Tag: vagnaviðgerðir

Ágrip af sögu StudebakerÁgrip af sögu Studebaker

0 Comments

Stórbrotin saga einkaframtaks!

Í árdaga Studebaker-fyrirtækisins í febrúar 1852 var aðstaðan lítil og boðið var upp á járningar á hestum ásamt viðgerðum á hestvögnum. Fáein verkfæri, þau nauðsynlegustu, voru til við stofnun og samtals 68 dollarar var útlagt hlutafé í fyrirtækið. Faðir Studebaker-bræðranna hafði kennt þeim í litlu vagnasmiðjunni í Ashland, Ohio. Á fyrsta starfsárinu voru tveir vagnar smíðaðir. Mikil harka var sett í að vekja athygli á sér í nærliggjandi bæjum og fylkjum. Árið 1857 gerðu þeir samning við herinn í Utah, sem gerði þeim kleift að rísa upp á við. Þeir höfðu verið viðurkenndir erlendis! (segir textinn beinþýddur en líklega átt við í öðru fylki). Þeir notfærðu sér vel hvert tækifæri sem bauðst og töpuðu hlutunum aldrei niður eða fengu stór bakslög í reksturinn.

Studebaker var skráð á hlutabréfamarkað 1868 og þörfin á vinnuaflinu hjá þeim óx í raun, næstum eins og náttúruafl. Fyrirtækinu var skipt upp í nokkrar deildir og vinnuaflið endaði í 1860 manns það ár.


Smíði og framleiðsla hestvagna hjá Studebaker einskorðaðist fyrst bara við vagna (Wagons) en snemma í sögu fyrirtækisins bauð þeim að smíða líka hestvagna til fólksflutninga sem voru meðal fínni hágæðavagna á þeirra tíma mælikvarða. Teikningar sem fylgja þessari grein sýna aðstöðu fyrirtækisins í byggingum og leiðandi farartæki smíðuð af fyrirtækinu. Studebaker framleiddi allar gerðir vagna, svo sem vagna til að aka sér til ánægju, Landau hefðarvagn fyrir forsetann og alla aðra venjulega notkun.

Í vögnunum gat fjölbreytnin frá fyrirtækinu þjónað flestum, ekki einungis bændum, heldur líka fjallabúum, námum, sléttunum og síðast en ekki síst var þrýst á um að þjónusta viðskiptalífið í borgunum. Innan verksmiðjunnar voru margar deildir sem þjónuðu framleiðslunni: feiti fyrir stál, feiti fyrir steypt járn, Studebaker einkaleyfisvarin spón- kerru (buggy) og kerru (wagon) sæti, spónhlíf að framan og aukahlíf. Mjög svo nauðsynlegur hluti af Studebaker-framleiðslunni var vatnsúðaravagninn sem gerði fyrirtækið landsfrægt fyrir. Verksmiðja og vöruhús Studebaker í Chicago talar sínu máli í einu og öllu á teikningunum. Hestvagnasýningarnar eru einstakar, jafnvel í heiminum.

Efri hæðir bygginganna í Chicago eru notaðar til að smíða flottari, meira elegant og dýrari gerða hestvagna, líka fyrir fínni og minni vagnaviðgerðir. Byggingin er meðal þekktustu bygginga í Chicago og er umkringd frægum húsum svo sem Óperuhúsinu, Chicago klúbbhúsinu á aðra hönd og Listastofnun Chicago á þriðju hliðinni. Farartæki framleidd af Studebaker send á heimssýninguna sýndu fram á án efa fallegasta safn sem aðeins eitt fyrirtæki sendi frá sér á sýninguna. Peningar voru vel nýttir í undirbúning og innkaup á efni fyrir heimssýninguna og allt sem kom að hæfileikum og smekk var ekki skorið við nögl.

Studebaker Bros. MFG CO.,
South Bend, Indiana, U.S.A.

Heimildir

Internet Archive – Illustrated souvenir – [of carriages] Of the Studebaker Brothers MFG.Co. South Bend, Indiana, U.S.A.

Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur/malfridur.is