Fornverkfræði hafði lítið af tækni nútímans en skapaði margar glæsilegar niðurstöður
Glæsilegustu afrek nútímaverkfræði hafa tilhneigingu til að gerast á undiratómískum vettvangi en fornir arkitektar og byggingameistarar voru að vinna á tímum áður en kenningar um skammtafræði og sérstaka afstæðiskenningu urðu áberandi. Forn verkfræði hafði svo fáa af tækni nútímans en skapaði margar glæsilegar niðurstöður, sérstaklega í byggingarlist. Hér eru nokkur af glæsilegustu dæmunum um forna verkfræði í byggingarlist.
Smíði málmklemma sem halda risastórum steinkubbum saman. Það eru mannvirki sem hafa staðið í þúsundir ára og standa enn.
Myndin sýnir rómverska gangbraut í Pompeii – steinblokkum raðað yfir götuna. Þetta eru frumgerðir „sebrabrauta“ nútímans. Þessir steinar höfðu tvo tilganga að minnsta kosti. Fyrri að lyfta upp gangandi vegfarendum svo þeir þyrftu ekki að vaða gegnum regnvatn og frárennsli sem látið var flæða frá byggðinni eftir götunum og ástæða tvö var sú að hægja á vagnaumferð innanbæjar því vagnskröltið var frekar óþægilegt íbúum og hægari ferð vagnanna þýddi lægra skrölt og lægra hljóð frá því. 1
Á tímum Rómverja voru hinir svokölluðu „Tiger Eyes“, litlir hvítir steinar, settir á milli steinanna á veginum svo að þeir sæjust á nóttunni.
Helstu burðarlög rómverskra vega.
Rómverskir verkfræðingar byggðu 29 helstu þjóðvegi sem gengu frá Róm; þeir voru fóðraðir af minni staðbundnum vegum. Rómversku þjóðvegirnir voru malbikaðir með grjóti, með miðlægum hápunkti til að auðvelda frárennsli, og með ræsum og göngustígum sem lágu meðfram þeim. Á 2. öld e.Kr. teygðust yfir 250.000 mílur af malbikuðum vegum um Rómaveldi, gífurlegt verkfræðilegt afrek. Þúsundir kílómetra vega fylgja leiðum sem Rómverjar byggðu, oft byggðir beint fyrir ofan forna hliðstæðu þeirra. Í mörgum tilfellum er gangstéttin sem Rómverjar settu enn notuð af ferðamönnum á 21. öld.
Inkarnir voru líka goðsagnamannverur í verkfræðinni!
Inka-steinbrú við fornleifasamstæðuna Huarautambo í Perú. Samstæðan var byggð á tímum ríkisstjórnar Pachakutiq Inka Yupanki sem voru við stjórn 1425 – 1532.
- Heimild um upphækun gangbrautana er fengin frá National geographic fræðimynd um Pompeii. ↩︎
Heimildir: Heimildir: https://amznewspaper.com/
Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is