Tag: vatn

Coupé Vín 1740 #4Coupé Vín 1740 #4

0 Comments

Þessi tveggja sæta vagn er glæsilegt dæmi um hátíðarvagna og áhafnarúrval rússnesku keisaraynjunnar Elizavetu Petrovnu.

Slíkir vagnar voru ávallt pantaðir frá bestu evrópsku meisturunum.

Vagninn er með lameneraðar (samlímdar) fjaðrir, öxulás og trönuháls.

Eins og í öðrum svipuðum vögnum úr safni Vopnabúrsins eru þröskuldarnir í vagninum lágir (lágt uppstig) og niðurfellanleg þrepin eru inni í vagninum.

Yfirbyggingin mjókkar niður og neðri hluti bakhliðarinnar sveigist mjúklega. Það eru þrír gluggar á framhlið og hliðum.

Gluggarnir og efri helmingur hurðanna með myndskreyttum efri hluta með rúðugleri.

Útskorið skraut skipar veglegan sess í heildarsamsetningunni, á listrænu útliti vagnsins.

Samskeyti hliðanna eru þakin gylltum útskurði sem undirstrikar fínlegar línur yfirbyggingarinnar.

Þungt gylltar laufmyndir og rokókóskraut, skrautlegir rollur (uppvafin handrit) og málrænar samsetningar blómavendir málaðir í pastellitum vefja sig um kranslistann, hurðina og gluggakarmana og alla hluta fram- og afturhluta undirvagnsins.

Útskurðurinn er afar mótandi og kröftugur.

Tákrænu fígúrurnar sem prýða fram- og afturhluta undirvagnsins sýna mikla fagmennsku og fínlega, mjúka mótun.

Allt úsar af yndislegum rókókóstíl með ákveðinni fágun sem meistararnir í Vín bættu við.

Hliðar og hurðir yfirbyggingarinnar eru skreyttar með málverkum af goðsögulegum viðfangsefnum – vatnadísum, sjávarguðum og ástarguðum í gullgrænum litbrigðum.

Bólstrunin um borð og skjaldarmerki eru úr hvítu frönsku upphleyptu flaueli með bláum og rauðum blómum.

Mynstrið fellur vel að útskornu skrautinu og litir þess falla vel að heildarlitatónum vagnsins.

Hjólin eru máluð græn.

Ákveðinn agi í formi, skortur á óhóflegum skreytingum og kænleg samsetning upphleyptra mynstra með fíngerðum skrautmyndum af grafískum toga eru allt einkenni þessa fallega coupé-vagns sem vitnar um háþroskað listrænt stig ökutækja frá Vín á þessum tíma.

Vagninn var smíðaður í Vínarborg árið 1740 fyrir Elizavetu, dóttur Péturs mikla, samkvæmt pöntun frá rússneska hirðinum.


Heimild: www.kreml.ru/en

Þýðing: Friðrik Kjartansson og erlendur.is

Skráning: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Slökkviliðsvagn með dælu #3Slökkviliðsvagn með dælu #3

0 Comments

Slökkidæla um borð í vagni til slökkvistarfa í Póllandi. Smíðaár 1900. Smíðaland Þýskaland og kostaði 1570 þýsk mörk árið 1900.


Vagninn er númer: 198 í catalog-bæklingnum frá verksmiðjunni. Vatnspumpan er 120 mm. Sem sogar um borð vatn ásamt því að sprauta frá sér og er handkröftuð



Sætin eru svo skápar í leiðinni.





Handfang fyrir dælingu um borð og sprautun á eldin. Pláss fyrir fleiri en tvo dælupersónur.


Bremsusystemið er öflugt og lipurt.


Tromlan sem geymir slönguna.


Festing fyrir ljósker/lampa sem festist við sætið.


Skápar fyrir öll verkfæri sem þörf er á í útkalli.


Hér sogast vatnið um borð í geyminn.


Heimild: Paweł Gębura Póllandi.

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Mælieiningar Dauðadalsvagnanna!Mælieiningar Dauðadalsvagnanna!

0 Comments

Milli 1883 og 1889 skiptu tuttugu múldýr spennt fyrir vagna sköpum við að flytja borax frá Death Valley til Mojave, Kaliforníu.

