Tag: ás

Coupé Vín 1740 #4Coupé Vín 1740 #4

0 Comments

Þessi tveggja sæta vagn er glæsilegt dæmi um hátíðarvagna og áhafnarúrval rússnesku keisaraynjunnar Elizavetu Petrovnu.

Slíkir vagnar voru ávallt pantaðir frá bestu evrópsku meisturunum.

Vagninn er með lameneraðar (samlímdar) fjaðrir, öxulás og trönuháls.

Eins og í öðrum svipuðum vögnum úr safni Vopnabúrsins eru þröskuldarnir í vagninum lágir (lágt uppstig) og niðurfellanleg þrepin eru inni í vagninum.

Yfirbyggingin mjókkar niður og neðri hluti bakhliðarinnar sveigist mjúklega. Það eru þrír gluggar á framhlið og hliðum.

Gluggarnir og efri helmingur hurðanna með myndskreyttum efri hluta með rúðugleri.

Útskorið skraut skipar veglegan sess í heildarsamsetningunni, á listrænu útliti vagnsins.

Samskeyti hliðanna eru þakin gylltum útskurði sem undirstrikar fínlegar línur yfirbyggingarinnar.

Þungt gylltar laufmyndir og rokókóskraut, skrautlegir rollur (uppvafin handrit) og málrænar samsetningar blómavendir málaðir í pastellitum vefja sig um kranslistann, hurðina og gluggakarmana og alla hluta fram- og afturhluta undirvagnsins.

Útskurðurinn er afar mótandi og kröftugur.

Tákrænu fígúrurnar sem prýða fram- og afturhluta undirvagnsins sýna mikla fagmennsku og fínlega, mjúka mótun.

Allt úsar af yndislegum rókókóstíl með ákveðinni fágun sem meistararnir í Vín bættu við.

Hliðar og hurðir yfirbyggingarinnar eru skreyttar með málverkum af goðsögulegum viðfangsefnum – vatnadísum, sjávarguðum og ástarguðum í gullgrænum litbrigðum.

Bólstrunin um borð og skjaldarmerki eru úr hvítu frönsku upphleyptu flaueli með bláum og rauðum blómum.

Mynstrið fellur vel að útskornu skrautinu og litir þess falla vel að heildarlitatónum vagnsins.

Hjólin eru máluð græn.

Ákveðinn agi í formi, skortur á óhóflegum skreytingum og kænleg samsetning upphleyptra mynstra með fíngerðum skrautmyndum af grafískum toga eru allt einkenni þessa fallega coupé-vagns sem vitnar um háþroskað listrænt stig ökutækja frá Vín á þessum tíma.

Vagninn var smíðaður í Vínarborg árið 1740 fyrir Elizavetu, dóttur Péturs mikla, samkvæmt pöntun frá rússneska hirðinum.


Heimild: www.kreml.ru/en

Þýðing: Friðrik Kjartansson og erlendur.is

Skráning: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Coupé í Sankti Pétursborg 1739 #2Coupé í Sankti Pétursborg 1739 #2

0 Comments

Anna keisaraynja notaði vagninn við hátíðlegar skrúðgöngur!

Vagninn er tveggja sæta.

Yfirbyggingin mjókkar niður á við og neðri hluti afturhliðar er sveigður. Gluggarnir og efri hluti hurðanna með myndskreyttu efri hlutinn er með rúðugler.

Hurðirnar eru nálægt jörðu og fótstigið er inni í vagninum. Vagninn endurspeglar fagurfræðilegan smekk síns tíma – hann er byggður í hefðum vestur-evrópskrar barokkhefðar.

Athyglin beinist að hinu afar ríkulega og lifandi skrauti.

Gylltur útskurður þekur alveg hina lítillega bognu kverklista, veggsamskeyti, gluggaumgjörð, dyrakarma og fram- og bakhlið undirvagnsins.

Barokkskrúðskraut og skeljar blandast vel við höggmyndina, smáatriði í formi grímna og tveggja hausa arna með afar fíngerðum laufskurði sem minnir á útskornu mynstrin á mörgum rússneskum myndaarfleifðum frá 17. öld.

Þjóðleg einkenni birtast í óvenjulegri túlkun á sumum skrauthlutum barokksins.

