Vagnar Íslendinga


Eins og er hef ég ekki mikið af heimildum um hestvagnvæðingu okkar Íslendinga, en vonandi bætist þar úr með tíð og tíma

Kannski getið þið, kæru lesendur, hjálpað mér ef þið vitið af heimildum um hestvagna á Íslandi, hversu lítið sem það er og líka myndir! Rafpóstur: elonfk@gmail.com

Örnólfsdalsbrú í Borgarfirði, elsta uppistandandi hengibrú landsins, byggð 1899.

Tók Íslendinga megnið af tuttugustu öldinni að byggja upp sæmilega vegi. Í vegalögum frá 1894. Þá eru vegir kallaðir flutningabrautir og 1918. Þá voru 375 kílómetrar að breidd 3,75 metrar sem borið gætu hestvagna og kerrur. Skipunin í lögum var að einungis skyldi varða þjóðbraut yfir fjallvegi.

1918 voru mörg stórfljót og ár landsins brúuð. Eyvindará, Lagarfljót, Markarfljót, Jökulsá í Skaftafellssýslum voru enn óbrúaðar og líka Eyjafjarðará. Þessi var staðan það árið og tel ég ekki þörf á að telja meira upp þrátt fyrir að hestvagnar og kerrur hefðu verið brúkuð langt fram eftir tuttugustu öldinni. En einhvers staðar verður að setja punktinn enda miðast heimildir við eftir þennan tíma nær eingöngu við bílaumferð.

Heimildir: Vísindavefurinn og Skessuhorn

Vefsíðueigandi er viss um að mikil fátækt hafi líka spilað inn í hversu lítið af hestvögnum var brúkaður hér á landi en fátækt var staðreynd jafnvel langt fram á tuttugustu öldina í öllu landinu. Einnig hefur spilað inn í erfitt land að byggja upp vegi úr.

Sandkorn: Fyrsti póstvagninn á Íslandi árið 1900. Heimildir: Wikipedia