðbundin venja í Pompeii, þar sem þverfaglegt teymi fornleifafræðinga, arkitekta, verkfræðinga, eldfjallafræðinga og mannfræðinga tók þátt. Núverandi endursmíði vagnsins og kynning hans fyrir almenningi endurspegla mun víðtækari sögu um að standa vörð um menningararf Ítalíu.

Fyrir utan vísindalegt mikilvægi er vagninn líka tákn um dyggðugt ferli lögmætis, verndar og endurbóta, ekki bara einstakra funda heldur alls svæðisins í kringum Vesúvíus.

Bætir Gabriel Zuchtriegel, núverandi garðsstjóri, við.

„Vinnan markaði upphaf aðgerða sem ætlað er að taka eignarnámi ólögleg mannvirki til að halda áfram að kanna staðinn. Það tóku einnig þátt nokkrar stofnanir sem unnu saman að sama markmiði.

Auk ríkissaksóknara og Carabinieri hefur bæjarstjórn Pompeii einnig lagt mikið af mörkum til að stjórna umferð á vegum í þéttbýli sem varð óhjákvæmilega fyrir áhrifum af yfirstandandi uppgreftri.

Sýning dýrmætu fundanna markar upphafspunkt í átt að metnaðarfyllra markmiði sem felur í sér að gera alla villuna aðgengilega almenningi“.

Sýningin þar sem vagninn er sýndur hefur verið kynnt af ítalska menntamálaráðuneytinu og gríska menningar- og íþróttaráðuneytinu (Ephorate of Antiquities of the Cyclades) og endurspeglar mikilvægi samvinnu landanna tveggja.

Sýningin var skipulögð af framkvæmdastjóra safna og Museo Nazionale Romano-listasafnsins í samstarfi við listútgefendur Electa. Sýningin var skipulögð af fornleifafræðingnum Massimo Osanna, Stéphane Verger, Maria Luisa Catoni og Demetrios Athanasoulis, með stuðningi fornleifagarðsins í Pompeii og þátttöku Scuola IMT Alti Studi Lucca og Scuola Superiore Meridionale.

Smelltu/ýta lesa meira …

Rockaway Coupe lokaður #10Rockaway Coupe lokaður #10

0 Comments

06 01 1857.

Eftir. J. IJ. KIKIÐ.

Um smíði þessa vagns segir hönnuðurinn

Með því að kynna þessa hönnun gef ég mér ekki þann hégóma að uppfylla væntingar allra, en ég segi mér trúi því sjálfur að hver og einn muni taka eftir einhverjum nýjum eiginleikum sem hann tileinkar sér að verðleikum.

Fremri hluti yfirbyggingarinnar, með kúsksæti, er í nútímalegum stíl kranahálsframhuta; hálsinn er leiddur yfir á toppinn og sætið er gert aðskilið frá yfirbyggingunni,

í stíl langferðavagns að venju, nema með járntein á enda sætisins, sem er skrúfaður við framstólpann og hægt er að taka af hvenær sem er.

Neðri afturfjórðungurinn nær upp undir efsta fjórðunginn og yfir það kemur opnun á toppnum.

Hönnun yfirbyggingarinnar verður að fullu skilin með því að skoða teikninguna.

Mótun þessa verks er endurgerð á gamla stílnum, með endurbótum eins og sést á plötunni1

  1. Plata = Í USA er alltaf talað um ,,plötu” í stað teikningar! ↩︎

Heimild: The Coach Makers Magazine á Internet Archive 1857.

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Svissneskir póstvagnar #1Svissneskir póstvagnar #1

0 Comments

Svissneskir póstvagnar eru vissulega meðal bestu langferðavagnanna fyrir praktík þeirra og fegurð. (afsakið léleg myndgæði)

Teikningar af betri póstvögum fortíðar! (afsakið léleg myndgæði)

Svissneskt póstvagnaskýli í Coire (1884). Takið eftir! Það eru vagnar á efri hæðinni líka (afsakið léleg myndgæði).


Heimild: Ángel Larrea Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Mælieiningar Dauðadalsvagnanna!Mælieiningar Dauðadalsvagnanna!

0 Comments

Milli 1883 og 1889 skiptu tuttugu múldýr spennt fyrir vagna sköpum við að flytja borax frá Death Valley til Mojave, Kaliforníu.

Þessi flutningsaðferð var skipulögð með múldýrum. Múldýrin skiluðu af sér 264 kílómetra eða 165 mílur til að komast að þar sem járnbrautarteinarnir enduðu.

Staðreyndir um vagnana


Hlutverk vagnanna var að flytja 10 „stutt“ tonn af borax í ferð. USA þyngdareining. Jafngildir 2.000 lb avoirdupois eða 907,19 kg sem stutt toon (short ton).

Vagnarnir voru með afturhjólum sem stóðu 2.1336 metra (sjö fet) á hæð, með 2,54 sentimetra eða 1 tommu þykkum járngjörðum á hjólum, smíðaðir upp úr gegnheilli eik.

Rýmið um borð var 4.8768 metrar (16 fet) á lengd og 1.8288 metrar (6 fet) á dýpt og hver tómur vagn vó 3.538 kíló (3.53802 tonn).

Vagnlestin, sem spannaði yfir 54.864 metra (180 fet) með múldýr í eftirdragi til vara, samanstóð af þremur vögnum sem urðu að vera til staðar svo hægt væri að fara af stað.

Fremsti vagninn, „Trailer“ og seinast „back action“, og allra síðast var vatnsflutningatankurinn.


Teymisstjórinn var ábyrgðarmaður á stjórn teymisins, notaði langan taum sem kallaður var „Skíthælslína“-1 og langa svartormasvipu.

Hann var venjulega að stjórn við vinstra hjólið og gat teymisstjórinn einnig stjórnað bremsunni frá vagnsætinu niður bratta brekku.

„Skiptirinn“ sem venjulega sat í vagninum stjórnaði bremsunni á mishæðóttu landi.

„Skiptirinn“ var líka með fötu af litlum steinum til að grýta múlhestana til hlýðni. Báðir deildu mennirnir með sér ábyrgð, þar á meðal að undirbúa liðið, sinna þörfum múldýranna og sinna dýralæknis- eða viðgerðarmálum.

Hádegisstopp leyfði að fóðra og vökva múlhestana þótt þeir væru enn beislaðir, og á kvöldin voru múlarnir settir í búr með fóðurkössum.

Ferðalag hvers dags var yfirleitt 10,6 kílómetrar eða nálægt 17 mílum, sem olli því að ferðin aðra leiðina tók um það bil tíu daga. Fyrirtækið sem rak þessa „útgerð“ útvegaði skála á næturstoppum fyrir ökumenn og múldýrin.


Söguleg frásögn Remi Nadeau, „Fraktteymi Nadeau í Mojave“, leggur áherslu á yfirburði múlhestanna til notkunar í eyðimörkinni og undirstrikar mikilvæga hlutverk þeirra í að flytja borax með góðum árangri.

Með því að skilja flutninga, forskriftir og rekstrarstjórnun tuttugu múldýra sem var beitt fyrir vagnana fáum við innsýn í þá ótrúlegu viðleitni sem auðveldaði flutning á borax seint á 19. öld.

Norður-Bandaríkja þyngdareining sem jafngildir 2.000 lb avoirdupois (907,19 kg). nafnorð: stutt tonn


Smelltu á Google Ngram Viewer til að sjá nákvæmari tímalínu og stærri!

Google Ngram Viewer

Heimild: History Shortcut á Facebook

Skráði og þýddi: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is