Tag: elsta víngerð

4000 ára vagn úr eik í Armeníu4000 ára vagn úr eik í Armeníu

0 Comments

Ótrúlega vel varðveitt eintak miðað við aldur!


https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/07/4000-ara-eikarvagninn.jpg
Þessi frábærlega varðveitti 4.000 ára gamli vagn, aðeins úr eik, fannst neðanjarðar í þorpinu Lchashen nálægt Sevan-vatni í Armeníu. Eikarvagninn er meðal elstu vagna í heiminum.

Þessi ótrúlega vel varðveitti 4.000 ára gamli vagn úr eik er grafinn upp í þorpinu Lchashen nálægt Sevan-vatni í Armeníu. Þetta er elsti vagn í heimi sem vitað er um. Er vagninn til sýnis í sögusafni Armeníu í Yerevan. Þessi vagn var smíðaður af Lchashen-Metsamor Culture (aka Etiuni). Það er almennt talið að þeir hafi verið indóevrópskir og töluðu mjög líklega frumarmensku. „Timeline of the Development of the Horse“ skrifar Beverley Davis. Framhald undir næstu mynd.

Frumstæðir vagnar frá þessum tíma (2000 f.Kr.) hafa fundist í ágætu ásigkomulagi í Armeníu. Þetta eru elstu þekktu vagnar í heimi.“ Vagnarnir í Lchashen voru einnig í bók Stuart Piggott „Fyrsti flutningur á hjólum: frá Atlantshafsströndinni að Kaspíahafinu“. Elsta víngerðin, elstu leðurskórnir, elsta strápilsið, elsti mannsheilinn og elsti vagninn-þeir fundust allir í Armeníu.

Ef litið er á biblíukortin er Armenía þar sem Edensgarðurinn var og Eden þar sem Adam og Eva voru sköpuð og þar af leiðandi er það fæðingarstaður mannkynsins. Í raun er Armenía þar sem mannkynið fæddist og endurfæðist svo…

Heimildir: Historic Photographs á Facebook og Phoenix Tour Armenia Facebook

Þýðing og skráning: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is