Tag: farþegar

Dolores, USA frá níunda áratug nítjándu aldarDolores, USA frá níunda áratug nítjándu aldar

0 Comments

Það er mikið að gerast í þessari ca. 1880 senu frá Dolores, Colorado. Tveir vagnar eru hlaðnir farþegum á leið í námur San Juan-fjallanna. Pökkum er safnað saman vinstra megin og hægra megin er leitarmaður á hesti tilbúinn með riffil sinn, gullpönnu og skóflu.

Heimild: Western Mining History á Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Strætis og víðavangsmyndir London Stóra BretlandStrætis og víðavangsmyndir London Stóra Bretland

0 Comments



Heymarkaður í Whitechapel

Whitechapel Austur London. Jack the Ripper söguslóðir!

Holborn London sirka 1901 Heimild: Old Photos of Essex Kent & London Facebook

Barouche Landau #1Barouche Landau #1

0 Comments

Hestvagn fyrirmenna Stóra Bretlands nítjándu aldar


Snemma á þessari öld (1800) voru Fjórir í hönd (sem voru ekki stimplaðir með ,,Gildi” í vagnasmíði (amatörar) með vinsælasta vagninn, Barouche Landau. Fjögra hjóla hestvagn með niðurfellanlegt húdd toppur/blæja yfir helming vagnsins. Sæti framarlega fyrir Kúskinn ásamt sætum fyrir farþega sem sitja gegn hvor öðrum, var algengt á 19 öldinni sem vagn ,,fyrirmenna”. Bremsur ekki sjáanlegar. Kúsksætið var hátt uppi og tvö sæti fyrir þjóna neðar. Prins Regent í Brighton notaði t.d. svona vagn.

Heimild: Carriage & coaches: theyr history & their evolution úgefin 1912
Tók saman og þýddi textan: Friðrik Kjartansson


Hansom leiguvagninn ágrip af þróunHansom leiguvagninn ágrip af þróun

0 Comments

Hansom leiguvagninn er hannaður og prófaður hjá Hinckley sem fékk líka einkaleyfi fyrir honum 1834 af Joseph Hansom, arkitekt frá York. Þessi
Hansom stundaði þróun vagnsins í Hincley, í Leicesterskíri á Englandi. Upphaflega var vagninn kallaður Hansom öruggi taxinn. Hann var hannaður með hraða og öryggi í huga, lágur þyngdarpunktur svo hann væri öruggari í beygjum og fyrir horn og jafnvægi milli hests og vagns. Hansom orginal hönnunin var endurbætt af John Chapman verkfræðing (1801-1854) en vagninn hélt þó nafni fyrsta skapara síns.

Þróun heitisins leiguvagn

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/06/Cabriolet.jpgEnska orðið Cab er stytting af Cabriolet sem endurspeglar hönnun vagnsins. Tók við af Hackney Carriage þróaðist svo í farartæki
til leigu, með tilkomu mælisins taximeters sem mældi ferðirnar, sem varð svo enn aftur fyrir breytingu og varð taxicab leiguvagn/bifreið.

Útbreyðsla

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/06/London-taxabilstjorar-Hansom-232x300-1.jpgHansom leiguvagnarnir nutu vaxandi vinsælda vegna hversu fljótir þeir voru í förum og nógu léttir til að vera dregnir af einum hesti sem gerði
túrinn ódýrari en á fjögra hjóla vagni. Hansom ók auðveldlega í gegn um umferðarteppur hestvagna nítjándu aldar. Þegar Hansom var sem vinsælastur voru um 7,500 eintök í notkun og vinsældir þeirra dreifðu sér um borg og bæi Stóra Bretlands og líka til Írlands, Dublinar t.d. svo eining um Evrópu sérstaklega til Parísar, Berlínar og St Pétursborgar. Svo voru Hansom vagnarnir líka kynntir í USA á nítjándu öld en enduðu með að vera vinsælastir í New York City.

Hönnunin

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/06/Hansom-i-ferd-300x275-1.jpgLeiguvagn sem var kallaður flugan the fly, rúmaði tvo farþega (þrjá ef troðið var) og kúskurinn (vagnstjórinn) sat í fjaðrandi sæti aftan á farartækinu. Farþegarnir gátu kallað skipanir til kúsksins gegnum lúgu á þakinu aftanverðu; svo gátu þeir borgað fargjaldið líka í gegnum sömu lúgu, sem svo læsti hurðum framan á vagninum með útbúnaði. Á sumum Hansom-vögnunum gátu kúskarnir stjórnað með sérstökum búnaði jafnvægi vagnsins til að minnka álag á hestana. Farþegarnir voru náttúrulega í skjóli gagnvart veðrum og vindi í vagnhúsinu, en fætur ásamt fötum gátu verið varin gegn drulluskvettum með litlum hliðarfeldum hurðum sem gáfu þeim skjól. Seinni útgáfur Hansom-vagnanna voru útbúnar með gluggum ofarlega og yfir dyrunum. Svo var bretti/hlíf (Dashboard) til varnar farþegunum vegna grjótkasts frá hófum hestanna.

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/06/Hansom-cab-300x245-1.jpgHeimsfrægur á Íslandi

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/06/Sherlock-Holmes-og-Hansom.jpgVið Íslendingar þekkjum vel útlit þessara farartækja eftir að við kynntumst Sherlock Holmes á skjánum. Hann og Watson eru stöðugt á ferð og flugi í Hansom hestvagni um London og allar trissur á því svæði í frægum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum, þannig að þessi vagn varð á meðal frægustu hestvagna heims, held ég að megi fullyrða með nokkru öryggi.

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/06/Syn-a-arid-2000-hja-Frokkum-m-Hansom-sem-flugvagn.jpgHeimildir: https://en.wikipedia.org/wiki/Hansom_cab

Tók saman og þýddi: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur/Próförk: malfridur.is