Þrátt fyrir ákveðinn aga er útsurðurinn og skrautið létt og glæsilegt.

Hér sameinast lifandi ímyndunarafl listamannsins sem hannaði skreytingarnar og færni handverksmanna sem skáru þær út með næmu innsæi fyrir mótunarmöguleikum.

Skrautmynduðu rammarnir á bolnum innihalda spjöld skreytt með málverkum af leikandi kerúbum, hafmeyjum, grímum, skjaldarmerkjum og blómaskreytingum.

Skreytingarnar eru útfærðar í gulleitum og grænum litbrigðum og gegna mikilvægu hlutverki í heildarskreytingu vagnsins ásamt bronsmunstrunum.

Vagnasmiðirnir nýttu sér nokkur ný einkenni, þannig er efri hluti afturhliðarinnar, sem er bólstruð með terrakotta-lituðu flaueli, þakinn glæsilegum upphleyptum bronsmedalíum í formi skelja og skrúðblaða.

Plöturnar í fjöðrunum, handföngin og sylgjurnar eru einnig úr bronsi, sem og skrautmunir á þakinu, sem er skreytt með vösum og litlum nöglum með upphleyptum myndskreyttum höfðum.

Val á terrakottaflaueli fyrir innri bólstrun vagnsins og toppurinn sýnir mikla listræna smekkvísi.

Vagninn er búinn helstu tæknilegum eiginleikum þess tíma.

Hann er með fjöðrum og öxulás.

Sú viðtekna skoðun að vagn þessi sé verk Okhta-meistara1 í þjónustu flotamálastofnunarinnar er ekki staðfest í skjalasöfnum.

Í 18. aldar skrá hirðhesthúsakansellísins er að finna upplýsingar um að þetta ökutæki hafi verið smíðað í hesthúsagarði Sankti Pétursborgar árið 1739.

Það var notað við hátíðlegar skrúðgöngur Önnu keisaraynju.


  1. Akademiskar gráður í Russlandi:
    Bakkalársgráða
    Meistaragráða
    Diplómagráða (sérfræðingsgráða)
    Doktorsgráða
    Ný doktorsgráða ↩︎

Heimild: https://www.kreml.ru/

Þýðendur: Friðrik Kjartansso og erlendur.is

Yfirlestur: malfridur.is

Mælieiningar Dauðadalsvagnanna!Mælieiningar Dauðadalsvagnanna!

0 Comments

Milli 1883 og 1889 skiptu tuttugu múldýr spennt fyrir vagna sköpum við að flytja borax frá Death Valley til Mojave, Kaliforníu.

Þessi flutningsaðferð var skipulögð með múldýrum. Múldýrin skiluðu af sér 264 kílómetra eða 165 mílur til að komast að þar sem járnbrautarteinarnir enduðu.

Staðreyndir um vagnana


Hlutverk vagnanna var að flytja 10 „stutt“ tonn af borax í ferð. USA þyngdareining. Jafngildir 2.000 lb avoirdupois eða 907,19 kg sem stutt toon (short ton).

Vagnarnir voru með afturhjólum sem stóðu 2.1336 metra (sjö fet) á hæð, með 2,54 sentimetra eða 1 tommu þykkum járngjörðum á hjólum, smíðaðir upp úr gegnheilli eik.

Rýmið um borð var 4.8768 metrar (16 fet) á lengd og 1.8288 metrar (6 fet) á dýpt og hver tómur vagn vó 3.538 kíló (3.53802 tonn).

Vagnlestin, sem spannaði yfir 54.864 metra (180 fet) með múldýr í eftirdragi til vara, samanstóð af þremur vögnum sem urðu að vera til staðar svo hægt væri að fara af stað.

Fremsti vagninn, „Trailer“ og seinast „back action“, og allra síðast var vatnsflutningatankurinn.


Teymisstjórinn var ábyrgðarmaður á stjórn teymisins, notaði langan taum sem kallaður var „Skíthælslína“-1 og langa svartormasvipu.

Hann var venjulega að stjórn við vinstra hjólið og gat teymisstjórinn einnig stjórnað bremsunni frá vagnsætinu niður bratta brekku.

„Skiptirinn“ sem venjulega sat í vagninum stjórnaði bremsunni á mishæðóttu landi.

