Tag: uppgerður að fullu

John Deere Triumph Chuck Wagon #5John Deere Triumph Chuck Wagon #5

0 Comments

Kúrekavagn til viðveru í óbyggðum. Chuck Wagnon!


Wayne’s Wagon Works in Amarillo,Texas, er með þennan. John Deere Triumph chuck wagon.

Myndir fengnar að láni á Wagon Masters Facebook

John Deere Triumph uppgerður og fínn með eldhúsi (Chuck Wagon), bogum, bremsum, kúsksæti, fótaskemli, grönnum trjábolum til að tjalda, sennilega yfir aftan við eldunaraðstöðuna. Verkfæra- eða birgðakassi með loki, fram á undir fóthvílunni.


Fyrir neðan myndir fyrir uppgerð og svo neðst nokkrar eftir viðgerð

Liturinn á yfirbyggunni er fölur svona eins og við mundum kalla í dag, hálfþekjandi. En líklega er þetta málað með Seed Olíu eða lífrænni olíu og settur svolítill litur í. Á þessari mynd er vagninn strípaður af öllu sem átti að fylgja þeim frá verksmiðju

Hér sjáum við hvar búið er að saga tré boganna á ská að ofan. Myndirnar af vagninum nýuppgerðum upplýsa hvernig þetta var í upphafi.

Gömul áletrun máluð í gegn um stimpil á sínum tíma

Heillegur og myndarlegur vagn sem gott er að koma í rétt stand.

Hér sjáum við merkilegan hlut. ,,Skein” á ensku, járnhólkar sem þið sjáið í hverfa inn í hjólnafið báðum megin sem er svo fest með flatjárni undir öxulinn ásamt járnhring utan um endanna á járnhólknum innan við Nafið. Hólkurinn (Skein) er líka skrúfaður beint inn í öxulinn í endana bak við hjólnafið þannig að taka þarf hjólin af til að losa þá skrúfu sem er nokkuð löng og við köllum stundum franskar skrúfur. Þessi útbúnaður tók við af berstrípaðri Eik sem var þá slitflötur hjólsins og öxulendi.



Uppgerður að fullu





Teikning af undirvagni fyrir Wagon. Ofan á þetta var hægt að setja margar gerðir af yfir byggingum. Í USA er þessi samstæða kölluð ,,Running Gear”