Þessi flutningsaðferð var skipulögð með múldýrum. Múldýrin skiluðu af sér 264 kílómetra eða 165 mílur til að komast að þar sem járnbrautarteinarnir enduðu.

Staðreyndir um vagnana


Hlutverk vagnanna var að flytja 10 „stutt“ tonn af borax í ferð. USA þyngdareining. Jafngildir 2.000 lb avoirdupois eða 907,19 kg sem stutt toon (short ton).

Vagnarnir voru með afturhjólum sem stóðu 2.1336 metra (sjö fet) á hæð, með 2,54 sentimetra eða 1 tommu þykkum járngjörðum á hjólum, smíðaðir upp úr gegnheilli eik.

Rýmið um borð var 4.8768 metrar (16 fet) á lengd og 1.8288 metrar (6 fet) á dýpt og hver tómur vagn vó 3.538 kíló (3.53802 tonn).

Vagnlestin, sem spannaði yfir 54.864 metra (180 fet) með múldýr í eftirdragi til vara, samanstóð af þremur vögnum sem urðu að vera til staðar svo hægt væri að fara af stað.

Fremsti vagninn, „Trailer“ og seinast „back action“, og allra síðast var vatnsflutningatankurinn.


Teymisstjórinn var ábyrgðarmaður á stjórn teymisins, notaði langan taum sem kallaður var „Skíthælslína“-1 og langa svartormasvipu.

Hann var venjulega að stjórn við vinstra hjólið og gat teymisstjórinn einnig stjórnað bremsunni frá vagnsætinu niður bratta brekku.

„Skiptirinn“ sem venjulega sat í vagninum stjórnaði bremsunni á mishæðóttu landi.

„Skiptirinn“ var líka með fötu af litlum steinum til að grýta múlhestana til hlýðni. Báðir deildu mennirnir með sér ábyrgð, þar á meðal að undirbúa liðið, sinna þörfum múldýranna og sinna dýralæknis- eða viðgerðarmálum.

Hádegisstopp leyfði að fóðra og vökva múlhestana þótt þeir væru enn beislaðir, og á kvöldin voru múlarnir settir í búr með fóðurkössum.

Ferðalag hvers dags var yfirleitt 10,6 kílómetrar eða nálægt 17 mílum, sem olli því að ferðin aðra leiðina tók um það bil tíu daga. Fyrirtækið sem rak þessa „útgerð“ útvegaði skála á næturstoppum fyrir ökumenn og múldýrin.


Söguleg frásögn Remi Nadeau, „Fraktteymi Nadeau í Mojave“, leggur áherslu á yfirburði múlhestanna til notkunar í eyðimörkinni og undirstrikar mikilvæga hlutverk þeirra í að flytja borax með góðum árangri.

Með því að skilja flutninga, forskriftir og rekstrarstjórnun tuttugu múldýra sem var beitt fyrir vagnana fáum við innsýn í þá ótrúlegu viðleitni sem auðveldaði flutning á borax seint á 19. öld.

Norður-Bandaríkja þyngdareining sem jafngildir 2.000 lb avoirdupois (907,19 kg). nafnorð: stutt tonn


Smelltu á Google Ngram Viewer til að sjá nákvæmari tímalínu og stærri!

Google Ngram Viewer

Heimild: History Shortcut á Facebook

Skráði og þýddi: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Öxull og Nafið gúmmífóðraðÖxull og Nafið gúmmífóðrað

0 Comments

Einkaleyfi í Bandaríkjunum, Kanada og Evrópu

Er núna framleitt með leyfissamningi af eftirfarandi vel þekktum fyrirtækjum

The Tomlinson Spring Co., Newark, N.J. Messrs. Sheldon & Co., Auburn, N.Y., Ives & Miller, New Haven, Conn. Messrs, S.Rogers & Co., Standfordville, N.Y.”