„Skiptirinn“ var líka með fötu af litlum steinum til að grýta múlhestana til hlýðni. Báðir deildu mennirnir með sér ábyrgð, þar á meðal að undirbúa liðið, sinna þörfum múldýranna og sinna dýralæknis- eða viðgerðarmálum.

Hádegisstopp leyfði að fóðra og vökva múlhestana þótt þeir væru enn beislaðir, og á kvöldin voru múlarnir settir í búr með fóðurkössum.

Ferðalag hvers dags var yfirleitt 10,6 kílómetrar eða nálægt 17 mílum, sem olli því að ferðin aðra leiðina tók um það bil tíu daga. Fyrirtækið sem rak þessa „útgerð“ útvegaði skála á næturstoppum fyrir ökumenn og múldýrin.


Söguleg frásögn Remi Nadeau, „Fraktteymi Nadeau í Mojave“, leggur áherslu á yfirburði múlhestanna til notkunar í eyðimörkinni og undirstrikar mikilvæga hlutverk þeirra í að flytja borax með góðum árangri.

Með því að skilja flutninga, forskriftir og rekstrarstjórnun tuttugu múldýra sem var beitt fyrir vagnana fáum við innsýn í þá ótrúlegu viðleitni sem auðveldaði flutning á borax seint á 19. öld.

Norður-Bandaríkja þyngdareining sem jafngildir 2.000 lb avoirdupois (907,19 kg). nafnorð: stutt tonn


Smelltu á Google Ngram Viewer til að sjá nákvæmari tímalínu og stærri!

Google Ngram Viewer

Heimild: History Shortcut á Facebook

Skráði og þýddi: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Fundur 3.070 ára vagna og hesta frá Zhou-ættveldinuFundur 3.070 ára vagna og hesta frá Zhou-ættveldinu

0 Comments

Til er saga um orustu af Muye árið 1046 f.Kr., á milli 50.000 hermanna fornu kínversku Zhou-ættarinnar og 700.000 frá Shang-ættinni. Sagan segir að Shang-hermennirnir hafi verið svo óánægðir með leiðtoga sína að margir hlýddu og börðust en aðrir yfirgáfu Zhou, sem vann orrustuna og sannaði styrk þeirra í norðurhluta Kína.



Fornleifar frá Zhou-ættveldinu sem var langlífasta ætt Kína. Vandaður vagn var losaður úr gröf sinni, skreyttur með dreka, koparbjöllum og jaðri, vagn af konunglegum gæðum. Leifar af tveimur hestum með bronshjálma ásamt leirmunum og steináhöldum. Hver veit nema hermaðurinn, sem var þar, hafi tekið þátt í orrustunni um Muye? Hvort sem hann gerði það eða ekki, var hann greinilega sérstaklega heiðraður af fólki sínu eins og sést af auðlegð grafargripanna.



Mikilvægasta uppgötvunin í þessum uppgreftri var K1-vagninn og hestagryfjan. Gryfjan er rétthyrnd skaftgryfja, 7,1 m löng frá austri til vesturs, 3 m á breidd frá norðri til suðurs og 2,7 m djúp, með veggjum sem eru næstum bein. … Í gryfjunni voru tveir vagnar og bein tveggja hesta hvers vagns. Vagnarnir tveir snéru endum saman, með höfuð hestanna beint í austur. Vagn númer eitt … er hágæða með fallegum skreytingum. Vagninn og hestarnir tveir eru í tiltölulega góðu ástandi. Yfirbygging vagnsins er þakin rauðbrúnu lakki, með íhlutum eins og trébita undir vagninum og hliðarplankarnir skreyttir með rauðlakkaðri afmyndaðri drekahönnun. Krosstré á dráttarskaftinu eru skreytt með klingjandi bronsbjöllum. Bæði nöf öxulsins eru skreyttar með bronshettum. Framan á vagninum og á hvorri hlið yfirbyggingarinnar eru næstum ferköntuð jaðarstykki. Fyrir utan mikið af skreytingum á andlitum hestanna, ásamt mörgum leður- eða línhestakviðbúnaði skreyttum með bronsi, voru líka tveir bronshjálmar á höfði þeirra.“

Fornleifafræðingar fundu mörg ummerki um daglegt líf í grafreitnum, þar á meðal leirmuni, steináhöld, matreiðslupott og öskuholur. „Þetta sýnir að á þessu grafarsvæði var samtímabúseta. Að grafreiturinn og búsetusvæðið hafi annaðhvort verið á sama stað eða í nálægð hvort við annað er kannski afleiðing þess að íbúar hafa aðlagast hásléttunni í langan tíma.“ Greinin hjá Archaeology News Network gaf ekki til kynna hvaða ár grafreiturinn var virkur nema til að segja að hann væri af Zhou-ættveldistímabilinu.



