Á myndunum hér má sjá hvernig það lítur út og er tekinn skái aftan úr píláranum í þessu tilviki. Á ensku kallast það,,Disch” the wheel.
Ég leyfði mér að færa það yfir á íslensku og kalla þetta „diska“ hjólið. Ég veit að þetta er meira en um öxla en það er ekki hægt að skilja þarna á milli vegna þess að þetta er hannað svona í sömu andrá, gráðan á öxlinum og gráðan á pílárunum í hjólinu.
„Diskun“ var umdeild lengi og nýungar eins og „Patent“ komu fram svo sem uppfinningin að járnflansinum ( The Sarven hub var t.d. ein gerðin kom fram 1857 ) sem klæddist utan um nafið og féll upp á pílárana svo sú styrking varð nóg og ekki þurfti lengur að „diska“ hjólið. T.d. notuðu bílaframleiðendur þennan flans lengi fram eftir 20. öldinni. Smurt er með dýrafitu.