Teikning sýnir gegnskorinn öxul og naf með gúmmípúða. B, Gúmmípúði; D, Úrtaka fyrir öxulhús/hring (slív); E, Flipi í öxulhúsi (Box)

Hver og ein pöntun frá áðurnefndum framleiðendum getur orðið til mikilla bóta við raunverulega notkun, að undaskildum „þriggja bolta póstinum“ Hafandi veitt umsögn og gagnrýnt formlega kynninguna af „öxulpúðinn“ til vagnamiðlunar- hafa verðleikar vörunnar verð að fullu viðurkenndir af tveggja ára prófunum í 50 farartækjum, léttum og þungum, í stanslausum daglegum notum á holóttum og ósléttum götum New York. Við biðjum um að mega kynna stuttlega mikilvægi þess. Í nafið af venjulegri gerð eða formi er ÍSETNING SVEIGJANLEGS GÚMMÍPÚÐA, faglega á sinn stað í nafinu með okkar einkaleyfisverkfæri, bæði einfalt og afdrifaríkt. Tryggja fyrstir allra í hestvagnaiðnaðinum svipaðar niðurstöður og þegar gúmmípúða er komið fyrir í lestarvögnum.

Öryggi, þægindi og rekstrarlega hagkvæmt

Í notkun öllum farartækjum á hjólum fyrir farþega eða frakt

Gúmmípúðarnir geta ekki aflagast af notkun eða slitnað, þeir eru þéttilega festir á sinn stað til að fyrirbyggja að olía eða smurfeiti komist inn í náið. Innleiðing gúmmípúð- öxlanna á meðal leiðandi hestvagnaframleiðanda í þessari borg og annars staðar, undir stöðugu eftirliti prófana sem hafa verið gerð án kvaða frá eigendum vagnanna sem prófaðir hafa verið. Ábyrgð í boði um gildi hestvagnasamfélagsins eða GÚMMÍPÚÐAÖXLAR ekki sem ótrúverðug tilraun, heldur fullkomin og verðmæt framför.

THE RUBBER CUSHIONED AXLE CO.,

Brodway, sjöundu götu og fertugasta og þriðja stræti,
New York

B.F. Britton, President.
J.B. Sammis, Secretary and Treasurer.
G.W. Hayes, Superintendaent.

The Carriage Monthly Advertiser, Feb 1877
Heimildir: Bókin: Wheelmaking, wooden wheel design and construction með
The Carriage Mothly Advertise, Feb 1877 á bls 205

Þýðing og skráning: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Rómverskur hestvagn sautján alda gamall!Rómverskur hestvagn sautján alda gamall!

0 Comments

Steingerðar leifar rómversks tveggja hjóla hestvagns í Króatíu

Vinkovci er bær í Austur-Króatíu og í nágrenninu er lítið þorp, Stari Jankovaca, en svæðið var undir yfirráðum Rómverja 300–400 eftir Krist.

Fornleifafræðingar grófu upp heillega steingervinga af tveggja hjóla vagni, þekktur á latínu sem Cisium = léttur hjólavagn, ásamt steingerðum beinagrindum af hestum.

Hestarnir og vagninn voru saman í rými sem greinilega var nokkurs konar haugur þekktur úr greftrunarsiðum víkinga að leggja til höfðingja í skipum sínum sem eru sjaldgæfir greftrunarsiður meðal Rómverja.

Vel efnuð fjölskylda mun hafa greftrað hesta og vagn með þessum hætti samkvæmt fræðimönnum en auðmenn þessara tíma voru stundum greftraðir með þessari aðferð með hestunum sínum.

Sviðstjórinn Boris Katofil útskýrði fyrir þarlendum fjölmiðlum að sá siður að grafa í kumli (forngrafhaugur) væri óvenjuleg aðferð þarna suður af Pannoinan-vatnasvæðinu.

Boris bætti við: Siðurinn er í tengslum við afar auðugar fjölskyldur sem hafa gegnt áberandi hlutverki í stjórnsýslunni, félagslegu og efnahagslegu í samfélaginu í héraðinu.

Fundurinn er talinn vera frá þriðju öld e.Kr. en teymi vísindamanna vinnur að því að staðfesta aldurinn.

Marko Dizdar sagði þetta einstaka uppgötvun í Króatíu.

Hann sagði: Það næsta sem unnið verður að er langt ferli hreinsunar og varðveislu fundarins samhliða rannsóknum og skilgreiningum.

Við höfum meiri áhuga á hestunum, hvort sem þeir eru ræktaðir hér eða koma frá öðru heimsveldi, sem mun segja okkur meira um hversu mikilvæg og auðug þessi fjölskylda var.

Við finnum út úr því með samvinnu við innlendar stofnanir sem og fjölda evrópskra stofnana.

 

Heimild: Dailymail.co.uk

Þýddi og skrásetti: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is