Tag: waggon

Enskir Waggon notaðir langt fram á 20. öldina #3Enskir Waggon notaðir langt fram á 20. öldina #3

0 Comments

Sumarið 1939 staldrar hestur á vegum London and North Eastern Railway (LNER) við vel áunninn drykk á götum Aldwych í London. Atriðið fangar augnablik í tíma þegar hestar voru enn mikilvægir í rekstri járnbrauta, sérstaklega fyrir verkefni eins og að flytja vörur og vistir. Með uppgangi vélknúinna farartækja voru hestar áfram lykilþáttur í atvinnulífi London og veittu nauðsynlega þjónustu í þéttbýli. LNER, eitt af stærstu járnbrautarfyrirtækjum Bretlands, notaði oft hesta til flutningsstuðnings, sérstaklega við afhendingu vöru til og frá stöðvum, þar á meðal Aldwych.

Hestarnir, sem vel var hugsað um, voru ómissandi fyrir hnökralausa starfsemi járnbrautakerfisins á þessu tímabili. Sjónin á hestinum í Aldwych varpar ljósi á blöndu nútíma og hefðbundinna flutningsaðferða í London fyrir síðari heimsstyrjöldina og býður upp á skyndimynd af borg í umbreytingum. Eftir því sem árin liðu kom vélvæðing að lokum í stað hesta í mörgum atvinnugreinum, en þessi mynd frá 1939 er eftir sem áður nostalgísk áminning um fortíðina. Kyrrð hestsins sem drekkur vatn er í andstöðu við yfirvofandi spennu tímabilsins, þar sem síðari heimsstyrjöldin er handan við hornið, sem gerir þetta augnablik enn átakanlegra þegar litið er til baka.


Heimild: Micah HG. Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Fílar sem dráttardýr #1Fílar sem dráttardýr #1

0 Comments

Skrifað við færsluna sem var á Facebook. Hópur: British Carriage Drivers. Höfundur: Alan Downing. Ekkert ár tilgreint.

Ég myndi giska á að þetta hafi verið sett inn oft áður. Ekki hika við að „samþykkja ekki“ -Lizzie sirkusfíllinn hjálpaði stríðsátakinu með því að skipta um hesta á Sheffield’s T.W. Wards Albion Works



Vagninn sem fíllinn dregur er að fullu hannaður og smíðaður í Bretlandi og er kallaður „Waggon“ með tveimur g-um. Hér fyrir neðan er teikning úr bókinni „The Farm Waggons Of England and Wales“ sem fjallar eingöngu um þessa gerð vagna sem eru innfæddir enskir vagnar að uppruna.


Bókin ,,The Waggons of England and Wales”.

Skrásetti og þýddi: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is