Franskur Coupé #1Franskur Coupé #1
Til sölu í Belgiu í april 2023. Á aðeins kr: 1.850.000. Tilheyrði ríkustu fjölskyldu heims þá!
Copé staðsettur nálægt Londerzeel í Belgíu. Smíðaður af ríkustu fjölskyldu heims: Rothschild & Ellis. sem framleiddu Renault í byrjun bílaaldar og fram á 20. öldina. Smíðuðu líka utan um Mercedes, ásamt fleiri tegundum þann tíma. Æviágrip Rothschild
Þessi Coupé virðist vera upprunalegur ef dæma má af handfangi hurðarinnar og uppstiginu! Þessi mynd upplýsir okkur um franska bogann í framhornpóstinum sem var sér-frönsk aðferð í vagnasmíði. Takið eftir að lok er fest neðan í hurðina sem lokar yfir uppstigið og hlífir uppstiginu fyrir drullu og aur á ferðinni. Svo eru „rimlar“ fyrir hurðargluggunum til að auka næði inni í vagninum og stjórna ljósi og loftun.
Enginn vafi er á því að hann var smíðaður í París. Smíðaár ekki vitað. Sennilega í kringum 1900.
Vagninn er ekki uppgerður heldur er honum vel viðhaldið. Bastkarfan aftan á kemur vel út og hefur hátt notagildi. Á þessari mynd sjáum við enn betur hvernig hlífin yfir uppstiginu er frágengin.
Næs baksvipur en glugginn er í stærra lagi miðað við aðra Copué
Upprunalegir og fallegir lampar. Græni liturinn á vel við þennan virðulega vagn.
Alvöru aðstaða fyrir Kúskinn.