Eftir orrustuna af Muye framdi konungur Shang-fólksins sjálfsmorð með því að loka sig inni í höll og brenna hana umhverfis sig. Leiðtogar Zhou-ættarinnar, sem stóð frá 1046 f.Kr. til 256 f.Kr., réttlættu landvinninga sína með því að segja að Shang hefði brotið gegn umboði himnaríkis eða brotið af sér með þeim guðum sem ráðandi voru. Alfræðiorðabókin Ancient History á netinu segir að hvert síðari kínverska ættarveldi sem tæki við af gömlu myndi réttlæta nýjar reglur með sömu skýringum.



Sumir af mikilvægustu persónum Kína til forna lifðu undir síðari hluta Zhou-ættarinnar, sem var talið tímabil listrænnar og vitsmunalegrar uppljómunar. „Margar af hugmyndunum sem þróaðar voru af persónum eins og Laozi eða Lao-Tsu, Confucius, Mencius og Mozi, sem allir bjuggu á Austur-Zhou tímabilinu, myndu móta eðli kínversks samfélags til dagsins í dag,“ segir í alfræðiorðabókinni.



Málverk sem sýnir fæðingu fornkínverska heimspekingsins Laozi, sem sagði: „Sá sem þjónar höfðingja manna í sátt við Tao mun ekki leggja heimsveldið undir sig með vopnavaldi. Slík hugsjón er vön að hafa hefnd í lestinni.“ (Málverk eftir Nyo/ Wikimedia Commons)

Heimild: https://waydaily.com/

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Öxlablogg!Öxlablogg!

0 Comments

Í árdaga hestdreginna vagna og handvagna var öxulinn eingöngu úr harðvið, helst eik. Endi öxulsins, eða nafið, var svipað og stálöxlar eru í dag, en að auki var það tekið niður að ofan og á ská niður í enda nafsins.

Hvað er „diskun“?

Myndin sýnir „diskun“ á vagnhjólinu sem stendur nákvæmlega ljóðrétt á hlutanum sem er fyrir neðan nafið, en fyrir ofan fer það yfir á gráðurnar sem það er diskað í upphafi.


Það er diskað til að fá meiri styrk í það yfirleitt og til að það beri meiri þunga. Þessi diskun er framkvæmd þegar járngjörðin (the tire) er hituð og snöggkældur utan um það. Þá veldur úrtaka í holunum fyrir pílárunum eða þá skásnið á enda pílárunum því að það fellur í þessar gráður eins og diskur; vegna þess að „veggir“ holunnar eða pílárarnir eru (skornir) hoggnir í þá gráðu sem óskað er eftir.

Á myndunum hér má sjá hvernig það lítur út og er tekinn skái aftan úr píláranum í þessu tilviki. Á ensku kallast það ,,Disch the wheel”.

Ég leyfði mér að færa það yfir á íslensku og kalla þetta „diska“ hjólið. Ég veit að þetta er meira en um öxla en það er ekki hægt að skilja þarna á milli vegna þess að þetta er hannað svona í sömu andrá, gráðan á öxlinum og gráðan á pílárunum í hjólinu.

„Diskun“ var umdeild lengi og nýungar eins og „Patent“ komu fram svo sem uppfinningin að járnflansinum ( The Sarven hub var t.d. ein gerðin kom fram 1857 ) sem klæddist utan um nafið og féll upp á pílárana svo sú styrking varð nóg og ekki þurfti lengur að „diska“ hjólið. T.d. notuðu bílaframleiðendur þennan flans lengi fram eftir 20. öldinni. Smurt er með dýrafitu.


Heimildir: Carriage and Wagon axles bók, útgefin af Safn Ameríku

Þýðandi og skrásetning Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is