Tag: viktoría

Viktorían hennar Shirley Temple #3Viktorían hennar Shirley Temple #3

0 Comments

8 fjaðra vagn með fjórar C-fjaðrir og fjórar sporöskjulaga blaðfjaðrir

Viktoría er franskur vagn að uppruna nefndur eftir Viktoríu drottningu árið 1844. Hann var fyrst fluttur inn til Englands af prinsinum af Wales (aka Edward VII, elsti sonur Viktoríu og Alberts) árið 1869 þegar C-Spring sporöskjulaga kerfinu var bætt við hönnunina. Victoria C-Spring vagninn okkar var notaður af 20th Century Fox í kvikmynd sinni A Little Princess frá 1939 með Shirley Temple í aðalhlutverki. Það hefur meira að segja stafir kvikmyndafyrirtækisins verið málaðir undir sætinu! Komdu og láttu fara með þig alla daga frá 10:00 til 16:00 og lærðu allt um spennandi heim 19. og snemma 20. aldar hestaflutninga! Við elskum að halda sögunni lifandi!



Merking 20 Century Fox!


Heimild: Northwest Carriage Museum Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Viktoría C. Fjarða 1865 #2Viktoría C. Fjarða 1865 #2

0 Comments

Smíðaður af Morgan & Co. London 1865

C – fjarðirnar líka með sporöskjulaga blaðfjarðir fara Viktoríu. 8 fjaðra vagn. Fara vel enda er þessi vagn listasmíði!




Járnverkið í vagninum er vægast sagt fyrsta flokks!


Hefðbundinn staður fyrir stimplun framleiðanda. Annar staður gæti verið á enda öxulsins eða plata á yfirbyggingu vagnsins.




Heimild: Bob Vanden Berghe Facegook

Skráning og þýðing: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Viktoria #1Viktoria #1

0 Comments

Uppgerð í upprunalegu ástandi eins og ný!


Súper vel uppgerð Viktoría. Í topp standi. Fallega bólstruð. Lítið og sætt sæti fyrir blómastúlku og dreng í fremri hluta farþegarýmis. Smíðaár ekki tilgreint né framleiðandi eða vagnsmiður. Sér stakleg passlegur vagn í brúðkaup, skrúðgöngur og kynningarviðburði. Sérstakt verð líka eða £3450. Er staðsett í Blackpool.

Það vita kannski flestir en Viktoria var skírð eftir Viktoríu Englandsdrottningu þegar hún ríkti.

Eistök reisn og stíll yfir þessum fallega vagni.

Hér sjáum við niðurfellanlega barnasætið fyrir aftan Kúsk sætið. T.d. Milrod er með svipað sæti og Pæton svo einhverjir séu nefndir.

Glæsileiki!

Fer vagninum vel húddið þegar það er uppi.

Hér er Viktorían fyrir uppgerð og hafa sennileg verið notaðir tveir vagnar í að endurbyggja hana því á kerrunni eru önnur Viktoría.